Amazon þeg­ir um galla sem olli leka á net­föng­um kúnna

Banda­ríska vef­versl­un­in birti fyr­ir slysni net­föng við­skipta­vina. Vill ekki tjá sig um um­fang vand­ans en hug­bún­að­ar­galli olli. Amazon seg­ist hafa lag­að gall­ann. Fólk sem fékk til­kynn­ingu frá Amazon kall­ar á svör. Lek­inn átti sér stað stuttu fyr­ir tvo stær

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/GETTY [email protected]­bla­did.is

Banda­ríska stór­fyr­ir­tæk­ið Amazon vill lít­ið sem ekk­ert tjá sig um hug­bún­að­ar­galla sem varð til þess að tölvu­póst­föng við­skipta­vina vef­versl­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins voru að­gengi­leg hverj­um sem er. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyr­ir­spurn fjöl­mið­ils­ins sagði einn tals­manna Amazon að fyr­ir­tæk­ið hefði „lag­að þenn­an galla og upp­lýst þá við­skipta­vini sem gætu hafa orð­ið fyr­ir óþæg­ind­um vegna hans um mál­ið“.

Not­end­um var upp­haf­lega gert við­vart um vand­ann í tölvu­pósti á mið­viku­dag­inn. Í póst­in­um sagði: „Halló. Við er­um að hafa sam­band við þig til þess að láta þig vita að vef­síða okk­ar birti fyr­ir mis­tök net­fang þitt vegna hug­bún­að­ar­galla. Þessi vandi hef­ur ver­ið lag­að­ur. Það er að engu leyti við þig að sak­ast og þú þarft hvorki að breyta lyk­il­orði þínu né gera nokkr­ar aðr­ar ráð­staf­an­ir vegna máls­ins.“

Fjöl­marg­ir deildu póst­in­um á Twitter og vitn­aði CNBC í nokkra þykkta GDPR-Evr­ópu­lög­gjöf um vernd per­sónu­legra gagna sé al­mennt strang­ari en tíðk­ast í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt starfs­manni per­sónu­vernd­ar­stofn­un­ar Bret­lands þarf fyr­ir­tæk­ið sjálft að meta hvort það til­kynni at­vik­ið til bresku stofn­un­ar­inn­ar eða annarr­ar sam­bæri­legr­ar stofn­un­ar ann­ars stað­ar í Evr­ópu. „Það er alltaf á ábyrgð fyr­ir­tæk­is­ins að vera með­vit­að um það er gagnalek­ar hafa áhrif á breska rík­is­borg­ara og að gera ráð­staf­an­ir til þess að koma í veg fyr­ir að lek­inn bitni á við­kom­andi. Við mun­um hins veg­ar halda áfram að fylgj­ast ná­ið með mál­inu og starfa með öðr­um stofn­un­um ef á slíku er þörf.“

með. Með net­föng­in ein að vopni gætu óprúttn­ir tölvu­þrjót­ar til að mynda herj­að á við­skipta­vini Amazon með fölsk­um aug­lýs­ing­um eða skila­boð­um og þannig kom­ið fyr­ir veir­um í tölvu við­tak­enda.

Bl­aða­mað­ur Techcrunch gagn­rýn­ir Amazon harð­lega í frétt­inni og seg­ir að skort­ur á upp­lýs­ing­um geri mál­ið verra. Fólk ótt­ist það sem það skil­ur ekki og þar sem Amazon neit­ar að upp­lýsa al­menn­ing er fyr­ir­tæk­ið í raun að magna þenn­an ótta.

Amazon vill ekki gera op­in­bert hversu mörg net­föng voru að­gengi­leg.

Net­föng við­skipta­vina láku út en Amazon vill lít­ið tjá sig um mál­ið. Vill til dæm­is ekki gefa upp á hve marga lek­inn hafði áhrif.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.