Warcraft-út­gáfa af Pokémon Go

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/GETTY – þea

Tölvu­leikja­fram­leið­and­inn Blizz­ard þró­ar nú snjallsíma­leik byggð­an á sögu­heimi Warcraft-leikj­anna sem á að vera þeirra út­gáfa af Pokémon Go. Frá þessu greindi leikja­f­rétta­vef­ur­inn Kotaku í gær og hafði eft­ir heim­ild­ar­mönn­um. Leik­ur­inn á þó að vera íburð­ar­meiri, stærri og flókn­ari en Pokémon Go að því er kem­ur fram í frétt­inni en það sem fyr­ir­renn­ar­inn var einna helst gagn­rýnd­ur fyr­ir á sín­um tíma var það hversu grunn­ur leik­ur­inn var.

Snjallsíma­leik­ir virð­ast vera af­ar heit­ir á með­al starfs­fólks og stjórn­enda Blizz­ard en á ráð­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins fyrr í mán­uð­in­um var til­kynnt um nýj­an leik í Dia­b­loserí­unni, Immortal, sem mun bara koma út fyr­ir snjallsíma. Þeim tíð­ind­um reidd­ust heit­ir Dia­bloað­dá­end­ur sem hafa beð­ið lengi eft­ir tíð­ind­um af næsta Dia­blo-leik og vilja fá leik fyr­ir PC-tölv­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.