Fólks­fjölg­un og veru­leg­ar Skerð­ing elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hauk­ur Har­alds­son elli­líf­eyr­is­þegi

Áfundi Al­þing­is 25. októ­ber sl. var 1. um­ræða um frum­varp til laga um af­nám skerð­inga elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna, lagt fram af þing­mönn­um Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins. Það er gott að það sé far­ið að ræða kjör aldr­aðra á Alþingi og von­andi verð­ur það til þess að heild­ræn úr­lausn fá­ist á kjör­um aldr­aðra. Frum­varp­ið mun þó ekki bæta kjör nema fárra elli­líf­eyr­is­þega eða þeirra sem núna stunda at­vinnu, og verð­ur hvatn­ing svo að fleiri fari að vinna. Þetta verð­ur einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bót­um vegna hárra tekna fá bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un (TR). Einnig mun þetta nýt­ast þeim sem verða 67 ára á næstu ár­um og halda áfram að vinna, geta frest­að töku líf­eyr­is úr líf­eyr­is­sjóði og fá þá full­ar bæt­ur frá TR þar sem eng­ar skerð­ing­ar verða vegna at­vinnu­tekna.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­um flutn­ings­manna frum­varps­ins mun þetta frum­varp kosta rík­is­sjóð kr. 0. Það get­ur ef­laust ver­ið að það sé hægt að reikna þetta út mið­að við ein­hverj­ar ákveðn­ar for­send­ur og miða þá við 1.450 vinn­andi elli­líf­eyr­is­þega sem þeg­ar eru í bóta­kerfi TR og munu njóta þess­ara breyt­inga en þeir eru að­eins um 3% af heild­inni.

Ef þetta frum­varp verð­ur að lög­um munu mjög marg­ir nýta sér það eins og að of­an grein­ir sem mun skapa rík­is­sjóði ófyr­ir­séð út­gjöld. Sam­kvæmt út­reikn­ingi TR þá mun bóta­rétt­ur hækka um 45% af at­vinnu­tekj­um um­fram 100 þús­und króna frí­tekju­mark sem nem­ur 160-180 þús­und krón­um fyr­ir 500 þús­und króna mán­að­ar­laun. Nú eru 5-6 þús­und manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um elli­líf­eyri vegna hárra tekna og er senni­legt að stór hluti þessa fólks muni sækja um elli­líf­eyri frá TR. Mik­il óvissa rík­ir því um hver aukn­ing út­gjalda rík­is­ins verð­ur en sam­kvæmt laus­legri áætl­un er um að ræða 10-15 millj­arða á árs­grund­velli og mun fara hækk­andi þar sem þeim fjölg­ar á hverju ári sem munu nýta sér þetta.

Það er ljóst að frum­varp þetta leys­ir ekki vanda þeirra elli­líf­eyr­is­þega sem hafa ekki at­vinnu­tekj­ur, lág­ar greiðsl­ur frá líf­eyr­is­sjóð­um og lág­ar fjár­magn­s­tekj­ur, það þarf að velja aðr­ar leið­ir fyr­ir þenn­an hóp. Nú er frí­tekju­mark fyr­ir at­vinnu­tekj­ur kr. 100 þús­und og kr. 25 þús­und frí­tekju­mark sem gild­ir fyr­ir líf­eyr­is-, fjár­magns- og at­vinnu­tekj­ur. Sem breyt­ingu má hugsa sér að hafa frí­tekju­mark sem að­eins gilti fyr­ir líf­eyr­is- og fjár­magn­s­tekj­ur kr. 125 þús­und, það mundi hækka ráð­stöf­un­ar­tekj­ur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þús­und. Jafn­framt mætti hækka frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna um kr. 100 þús­und, þannig að það yrði kr. 200 þús­und sem yrði til þess að marg­ir hefðu hag af því að halda áfram að

Þrátt fyr­ir mik­inn hag­vöxt, veru­lega kaup­mátt­ar­aukn­ingu og lít­ið at­vinnu­leysi, hef­ur hlut­fall­ið 22-23% ekki lækk­að. Það bend­ir til þess að að far­ið sé að líta á leigu sem val­kost en ekki neyð­ar­úr­ræði fyrst og fremst. Við ger­um ráð fyr­ir að hlut­fall íbúa á leigu­mark­aði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö ár­um. Til að mæta þeirri aukn­ingu þarf að bæta við allt að 10 þús­und leigu­íbúð­um á næstu ár­um. Í ljósi þeirr­ar þró­un­ar sem hef­ur orð­ið á leigu­mark­aði má segja að leiga sé orð­in raun­veru­leg­ur val­kost­ur ásamt og með sér­eign­ar­stefn­unni, sem ver­ið hef­ur ríkj­andi á Íslandi. Skyn­sam­legt op­in­bert reglu­verk um leigu­mark­að­inn og hóf­leg fast­eigna­gjöld gætu stutt við slíka þró­un.

Mikl­ar breyt­ing­ar fram und­an

Mik­il lýð­fræði­leg­ar breyt­ing­ar eru fram und­an sem styðja það að þörf er á vax­andi og fjöl­breytt­um al­menn­um leigu­mark­aði um leið og ríki og sveit­ar­fé­lög styrkja í aukn­um mæli leigu­fé­lög sem sinna tekju­lág­um hóp­um. Fram eru komn­ar kyn­slóð­ir með aðr­ar hug­mynd­ir en ríkj­andi hafa ver­ið. For­gangs­röð­un hjá fólki breyt­ist og það kýs sveigj­an­leika í bú­setu­formi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er leng­ur í námi og kem­ur seint út á vinnu­mark­að. Það er eldra þeg­ar stofn­að er til fjöl­skyldu auk þess sem tals­vert ber á fjölg­un þeirra sem búa ein­ir.

Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 ár­um. Kyn­slóð­ir fædd­ar 1955-60 og síð­ar munu hafa veru­lega betri líf­eyr­is­rétt­indi en þeir sem á und­an koma. Leiga í stað eigna­r­í­búða mun verða álit­leg­ur kost­ur fyr­ir eldri borg­ara. Ríf­lega 28 þús­und er­lend­ir starfs­menn eru hér á vinnu­mark­aði sem er um 19% af vinn­andi fólki. Skort­ur á góðu og hent­ugu leigu­hús­næði fyr­ir þá sem vinna hér á landi tíma­bund­ið er veru­leg­ur. Í þessu sam­hengi þarf einnig að hafa í huga að leigu­íbúð­ir til er­lendra ferða­manna eru stór þátt­ur í leigu­mark­aðn­um. Brýn þörf er því á auknu fram­boði af leigu­hús­næði, bæði á veg­um al­mennra leigu­fé­laga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um og hafa það að mark­miði að sinna þörf­um tekju­lágra.

Það er ljóst að frum­varp þetta leys­ir ekki vanda þeirra ellilíeyr­is­þega sem hafa ekki at­vinnu­tekj­ur, lág­ar greiðsl­ur frá líf­eyr­is­sjóð­um og lág­ar fjár­magn­s­tekj­ur, það þarf að velja aðr­ar leið­ir fyr­ir þenn­an hóp.

vinna, en það er nauð­syn­legt að hafa þak á þessu frí­tekju­marki.

Til­urð þess­ara skrifa er að ég hlustaði á um­ræð­ur við­kom­andi laga­frum­varps og kom á óvart að það var sam­þykkt að veita því braut­ar­gengi án at­huga­semda.

Þótt sett­ar séu fram þess­ar hug­mynd­ir um bætt kjör elli­líf­eyr­is­þega eru ef­laust betri lausn­ir til og væri æski­legt að þing­menn og sér­fræð­ing­ar þjóð­ar­inn­ar legðu sig fram um að koma með lausn­ir. Ofan­greind­um sjón­ar­mið­um er hér með kom­ið á fram­færi. Það eru marg­ar leið­ir til að bæta kjör aldr­aðra, en sú leið að bjóða 1% hækk­un á per­sónu­afslætti eða kr. 580 eins og rík­is­stjórn­in býð­ur er ekki boð­legt, það væri hægt að hækka per­sónu­afslátt veru­lega og hafa hann þrepa­skipt­an eft­ir tekj­um. Nauð­syn­legt er að horfa til fram­tíð­ar því það kem­ur að því að flest­ir elli­líf­eyr­is­þeg­ar geta lif­að af greiðsl­um úr sín­um líf­eyr­is­sjóði og þurfa ekki bæt­ur frá TR.

Skrif­að 26. októ­ber 2018 af elli­líf­eyr­is­þega sem hef­ur áhyggj­ur af vel­ferð elli­líf­eyr­is­þega og þjóð­ar­bús­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.