„Láttu okk­ur fá það óþveg­ið!“

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir sál­grein­ir

Já, við for­eldr­ar vilj­um fá spark í rass­inn.“Ég var stödd á fjöl­menn­um og líf­leg­um fundi for­eldra­fé­lags í leik­skóla þeg­ar tal­ið barst að snjallsíma­notk­un, ekki barna held­ur for­eldra. All­ir voru á einu máli um að sím­inn væri of fyr­ir­ferð­ar­mik­ill í fjöl­skyldu­líf­inu og að full­orð­ið fólk þyrfti að læra að um­gang­ast hann af hóf­semi áð­ur en hægt væri að bú­ast við því sama af börn­um. Það er ekki langt síð­an marg­ir voru háð­ir ann­ars kon­ar litl­um pökk­um á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung held­ur Win­st­on eða Ca­mel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heil­brigt að vera stöð­ugt með sím­ann á lofti og síga­rettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mik­ið um skað­semi tób­aks en hvað vit­um við um áhrif þess að for­eldr­ar séu sítengd­ir net­heim­um?

Í banda­rískri rann­sókn var fylgst með 55 fjöl­skyld­um borða á skyndi­bitastað.[ 73% for­eldra voru með eða not­uðu sím­ann og við það dró úr sam­skipt­um við börn­in, for­eldr­arn­ir voru leng­ur að bregð­ast við þeim og meira bar á árekstr­um (for­eldr­ar hækk­uðu róm­inn, börn­in hegð­uðu sér illa). Önn­ur rann­sókn skoð­aði sam­skipti á milli for­eldr­is og barns sem voru tek­in upp á mynd­bönd og síð­ar greind.[ Þar kom í ljós að síma­notk­un for­eldra dró úr yrt­um sam­skipt­um um 20%, óyrt­um um tæp 40% og hvatn­ingu til barns um tæp 30%. Börn­in sýndu meiri ein­hæfni, minni hugs­un og tak­mark­aðri næmni í sam­skipt­um.

Vak­andi eft­ir­tekt for­eldr­is veit­ir börn­um ör­yggi og er þeim jafn nauð­syn­leg og heim­ili. Áhuga­samt and­lit gef­ur barni stað­fest­ingu á að það skipti máli og styrk­ir sjálfs­mynd þess. Um­hyggju­söm at­hygli dreg­ur úr streitu og með gagn­kvæm­um sam­skipt­um lær­ir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venj­ist barn því að for­eldr­ar gefi því at­hygli jafn fús­lega og morg­un­mat má bú­ast við að það þrói með sér ör­yggis­kennd sem ger­ir því kleift að gleyma sér í leik og síð­ar í námi og starfi.

Vit­an­lega eru for­eldr­ar ekki alltaf stöð­ugt með aug­un á börn­un­um sín­um, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfn­ast vak­andi at­hygli for­eldra sinna á hverj­um degi. Hell­ings af henni. Þeg­ar venj­an er að for­eldri sé með ann­að eða bæði aug­un á sím­an­um fær barn skila­boð um að það áhuga­verða og mik­il­væga ger­ist „ann­ars stað­ar“. Með at­hygl­ina við skjá­inn verð­ur for­eldr­ið ann­ars hug­ar, finnst barn­ið vera trufl­andi og ýt­ir því frá sér, ef ekki með orð­um þá með lát­bragði. Barn sem þarf að jafn­aði að hafa fyr­ir því að ná at­hygli for­eldra sinna verð­ur meira krefj­andi því það er upp­tek­ið við að halda þeim við efn­ið. Það má líka bú­ast við að það verði eirð­ar­laus­ara, háð­ara, eigi erf­ið­ara með að sofna á kvöld­in og vakni oft­ar á nótt­unni. Það hlýt­ur því að vera til­raun­ar­inn­ar virði fyr­ir for­eldra að hvíla sím­ann í morg­uns­ár­ið og frá því að börn­in koma heim úr leik­skól­an­um þang­að til þau eru sofn­uð. Flest sím­töl, póst­ar, skila­boð og frétt­ir þola nokk­urra klukku­tíma bið. Ef síma­laus tími reyn­ist of stremb­inn gæti ver­ið for­vitni­legt að spá í hvaða þörf­um sím­an­um er ætl­að að svara, hversu vel hon­um tekst það og hvað það mögu­lega kost­ar.

[ Ra­desky JS, et al. Patt­erns of mobile device use by caregi­vers of young children dur­ing fast food meals. Pedi­at­rics 2014.

[ Ra­desky JS, et al. Ma­ternal mobile device use dur­ing eating encoun­ters and mentalizat­i­on. JDBP 2018.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.