Tíu skák­um lok­ið og enn er stað­an jöfn

Glóð­ar­auga heims­meist­ar­ans og óheppi­legt mynd­band áskor­and­ans er með­al þess sem hef­ur ver­ið rætt mik­ið um í ein­vígi Carlsen og Car­u­ana. Öll­um skák­um hef­ur lok­ið með jafn­tefli. Þær hafa þó ver­ið mis­fjör­ug­ar og kepp­end­ur misst af væn­um leið­um.

Fréttablaðið - - TÆKNI - Jó­hann Óli Eiðs­son [email protected]­bla­did.is Fædd­ur Stór­meist­ari Ár­ið 2004, þá tæp­lega 13 ára og 5 mán­aða gam­all Ár­ið 2007, tæp­lega 15 ára gam­all FRÉTTABLAЭIÐ/EPA

Stærst­an hluta nóv­em­ber­mán­að­ar hafa augu skák­heims­ins ein­blínt á London. Þar fer fram heims­meist­ara­ein­vígi sitj­andi heims­meist­ara, Norð­manns­ins Magnus­ar Carlsen, og Banda­ríkja­manns­ins Fa­biano Car­u­ana.

Carlsen varð heims­meist­ari ár­ið 2013 er hann lagði Ind­verj­ann Visw­an­ath­an Anand í ein­vígi. Hann varði titil­inn gegn Anand ári síð­ar og aft­ur fyr­ir tveim­ur ár­um er hann hafði bet­ur gegn Ser­gei Kar­jak­in í bráðabana. Frá því í des­em­ber 2009 hef­ur Carlsen, sem þá var nítj­án ára, ver­ið efst­ur á ELO-stigalista FIDE og að­eins í stutta stund hef­ur nokk­ur kom­ist yf­ir hann á list­an­um.

Að und­an­förnu hef­ur þó fyrr­nefnd­ur Car­u­ana and­að of­an í háls­mál heims­meist­ar­ans. Fyr­ir fyrstu ein­víg­is­skák­ina mun­aði að­eins þrem­ur ELO-stig­um á keppi­naut­un­um og var ít­al­skætt­aði Kan­inn hárs­breidd frá því að taka topp­sæt­ið af Norð­mann­in­um í Evr­ópu­keppni skák­fé­laga áð­ur en ein­víg­ið hófst.

Meidd­ur við borð­ið

Skilj­an­lega er heims­meist­ar­inn Carlsen sá virki skák­mað­ur sem er hvað þekkt­ast­ur af þeim sem ekki fylgj­ast ná­ið með skák. Það má ekki að­eins rekja til af­reka hans við skák­borð­ið held­ur einnig til annarra starfa hans. Með­al ann­ars hef­ur hann set­ið fyr­ir í aug­lýs­inga­her­ferð G-St­ar en hitt and­lit aug­lýs­inga­her­ferð­ar­inn­ar var leik­kon­an Liv Tyler sem marg­ir kann­ast við í hlut­verki Arwen í Hr­inga­drótt­ins­sögu.

Þó að skák sé íþrótt hug­ans krefst það mik­ils þols að ná að halda ein­beit­ingu svo klukku­stund­um skipti. Fyrsta ein­víg­is­skák­in nú var til að mynda 115 leik­ir, þriðja lengsta skák­in í sögu heims­meist­ara­ein­vígja, og stóð yf­ir í um sjö klukku­stund­ir. Til að tryggja há­marks­ein­beit­ingu hleyp­ur Carlsen löng­um stund­um og stund­ar tenn­is og knatt­spyrnu af mikl­um móð.

Heims­meist­ar­inn bar skýr merki knatt­spyrnu­iðk­un­ar í ní­undu ein­víg­is­skák­inni. Fyr­ir­komu­lag ein­víg­is­ins er með þeim hætti að teflt er tvo daga í röð, ein skák hvorn dag, en síð­an er frí­dag­ur. Und­an­tekn­ing er milli síð­ustu tveggja skák­anna en milli þeirra er auka frí­dag­ur. Frí­dag­arn­ir fara bæði í and­leg­an og lík­am­leg­an und­ir­bún­ing og nýtti Carlsen frí­ið með­al ann­ars til að spila knatt­spyrnu. Í leikn­um fór hann í skalla­ein­vígi þar sem hann og ann­ar leik­mað­ur skullu sam­an. Mætti hann því með mynd­ar­legt glóð­ar­auga og plástr­að­ur til leiks eft­ir það.

Spek­úl­ant­ar hafa bent á hve kjána­legt það hefði orð­ið hefðu meiðsl­in orð­ið al­var­legri og þau haft áhrif á ein­víg­ið. Hol­lenski stór­meist­ar­inn An­ish Giri gant­að­ist með­al ann­ars með hvort Carlsen þyrfti ekki nýja að­stoð­ar­menn fyrst þeir stefna ein­víg­inu í hættu með slíku kappi.

Hipp­hopp og jóga

30. nóv­em­ber 1990 ELO-stig 2.835 hæst 2.882 í maí 2014

Carlsen og Car­u­ana í ní­undu ein­víg­is­skák­inni. Tak­ið eft­ir plástr­in­um á hægri auga­brún heims­meist­ar­ans en hann kom til eft­ir skalla­ein­vígi.

1. SKÁK 9. NÓV­EM­BER

Fyrsta skák­in var fjör­ug og löng. Tvisvar missti Carlsen af fær­um sem hefðu getað tryggt hon­um sig­ur­inn og yf­ir­hönd­ina í ein­víg­inu. 36. – h4? Nokkr­um leikj­um áð­ur missti Carlsen af mögu­leika á að planta drottn­ing­unni á skálín­una a1-h8. Það gerð­ist aft­ur hér. 36. – Dg7! hefði þýtt að hvíta stað­an yrði ekki tefl­an­leg enda get­ur svarta drottn­ing­in þá nán­ast val­ið hvaða peð hún vill fella á drottn­ing­ar­vængn­um. Eft­ir

36. – h4? ein­fald­að­ist tafl­ið og Carlsen reyndi að svíða hrók­sendatafl peði yf­ir í sjö­tíu leiki án ár­ang­urs.

flutt­ist ung­ur til Brook­lyn. For­eldr­ar hans eru af ít­ölsk­um ætt­um og tefldi hann fyr­ir hönd Ítal­íu þar til 2015. Hann var ná­lægt því að vinna sér inn rétt til að skora Carlsen á hólm ár­ið 2016 en laut í gras gegn Kar­jak­in í síð­ustu skák áskor­enda­móts­ins.

Banda­ríkja­mað­ur hef­ur ekki

6. SKÁK 16. NÓV­EM­BER

Carlsen kom öll­um á óvart með því að leika 4. Rd3 í Petroff. Hann hafði leik­ið nokkr­um óná­kvæm­um leikj­um í mið­tafl­inu sem skap­aði veik­leika sem að­eins eru á færi of­ur­stór­meist­ara og of­ur­tölva að nýta sér. Hér hafði hann leik­ið

68. Bc4 og stað­an virð­ist nokk­uð ör­uggt jafn­tefli. Hinn ómann­eskju­legi of­ur­tölvu­leik­ur 68. – Bh4! fær­ir svört­um hins veg­ar unn­ið tafl eft­ir 69. Bd5! Re2 70. Bf3 Rg1!! 71. Bd5 Bg5! 72. Kh7 Re2! og hvít­ur er í leik­þröng. Car­u­ana missti skilj­an­lega af þessu og jafn­tefli var sam­ið eft­ir 80 leiki. keppt um heims­meist­ara­krún­una síð­an 1972 er Bor­is Spassky og Bobby Fischer öttu kappi í Reykja­vík. Skilj­an­lega er nafn Car­u­ana því oft nefnt í sömu andrá og Fischer þar vestra.

„Sá skák­mað­ur sem hef­ur alltaf veitt mér mest­an inn­blást­ur er Bobby 8. SKÁK 19. NÓV­EM­BER

Upp kom Sves­hni­kov-af­brigði Sikileyj­ar­varn­ar og var Car­u­ana, með hvítt, vel und­ir­bú­inn. Carlsen lék óná­kvæmt og allt í einu voru fær­in öll hvíts. 21. c5! Peðs­fórn sem fær­ir hvít­um yf­ir­burði með hvassri og hár­ná­kvæmri tafl­mennsku. 21. – Rxf3+ 22. Dxf3 dxc5 23. Had1 Bd6 24. h3? Eft­ir kraft­mikla tafl­mennsku miss­ir Fa­bi flug­ið. Nauð­syn­legt var 24. Dh5! og svart­ur er í alls kyns vand­ræð­um. Eft­ir 24. – De8 var stað­an jöfn og sam­ið fjór­tán leikj­um síð­ar. Fischer. Í sögu­legu sam­hengi er frá­bært að vera bor­inn sam­an við Fischer en hvað varð­ar per­sónu­leika og skák­stíl er­um við mjög ólík­ir,“seg­ir Car­u­ana.

Líkt og Carlsen veit Car­u­ana að lík­am­lega og and­lega hlið­in þarf að vera í topp­st­andi svo hon­um farn­ist Fædd­ur 30. júlí 1992

Stór­meist­ari ELO-stig 2.832 hæst 2.844 í ág­úst 2014 vel við skák­borð­ið. Banda­ríkja­mað­ur­inn þyk­ir góð­ur sund­mað­ur og hef­ur einnig leik­ið skvass. Þá hug­leið­ir hann, stund­ar jóga og að end­ingu má nefna að Kendrick Lam­ar og Killah Priest hafa hjálp­að hon­um við und­ir­bún­ing­inn.

Lek­inn mikli

Ein­víg­ið nú er langt á veg kom­ið. Fyrstu níu skák­um þess er lok­ið og hef­ur þeim öll­um lykt­að með því að kapp­arn­ir hafa sæst á skipt­an hlut. Er það lengsta jafn­tefl­is­hrina sög­unn­ar í upp­hafi heims­meist­ara­ein­víg­is.

Báð­ir kepp­end­ur hafa leyft að­dá­end­um að fylgj­ast með und­ir­bún­ingi sín­um að ein­hverju leyti. Á fyrsta frí­degi sendu þeir báð­ir frá sér mynd­bönd úr her­búð­um sín­um. Und­ir­bún­ing­ur Norð­manns­ins sam­an­stóð af stúd­er­ing­um og knatt­spyrnu að sjálf­sögðu. Þar var þó pass­að að upp­ljóstra ekki hvað heims­meist­ar­inn var að skoða. Í her­búð­um Car­u­ana og að­stoð­ar­manna hans voru hins veg­ar þau mis­tök gerð að mynd­band­ið sýndi tölvu­skjá sem listaði upp hluta þeirra byrj­ana sem Car­u­ana var að kanna sér­stak­lega. Mynd­band­ið var fjar­lægt snögg­lega.

Deilt var um það hvort lek­inn hefði ver­ið aula­leg mis­tök eða til þess fall­inn að af­vega­leiða heims­meist­ar­ann með því að láta hann verja dýr­mæt­um tíma í að skoða af­brigði sem aldrei stóð til að tefla. Á blaða­manna­fundi eft­ir þriðju skák­ina svar­aði Carlsen því þó að hann hefði ekki séð mynd­band­ið.

Tí­unda skák­in fór fram í gær og lauk henni með jafn­tefli eft­ir fjör­uga skák í Sves­hni­kov-af­brigð­inu. Car­u­ana fékk sénsa í tví­sýnni stöðu en nýtti þá ekki. Næst verð­ur teflt á morg­un. John Carew lýs­ir skák­inni í beinni hjá norska rík­is­sjón­varp­inu.

Í sögu­legu sam­hengi er frá­bært að vera bor­inn sam­an við Fischer en hvað varð­ar per­sónu­leika og skák­stíl er­um við mjög ólík­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.