Stríð og frið­ur í Evr­ópu frá fyrri hluta 17. ald­ar

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ingi­mund­ur Gísla­son augn­lækn­ir

Þrjá­tíu ára stríð­ið í Evr­ópu 1618 til 1648 hef­ur stund­um ver­ið kall­að fyrsta alls­herj­ar­styrj­öld­in í sögu álf­unn­ar. Stríð­ið var í byrj­un trú­ar­bragða­styrj­öld á milli mót­mæl­enda og kaþólskra í Þýskalandi og víð­ar, en snér­ist á end­an­um upp í af­mark­aða og hefð­bundna land­vinn­inga kon­unga og fursta. Þessi styrj­öld olli gríð­ar­legri eyði­legg­ingu og miklu mann­tjóni í við­kom­andi lönd­um eins og til dæm­is í Þýskalandi og Tékklandi. Frið­ur kennd­ur við bæ­ina Mün­ster og Osna­brück í Vest­fal­íu í Þýskalandi var sam­inn ár­ið 1648.

Nú eru lið­in 400 ár síð­an þrjá­tíu ára stríð­ið hófst. Á þeim tíma hafa styrj­ald­ir stór­ar og smá­ar geis­að í álf­unni nær sleitu­laust og rað­ast upp eins og blóðsvart­ar perl­ur á bandi. En ef frá­tal­in eru Balk­an­stríð 20. ald­ar og stutt stríð með þátt­töku Rússa má þó segja að frið­ur hafi ríkt í Evr­ópu frá lok­um síð­ari heims­styrj­ald­ar ár­ið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta frið­ar­tíma­bil og um leið tíma­bil fram­fara og hag­sæld­ar í Norð­ur- og Mið-Evr­ópu síð­an 1648.

Sé lit­ið á sög­una get­ur Evr­ópa greini­lega ver­ið jarð­veg­ur tíðra átaka og hörm­unga þeim fylgj­andi. Þetta lang­tíma frið­ar­tíma­bil er því raun­veru­leg nýj­ung í sögu álf­unn­ar. Og hverju er það að þakka? Sam­tök­um þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önn­ur öfl að verki s.s. þjóð­fé­lags­breyt­ing­ar í heim­in­um öll­um sem gera stríðs­rekst­ur enn ófýsi­legri en áð­ur.

Aðild­ar­þjóð­um NATO hef­ur með sam­heldni sinni tek­ist að verja landa­mæri að­ild­ar­ríkj­anna frá stofn­un banda­lags­ins ár­ið 1949. En það er Evr­ópu­sam­band­ið, ESB, sem á mest­an heið­ur af því að við­halda sam­heldni og efna­hags­fram­förum í Evr­ópu­ríkj­um und­an­farna ára­tugi og með þeim hætti stuðl­að að friði og stöð­ug­leika. Og það gleym­ist alltof oft að ESB er að grunni til frið­ar­banda­lag.

Ár­ið 1951 und­ir­rit­uðu ut­an­rík­is- ráð­herr­ar nokk­urra Evr­ópu­ríkja: Frakk­lands, Vest­ur-Þýska­lands, Hol­lands, Ítal­íu, Belg­íu og Lúx­em­borg­ar hina svo­köll­uðu Pa­rís­ar­yf­ir­lýs­ingu sem varð upp­haf Evr­ópska kola- og stál­banda­lags­ins. Það varð síð­ar und­an­fari Evr­ópu­sam­bands­ins eins og við þekkj­um það í dag. Helsti hvata­mað­ur þessa var ut­an­rík­is­ráð­herra Frakk­lands, Ro­bert Schum­an. Mark­mið­ið með sam­komu­lagi þess­ara ráða­manna var að forða Evr­ópu frá áfram­hald­andi stríðs­rekstri í fram­tíð­inni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóð­ir álf­unn­ar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leið­in til að ná þessu mark­miði væri ná­in sam­vinna og frelsi á sviði versl­un­ar og þjón­ustu. Á Íslandi er í allri um­ræðu um hugs­an­lega að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu hins veg­ar ein­blínt á hrein­an fjár­hags­leg­an ágóða fyr­ir Ís­lend­inga. Ís­lands­mað­ur­inn spyr sig aldrei „Hvað get­um við sem þjóð lagt af mörk­um?“

Ís­lend­ing­ar, sem eru fá­menn­ir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borg­ið í öldu­róti heims­mál­anna.

Fyrsta janú­ar 2016 var heilda­r­í­búa­fjöldi landa Evr­ópu­sam­bands­ins 510,1 millj­ón eða um það bil 6,9 pró­sent af íbúa­fjölda heims­ins. Það er reikn­að með að þetta hlut­fall lækki á næstu ára­tug­um. Þess vegna er mik­il­vægt að Evr­ópu­þjóð­ir standi þétt sam­an og láti ekki sundr­ungaröfl ým­iss kon­ar veikja eða bein­lín­is eyði­leggja sam­starf­ið. Pútín, for­seti Rúss­lands, Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, og fleiri af sama sauða­húsi eru iðn­ir við að grafa und­an al­þjóða­stofn­un­um ým­iss kon­ar, oft und­ir for­merkj­um þjóð­ern­is­stefnu og lýðskrums. Þeir beina spjót­um sín­um sér­stak­lega að Evr­ópu­sam­band­inu með lúmsk­um áróðri og lyg­um.

Ís­lend­ing­ar, sem eru fá­menn­ir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borg­ið í öldu­róti heims­mál­anna. Það er ör­ugg­lega ekki í faðmi ein­stakra lýðskrum­ara – í fé­lags­skap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nig­els Fara­ge og fleiri og fleiri og fleiri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.