Neyð­arkall nátt­úr­unn­ar

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sn­orri Sig­urðs­son líf­fræð­ing­ur

Fræg­asta eft­ir­partí Ís­lands­sög­unn­ar var hald­ið í Breið­holt­inu. Nán­ar til­tek­ið á efstu hæð í fjöl­býl­is­hús­inu við Dúfna­hóla 10. Þang­að hóp­uð­ust tug­ir gesta í mjög eins­leitu en þó mis­jöfnu ástandi eft­ir tón­leika hljóm­sveit­ar­inn­ar HAM í mið­borg Reykja­vík­ur. Það fyrsta sem gest­irn­ir gerðu þeg­ar þeir höfðu ruðst inn í íbúð­ina var að sparka skraut­mun­um of­an af stáss­borð­um og leggj­ast svo í sím­ann til þess að redda áfengi. Íbúð­in var nefni­lega ekki bein­lín­is bú­in und­ir að taka á móti stór­um hópi djamm­þyrstra ung­menna, enda var hún inn­rétt­uð eft­ir smag og behag rosk­inn­ar móð­ur sögu­hetj­unn­ar í kvik­mynd­inni Só­dóma Reykja­vík, og yrði seint lýst sem sér­lega par­tív­ænu hús­næði—jafn­vel eft­ir að gest­irn­ir voru bún­ir að kveikja á blys­um inni í stof­unni og byrj­að­ir að skjóta flug­eld­um of­an af svöl­un­um.

Hin roskna hús­frú svaf svo fast að hún rank­aði ekki við sér í gaura­gang­in­um og svaf það meira að segja af sér þeg­ar hún var bor­in út á dýn­unni, pakk­að sam­an inn í lyft­una og hlað­ið of­an í lít­inn bát á bíla­stæð­inu. Það var ekki fyrr en hún var kom­in á flot nið­ur Ell­iða­árn­ar—og eft­ir að vatni hafði ver­ið hleypt í gegn­um stífl­una—að hún loks­ins vakn­aði; og þá reynd­ar með veru­leg­um and­fæl­um.

Til­efn­is­laust partí

Flest­ir muna ef­laust til­efni par­tís­ins. Það var byggt á al­gjör­um mis­skiln­ingi. Sögu­hetj­an Al­ex var í sak­leysi sínu að hrópa heim­il­is­fang sitt til hins harð­svír­aða glæpa­manns Mola í sí­bylj­andi há­vaða þung­arokks­tón­leika þeg­ar tón­list­ar­menn­irn­ir gerðu skyndi­lega og full­kom­lega ófyr­ir­sjá­an­lega kúnst­pásu. Hróp­ið hljóm­aði því ómeng­að yf­ir all­an skar­ann. „Dúfna­hól­ar 10,“hróp­aði hann og orð­róm­ur­inn barst á auga­bragði frá manni til manns. Kvöld­inu var bjarg­að. Eng­inn þurfti að ótt­ast um af­drif sín eft­ir að klukk­an sló þrjú. Það var partí í Dúfna­hól­um 10.

Allt var þetta byggt á mis­skiln­ingi. Það stóð auð­vit­að aldrei til að halda neitt partí í Dúfna­hól­um 10. Það hefði reynd­ar hverj­um manni mátt vera ljóst um leið og kom­ið var þang­að inn og veislu­gest­ir höfðu tæki­færi til þess að kynna sér að­bún­að­inn ör­lít­ið nán­ar. En þá var vita­skuld orð­ið alltof seint að fara að gera eitt­hvað í þessu og allsend­is óvíst að hægt væri að kom­ast í partí ein­hvers stað­ar ann­ars stað­ar svona seint um kvöld­ið. Úr því sem kom­ið var gat at­burða­rás­in ekki orð­ið önn­ur held­ur en sú sem varð, að íbúð­inni var rúst­að í gleð­skapn­um. Ekk­ert við því að gera. Par­tí­þyrst­ir tón­leika­gest­ir hefðu aldrei lát­ið bjóða sér ann­að en að halda þetta bless­aða partí. Og því fór sem fór.

Eins og gjarn­an er með eft­ir­partí þá féll það í hlut ein­hverra allt annarra að mæta af­leið­ing­un­um dag­inn eft­ir, laga til í íbúð­inni og borga fyr­ir skemmd­irn­ar. Þeir brenna sig sjaldn­ast á eld­un­um sem fyrst­ir kveikja þá.

Mis­skiln­ing­ur

Nú hef­ur þess orð­ið mjög vart á síð­ustu vik­um að alls kon­ar mis- skiln­ing­ur hef­ur graf­ið um sig um inn­leið­ingu á svo­köll­uð­um þriðja orkupakka sem Íslandi ber að inn­leiða vegna þess að við er­um með­lim­ir í fríversl­un­ar­banda­lagi Evr­ópu­þjóða—Evr­ópska efna­hags­svæð­inu. Eins og mjög mörg önn­ur lög­gjöf sem ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa neyðst til að setja í lög á grund­velli þessa sam­starfs þá er til­gang­ur henn­ar að stuðla að heil­brigð­ari og betri mark­aði með af­urð sem er mik­il­væg fyr­ir bæði neyt­end­ur og fram­leið­end­ur—sem sagt raf­orku. Lög­gjöf­in er vita­skuld snið­in að hinum sam­eig­in­lega mark­aði í Evr­ópu og mun ekki hafa telj­andi áhrif á Íslandi nema hing­að verði lagð­ur sæ­streng­ur. Og jafn­vel þá er ekki ver­ið að leggja til að ein­hverj­ar öm­ur­lega ósann­gjarn­ar sérregl­ur gildi um Ís­land, held­ur bara þær ná­kvæm­lega sömu og um hina 500 millj­ón íbúa þeirra landa sem við eig­um í svo nánu og verð­mætu sam­bandi við.

Rang­ur mis­skiln­ing­ur

Til eru þeir sem hafa mik­inn áhuga á því að gera mikla grýlu úr þess­ari lög­gjöf. Og ein­hvern veg­inn hef­ur það gerst að bú­ið er að hvísla ýms­um mis­skiln­ingi og rangtúlk­un­um í eyru þeirra sem lang­ar ákaf­ast í ein­hvers kon­ar póli­tískt upp­lausnarpar­tí. Stjórn­völd eiga vita­skuld í veru­leg­um vand­ræð­um með að leið­rétta spun­ann því það get­ur nefni­lega ver­ið mjög erfitt að af­boða í eft­ir­partí þeg­ar leigu­bíl­arn­ir eru lagð­ir af stað.

Al­veg eins og par­tíg­est­irn­ir í Dúfna­hól­um 10 þurftu ekki að taka minnstu ábyrgð á af­leið­ing­um veislu­halds­ins—þá munu þeir ekki þurfa að þrífa upp eft­ir sig sem harð­ast reka áróð­ur gegn frjálsri versl­un og evr­ópskri sam­vinnu um þess­ar mund­ir. Það mun falla í hlut ábyrg­ara stjórn­mála­fólks að greiða úr þeim flækj­um sem fyr­ir­sjá­an­leg­ar eru ef upp­lausnaröfl fá vilja sín­um fram­gengt.

Stolt eða hrædd?

Þeir sem segj­ast hafa mest­ar áhyggj­ur af árás­um á full­veldi Ís­lands eru ein­mitt þeir hinir sömu sem þykj­ast ná ekki upp í nef sér af reiði út í orku­lög­gjöf­ina evr­ópsku. En er það ekki eitt­hvað öf­ug­snú­ið? Lýs­ir það sér­stöku stolti yf­ir full­veldi Ís­lands og getu þjóð­ar­inn­ar til að standa á eig­in fót­um, að telja að Ís­land þurfi sér­stak­ar und­an­þág­ur frá því að hlíta sömu regl­um og aðr­ir á sama mark­aði? Lýs­ir það kannski frek­ar hræðslu? Það má nefni­lega telj­ast frek­ar ótrú­leg van­trú á getu og hæfi­leika ís­lensku þjóð­ar­inn­ar að ham­ast gegn því að okk­ar fólk hafi tæki­færi til þess að starfa frjálst og op­ið á risa­stór­um opn­um mark­aði—með þeim kost­um og göll­um sem því fylg­ir.

En það er ekk­ert að ótt­ast. Ís­lend­ing­ar geta nefni­lega ver­ið mjög stolt­ir yf­ir því hvernig okk­ur hef­ur tek­ist að bæta lífs­kjör okk­ar á grund­velli frjálsr­ar versl­un­ar við Evr­ópu. Áð­ur en við leyf­um okk­ur að fara á taug­um yf­ir illa ígrund­uð­um sam­særis­kenn­ing­um ætt­um við að líta vand­lega í kring­um okk­ur og sjá hversu verð­mætt það er að heima­mark­að­ur Ís­lands tel­ur ekki að­eins 350 þús­und sál­ir, held­ur hálf­an millj­arð. Og þeir sem vilja standa vörð um alla þessa miklu kosti þurfa líka að vera fljót­ari á fæt­ur held­ur en hús­freyj­an í Dúfna­hól­um 10; svo við vökn­um ekki ein á báti á nátt­föt­un­um ein­hvers stað­ar úti á hafi. Þá er lít­il hugg­un í því að vit­leys­an hafi byggst á ein­tóm­um mis­skiln­ingi.

Mikl­ar ham­far­ir eiga sér nú stað á jörð­inni sem fá­ir veita at­hygli og lít­ið er rætt um op­in­ber­lega þó ær­ið sé til­efn­ið en það er við­stöðu­laus og óvæg­inn sam­drátt­ur á líf­fræði­legri fjöl­breytni á heimsvísu. Sam­drátt­ur­inn lýs­ir sér í fækk­un líf­vera, bú­svæði þeirra minnka, stofn­ar skreppa sam­an og teg­und­ir deyja út. Í ný­út­gef­inni skýrslu al­þjóð­legu dýra­vernd­ar­sam­tak­anna WWF eru töl­urn­ar slá­andi, 60% af dýra­lífi jarð­ar hafa horf­ið á síð­ustu 45 ár­um. Ótal marg­ir dýra­stofn­ar eru að skreppa sam­an á óhugn­an­leg­um hraða og stefn­ir í óaft­ur­kræf­an teg­unda­út­dauða á stór­um skala.

Hvað veld­ur þessu? Jú, or­sök­in er aug­ljós, stöð­ug og vax­andi ásókn manna í auð­lind­ir jarð­ar með til­heyr­andi nátt­úru­spjöll­um. Sú aukna vel­meg­un, hag­vöxt­ur og neysla sem ein­kenn­ir líf okk­ar er dýru verði keypt. Ósjálf­bær land­notk­un fyr­ir þétt­býl­is­mynd­un, land­bún­að, nám­ur eða sam­göngu- og orku­mann­virki leið­ir af sér gríð­ar­lega bú­svæða­eyð­ingu. Nytja­stofn­ar í sjó og vötn­um eru of­nýtt­ir og veiði­þjófn­að­ur ógn­ar mörg­um land­dýr­um. Um­hverf­is­meng­un er enn gríð­ar­legt vanda­mál og þrátt fyr­ir betra reglu­verk hef­ur t.d. alltof lít­ið ver­ið unn­ið gegn plast­meng­un í sjó. Fram­andi ágeng­ar teg­und­ir breið­ast út og bola burt öðr­um teg­und­um og þá eru ótald­ar af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga á líf­fræði­lega fjöl­breytni.

Það sorg­lega í stöð­unni er að þrátt fyr­ir hversu aug­ljóst og al­var-

Fstarfs­kraft­ur Öldu, fé­lags um sjálf­bærni og lýð­ræði yr­ir ligg­ur og hef­ur lengi gert að nátt­úruperl­ur víða um Ís­land eru í eigu einka­að­ila, sem jafn­an rækta land­ið eða ekki. Alla jafna hef­ur fólk þó getað ferð­ast um án trafala eða hindr­ana, og not­ið þess sem land­ið hef­ur upp á að bjóða. Reglu­lega birt­ast frétt­ir af er­lend­um fjár­fest­um sem vilja festa kaup á jörð­um hér á landi á mis­jöfn­um for­send­um: sum­ir full­yrða að ást þeirra á óspilltri nátt­úru sé hvat­inn að baki kaup­un­um, aðr­ir hafa haft uppi áform um upp­bygg­ingu. Það er vissu­lega ekki hægt að full­yrða um ætlan­ir er­lendra fjár­festa, því hug­ur fólks er öðr­um leynd­ur, en ótt­inn við nátt­úru­spjöll er rétt­mæt­ur. Land­ið er ger­semi sem standa þarf vörð um og vernda.

Yfir­völd hafa lengi velt fyr­ir sér tak­mörk­un­um á jarð­ar­kaup­um er­lendra að­ila enda er um­ræð­an um eign­ar­rétt ein­stak­lings­ins og getu yf­ir­valda til að skipta sér af hon­um legt vanda­mál­ið er, hef­ur lít­ið sem ekk­ert geng­ið að snúa þess­ari þró­un við. Fyr­ir 26 ár­um var und­ir­rit­að­ur sam­starfs­samn­ing­ur 196 þjóða á vett­vangi Sa­mein­uðu þjóð­anna um mik­il­vægi þess að vernda líf­fræði­lega fjöl­breytni. Metn­að­ar­full markmið, áætlan­ir og skuld­bind­ing­ar þjóða hafa lit­ið dags­ins ljós en ár­ang­ur­inn al­ger­lega lát­ið á sér standa. Ástand­ið versn­ar bara og áhugi ráða­manna er lít­ill og mun minni en t.d. áhugi á lofts­lags­vand­an­um. Nú stend­ur yf­ir gríð­ar­lega mik­il­væg­ur fund­ur á veg­um Sa­mein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni í Egyptaland­i og standa von­ir til að nið­ur­staða fund­ar­ins verði al­þjóð­leg sam­þykkt í anda við Pa­rís­ar­sam­komu­lag­ið um lofts­lags­mál, þar sem þjóð­ir heims munu standa sam­an um að snúa þess­ari þró­un við. Ótt­ast er að erfitt verði að ná slíku sam­komu­lagi og er því ekki skrít­ið að nú heyr­ist skila­boð um að það „séu síð­ustu for­vöð“og að „fram­tíð mann­kyns sé ógn­að“.

Því það er jú mál­ið. Þessi al­var­lega um­hverf­is­vá mun á end­an­um koma nið­ur á okk­ur mönn­un­um, og það á mjög af­drifa­rík­an hátt. Í dag­legu amstri gleym­ist að við er­um háð líf­ríki jarð­ar á svo ótal vegu. Oft er tal­að um þjón­ustu vist­kerfa í þessu sam­hengi. Heil­brigð vist­kerfi eru und­ir­staða þess að marg­vís­leg hrá­efni fyr­ir fæðu, lyf og ým­iss kon­ar varn­ing séu til stað­ar. Bý­flug­ur og önn­ur skor­dýr fræva plönt­ur í land­bún­aði. Heil­brigð vot­lendis­vist­kerfi miðla hreinu drykkjar­vatni og vernda okk­ur gegn flóð­um. Kol­efn­is­bind­ing, hringrás vatns og steinefna, heil­brigði jarð­vegs, hreins­un eit­ur­efna úr um­hverf­inu að ónefndri sjálfri ljóstil­líf­un­inni – allt nátt­úru­leg­ir ferl­ar þar sem líf­ver­ur koma við sögu. Þá eru ótal­in verð­mæt­in í óspilltri og fjöl­breyttri nátt­úru fyr­ir lík­am­lega og and­lega heilsu fólks, og sem efni­við­ur lista, mennt­un­ar og vís­inda. Það er því ekki ný af nál­inni. Líkt og önn­ur mik­il­væg mál­efni sam­fé­lags­ins, sem snerta á rétt­ind­um og skyld­um al­menn­ings, er um­ræð­unni aldrei lok­ið. Rétt­indi og skyld­ur þjóð­ar ná einnig til nátt­úr­unn­ar og má þar nefna um­ræð­una um ákvörð­un­ar­vald þjóð­ar­inn­ar. Það er til­efni til að hugsa um hvar mörk­in á milli heil­ags eign­ar­rétt­ar ann­ars veg­ar og ákvörð­un­ar­valds þjóð­ar hins veg­ar liggja. Hver er rétt­ur nátt­úr­unn­ar gegn spjöll­um og ósjálf­bær­um fram­kvæmd­um? Stóra sp­urn­ing­in er, hver ber ábyrgð á að vernda nátt­úr­una sem og hags­muni al­menn­ings?

Í frum­varpi stjórn­laga­ráðs um nýja stjórn­ar­skrá eru ákvæði sem ekki ein­ung­is taka til vernd­ar nátt­úr­unn­ar, held­ur einnig rétt­ar þjóð­ar­inn­ar til upp­lýs­inga um ástand og fram­kvæmd­ir í nátt­úr­unni. Í 33. gr. stjórn­ar­skrár stjórn­laga­ráðs seg­ir: „… Nýt­ingu nátt­úru­gæða skal haga þannig að þau skerð­ist sem minnst til lang­frama og rétt­ur nátt­úr­unn­ar og kom­andi kyn­slóða sé virt­ur. Með lög­um skal tryggja rétt al­menn­ings til að fara um land­ið í lög­mæt­um til­gangi með virð­ingu fyr­ir nátt­úru og um­hverfi.“Að auki seg­ir 35. gr.: „Með lög­um skal tryggja al­menn­ingi að­gang að und­ir­bún­ingi ákvarð­ana sem hafa áhrif á um­hverfi og nátt­úru, svo og heim­ild til að leita til hlut­lausra úr­skurð­ar­að­ila­að­ila.“ óhætt að segja að mann­kyn­ið sé að skjóta sig í fót­inn með fram­komu sinni við líf­ríki jarð­ar.

Hvað get­um við gert ? Það er ekki of seint að bregð­ast við. Á þess­um vett­vangi er tæki­færi fyr­ir Ís­land að vera leið­togi og kalla ég eft­ir við­brögð­um stjórn­valda. Ís­land er að­ili að Samn­ingi Sa­mein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni og til er að­gerða­áætl­un, en lít­ið hef­ur frést af henni und­an­far­ið og mál­efn­ið fer ekki hátt hér­lend­is, ekki frek­ar en ann­ars stað­ar. Úr þessu þarf að bæta.

Um­ræð­an um áhrif manns­ins á líf­ríki og nátt­úru jarð­ar er krefj­andi og óvæg­in, og er mjög mörg­um ekki að skapi, enda kall­ar hún á stór­fellda nafla­skoð­un um hvernig við hög­um lífs­hátt­um okk­ar og ger­ir kröf­ur um sam­drátt og minni um­svif. Það eru ekki óeðli­leg við­brögð að loka eyr­un­um við slíku „böl­móðstali“um boð og bönn og halda áfram að „liffa og njódda“. En ef við vilj­um vera ábyrg­ir jarð­ar­bú­ar þá verð­um við að horf­ast í augu við þessa al­var­legu stöðu og taka erf­ið­ar ákvarð­an­ir. Það er of mik­ið í húfi, ekki ein­ung­is fyr­ir þær teg­und­ir líf­vera sem nú berj­ast fyr­ir til­veru­rétti sín­um, held­ur fyr­ir far­sæla fram­tíð okk­ar á jörð­inni. Að gera ákvarð­ana­ferli yf­ir­valda að­gengi­legt al­menn­ingi efl­ir lýð­ræði í heild sinni og eru þessi ákvæði ein­ung­is tvö af fjölda­mörg­um dæm­um sem unnt væri að taka um hvernig vald­efla á al­menn­ing með stjórn­ar­skrá þeirri sem sam­þykkt var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ár­ið 2012.

Ótti nær­ist á óvissu, og óvissa al­menn­ings ligg­ur í vald­leysi hans í ákvörð­un­ar­tök­um um fram­tíð lands­ins. Ef nið­ur­staða þjóð­ar­inn­ar yrði virt, væri að ein­hverju leyti hægt að sefa ótta al­menn­ings um nátt­úru lands­ins og ein­mitt í því felst svar­ið. Ný Stjórn­ar­skrá Ís­lands frá stjórn­laga­ráði vernd­ar ákvörð­un­ar­rétt þjóð­ar­inn­ar, hún vernd­ar nátt­úru Ís­lands, og hún vernd­ar sjálf­bæra fram­tíð fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir.

Þessi al­var­lega um­hverf­is­vá mun á end­an­um koma nið­ur á okk­ur mönn­un­um, og það á mjög af­drifa­rík­an hátt. Í dag­legu amstri gleym­ist að við er­um háð líf­ríki jarð­ar á svo ótal vegu.

Hver er rétt­ur nátt­úr­unn­ar gegn spjöll­um og ósjálf­bær­um fram­kvæmd­um? Stóra sp­urn­ing­in er, hver ber ábyrgð á að vernda nátt­úr­una sem og hags­muni al­menn­ings?

Katla Hólm Þór­hild­ar­dótt­ir

Þórlind­ur Kjart­ans­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.