Face­book áfrýj­ar sekt vegna Cambridge Ana­lytica-hneyksl­is­ins

Fréttablaðið - - TÆKNI - Þea NORDICPHOT­OS/GETTY

Sam­fé­lags­miðlaris­inn Face­book mun áfrýja sekt sem per­sónu­vernd­ar­stofn­un Bret­lands lagði á fyr­ir­tæk­ið vegna hins svo­kall­aða Cambridge Ana­lytica-hneyksl­is. Sekt­in nem­ur 500 þús­und pund­um, and­virði um átta­tíu millj­óna króna, og mat stofn­un­in það svo að fyr­ir­tæk­ið hefði með mark­viss­um hætti sank­að að sér per­sónu­leg­um upp­lýs­ing­um not­enda.

Frá því The New York Ti­mes, The Gu­ar­di­an og The Obser­ver komu upp um hneyksl­ið fyrr á ár­inu, sem teng­ist notk­un grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica á téð­um gögn­um í póli­tísk­um til­gangi, hef­ur Mark Zucker­berg, stofn­andi og for­stjóri Face­book, kom­ið fyr­ir banda­ríska þing­ið en hafn­að því að koma fyr­ir það breska. Breska stofn­un­in er þó sú eina sem hef­ur beitt refsi­að­gerð­um gegn fyr­ir­tæki Zucker­bergs vegna máls­ins.

Stofn­un­in komst að því að Face­book hafi „á ósann­gjarn­an hátt“safn­að gögn­um millj­ón­ar Breta og mistek­ist að gera nauð­syn­leg­ar var­úð­ar­ráð­staf­an­ir.

Í til­kynn­ingu sem Face­book sendi frá sér sagði að fyr­ir­tæk­ið hefði vilj­að gera meira til að fyr­ir­byggja mál­ið en breska stofn­un­in hefði ekki sýnt fram á að per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar Breta hafi ver­ið send­ar Cambridge Ana­lytica og not­að­ar í póli­tísk­um til­gangi.

„Þannig bygg­ist rök­stuðn­ing­ur­inn ekki leng­ur á Cambridge Ana­lytica­mál­inu held­ur grund­vall­ar­hug­mynd­um um það hvernig eigi að deila upp­lýs­ing­um á net­inu. Það er mun stærra mál og höf­um við því ákveð­ið að áfrýja. Sam­kvæmt kenn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar mætti fólk til dæm­is ekki áfram­senda tölvu­póst eða skila­boð án sam­þykk­is allra annarra sem sendu eða áfram­sendu téð skila­boð.“–

Face­book lenti illa í Cambridge Ana­lytica-hneyksl­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.