Jafn­rétt­island­ið Ís­land

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ma­ría Rún­ars­dótt­ir formað­ur Fé­lags­ráð­gjafa­fé­lags Ís­lands fram­kvæmda­stjóri Heima­valla

Íoktó­ber voru tveir ákaf­lega mik­il­væg­ir bar­áttu­dag­ar sem vekja upp áleitn­ar spurn­ing­ar um hvers kon­ar sam­fé­lagi við vilj­um búa í og hvaða breyt­ing­ar þarf að gera svo við get­um sagt að hér sé raun­veru­legt jafn­rétti og gott vel­ferð­ar­sam­fé­lag þar sem all­ir ein­stak­ling­ar hafa jöfn tæki­færi til virkr­ar þátt­töku.

Fyrst vil ég nefna al­þjóð­leg­an bar­áttu­dag gegn fá­tækt sem var þann 17. októ­ber. Í til­efni hans stóð Fé­lags­ráð­gjafa­fé­lag Ís­lands fyr­ir við­burði þar sem vak­in var at­hygli á skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart fá­tækt á Íslandi sem birt­ist með­al ann­ars í formi of lít­ils fjár­magns til mik­il­vægr­ar vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Und­an­far­ið hef­ur ver­ið mik­il um­ræða í sam­fé­lag­inu um þetta skeyt­ing­ar­leysi þótt það hug­tak hafi ekki ver­ið not­að í um­ræð­unni. Birt­ist það með­al ann­ars í um­ræðu um geð­heil­brigð­is­mál og mál­efni ungs fólks í vímu­efna­vanda. Fé­lags­ráð­gjaf­ar þekkja vel þá hópa sem eru í mestri hættu á að fest­ast í fá­tækt og verða jað­ar­sett­ir, fá ekki tæki­færi til að til­heyra sam­fé­lag­inu og taka virk­an þátt í því. Það var því ánægju­legt að lesa skýrslu Árna Páls Árna­son­ar, fyrr­ver­andi fé­lags­mála­ráð­herra, sem hann kynnti ný­ver­ið um áskor­an­ir Norð­ur­landa í fé­lags­mál­um. Þar bend­ir hann á að „kerf­in“þurfi að vinna bet­ur sam­an svo hægt sé að veita þeim sem þurfa stuðn­ing sem hæf­ir þörf­um hvers og eins.

Þetta hljóm­ar kannski ein­falt en í fram­kvæmd er þetta mun flókn­ara þar sem hvert og eitt „kerfi“hef­ur til­hneig­ingu til þess að finna leið til að vísa frá sér því fólki sem glím­ir við fjöl­þætt­an vanda, yf­ir í ann­að „kerfi“, og oft liggja fjár­hags­leg­ir hvat­ar þar að baki. Fé­lags­ráð­gjaf­ar taka und­ir þetta en ein stærsta áskor­un sem vel­ferð­ar­sam­fé­lag­ið stend­ur frammi fyr­ir er að veita heild­stæða og sam­þætta þjón­ustu. Vil ég nefna skóla- og heil­brigðis­kerf­ið sér­stak­lega í þessu sam­hengi. Svo þau geti sann­ar­lega ver­ið sú grunnstoð sem þau þurfa og eiga að vera í ís­lensku vel­ferð­ar­sam­fé­lagi og geti mætt þörf­um ein­stak­linga og fjöl­skyldna þarf að leggja þar mun meiri áherslu á þverfag­lega nálg­un. Í Sví­þjóð eru fé­lags­ráð­gjaf­ar til að mynda ein þeirra lyk­ilfag­stétta sem starfa í skól­un­um og í heilsu­gæsl­unni.

Á Íslandi er stað­an allt önn­ur; mjög fá­ir fé­lags­ráð­gjaf­ar starfa inni í skól­un­um og nú er ein­ung­is einn fé­lags­ráð­gjafi sem starfar í heilsu­gæslu á öllu land­inu. Fé­lags­ráð­gjafa­fé­lag Ís­lands hef­ur ít­rek­að bent á að þessu þurfi að breyta og auka þurfi þverfag­lega teym­is­vinnu í skól­um og heilsu­gæslu. Það geng­ur ekki leng­ur að líta svo á að ein að­ferð og ein leið virki fyr­ir alla, vel­ferð­ar­kerf­ið verð­ur að bjóða upp á þverfag­lega, heild­stæða og sveigj­an­lega þjón­ustu sem get­ur mætt ólík­um þörf­um ein­stak­linga og mætt þeim þar sem þeir eru stadd­ir svo hægt sé að styðja þá til sjálfs­hjálp­ar.

Skeyt­ing­ar­leysi

Kvenna­frí­dag­ur­inn var viku síð­ar, þann 24. októ­ber, en 43 ár eru síð­an kon­ur streymdu fyrst út af vinnu­stöð­um lands­ins og kröfð­ust jafnra kjara. Við er­um kom­in lang­an veg á þess­um ára­tug­um og mæl­ist Ís­land efst með­al þjóða þeg­ar kem­ur að jafn­rétti kynj­anna. Nýj­ar töl­ur um kyn­bund­inn launamun sýna þó að enn er langt í land. Það er því mið­ur svo að verð­mæta­mat starfa á Íslandi er enn mjög bund­ið við kyn og eru störf sem hefð er að kon­ur sinni í meira mæli, svo sem fé­lags­ráð­gjöf, verr laun­uð en karla­störf þrátt fyr­ir að mennt­un­ar­kröf­ur og ábyrgð í starfi sé sam­bæri­leg.

Rót­gró­inn sam­fé­lags­leg­ur að­stöðumun­ur hópa finnst á Íslandi og er það til marks um skeyt­ing­ar­leysi þeg­ar lít­ið er gert úr um­ræðu um launamun kynj­anna sem finnst enn hér, sama hvort horft er á óleið­rétt­an eða leið­rétt­an launamun.

Stefán Páls­son sagn­fræð­ing­ur sagði frá því á morg­un­verð­ar­fundi um fá­tækt á full­veldis­öld sem hald­inn var í til­efni af al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi gegn fá­tækt að fyr­ir rúm­um hundrað ár­um hefðu vinnu­kon­ur ekki feng­ið nein laun en vinnu­karl­inn svo lág að laun­in hefðu ekki dug­að til fram­færslu eins barns. Ger­um bet­ur strax og lát­um af þessu skeyt­ing­ar­leysi þannig að þeg­ar af­kom­end­ur okk­ar líta til baka geti þeir lit­ið stolt­ir um öxl og sagt að ár­ið 2018 hafi orð­ið mik­il­væg þátta­skil í þró­un jafn­rétt­is á Íslandi.

Leigu­mark­að­ur var af­ar óör­ugg­ur og erf­ið­ur í alla staði fyr­ir leigj­end­ur þeg­ar ein­stak­ling­ar ein­ir leigðu út hús­næði. Horf­ið var frá mark­vissri upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is og þrátt fyr­ir að leigu­fé­lög á veg­um fé­laga­sam­taka reyndu að bæta úr þörf­inni tókst ekki að þróa leigu­mark­að­inn. Til­koma fast­eigna­fé­laga og leigu­fé­laga ruddi nýja braut og breytti leigu­mark­aðn­um til hins betra. Ein­stak­ling­ar, fjöl­skyld­ur, fé­lög og fyr­ir­tæki þurfa ekki leng­ur að að binda fjár­magn í hús­næði ef þau svo kjósa.

Stofn­un al­mennra leigu­fé­laga fyr­ir nokkr­um ár­um opn­aði nýja mögu­leika fyr­ir leigj­end­ur sem áð­ur gátu ekki feng­ið ör­ugga lang­tíma­leigu. Sveigj­an­leiki hef­ur auk­ist mik­ið á mark­aðn­um sem er mik­il­vægt vegna þess að þarf­ir hinna ýmsu hópa eru svo mis­mun­andi að erfitt er að sjá þær fyr­ir.

Vöxt­ur á leigu­mark­aði fram und­an

Æski­legt er að al­menn­ur leigu­mark­að­ur þró­ist áfram á næstu ár­um um leið og bætt er úr skorti á fé­lags­lega íbúða­mark­aðn­um. Hlut­fall þeirra sem búa í leigu­húsæði hef­ur auk­ist veru­lega og margt sem bend­ir til þess að það hlut­fall auk­ist áfram. Á ár­un­um 2006-2007 er áætl­að að 14% lands­manna hafi bú­ið í leigu­hús­næði. Frá ár­inu 2011 hef­ur þetta hlut­fall ver­ið stöð­ugt á bil­inu 22-23% að okk­ar mati.

Á Íslandi eru um 130.000 heim­ili. Heild­ar­stærð leigu­mark­að­ar er um 30.000 íbúð­ir. Á al­menn­um leigu­mark­aði eru um 19.500 íbúð­ir, lang­flest­ar, eða um 10 þús­und eru á veg­um ein­stak­linga og ým­issa að­ila. At­hygli vek­ur að leigu­íbúð­ir á veg­um al­mennra leigu­fé­laga eru litlu fleiri en íbúð­ir á veg­um ferða­þjón­ustu sem eru um 4.000. Leigu­íbúð­ir fyr­ir aldr­aða eru um 1.200 á veg­um ým­issa sam­taka og um 9.000 íbúð­ir flokk­ast und­ir fé­lags­leg leigu­úr­ræði á veg­um sveit­ar­fé­laga, náms­manna og verka­lýðs­fé­laga.

Æski­legt er að al­menn­ur leigu­mark­að­ur þró­ist áfram á næstu ár­um um leið og bætt er úr skorti á fé­lags­lega íbúða­mark­aðn­um.

Guð­brand­ur Sig­urðs­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.