Svik í Reykja­vík

Fréttablaðið - - MENNING - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir NIЭUR­STAÐA:

Svik

★★★ ★

Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir Út­gef­andi: JPV Fjöldi síðna: 390

Úrsúla hef­ur um ára­bil unn­ið fyr­ir al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök og er með áfalla­astreitu á háu stigi eft­ir að hafa bæði tek­ist á við ebólufar­ald­ur og skipu­lag flótta­manna­búða fyr­ir stríðs­hrjáða. Hún flyt­ur heim til Ís­lands til að geta var­ið meiri tíma með fjöl­skyldu sinni og þeg­ar sag­an Svik hefst hef­ur hún þeg­ið boð um að verða inn­an­rík­is­ráð­herra, ekki kannski al­veg það sem lækn­ir­inn fyr­ir­skip­aði en hún tek­ur starf­inu til að hafa áhrif til góðs. Í kjöl­far­ið fer af stað spenn­andi at­burða­rás þar sem flétt­ast sam­an nokkr­ar sög­ur þar til æsispenn­andi enda­punkti er náð.

Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir vex með hverri bók og hef­ur gott vald á bæði per­sónu­sköp­un og að spinna spenn­andi sögu­þráð sem held­ur les­and­an­um vel. Svik er spennu­saga þar sem við fylgj­um nokkr­um þráð­um sem all­ir koma sam­an að lok­um. Sögu­svið­ið er Reykja­vík í sam­tím­an­um en sjón­ar­horn sögu­per­sóna og borg­in sem þær búa í eru inn­byrð­is ólík. Við fylgj­umst með dag­legu lífi útigangs­manns, ungri konu sem á erfitt með að finna fót­festu í líf­inu og býr við fá­tækt, bíl­stjóra með drauma og há­leit markmið um viða­meira og merk­ing­ar­bær­ara starfs­heiti og svo auð­vit­að Úrsúlu sjálfri en í gegn­um hana fá­um við inn­sýn í dag­legt líf stjórn­mála­manns. Inn í flétt­ast svo póli­tísk­ar leik­flétt­ur, per­sónu­leg­ir harm­leik­ir og draug­ar for­tíð­ar. Sögu­tím­inn er að­eins tæp­ar þrjár vik­ur en mjög við­burða­rík­ar og spenn­an magn­ast smám sam­an uns hún nær hápunkti und­ir lok­in eins og vera ber í góðri spennu­sögu.

Hlið­ar­sög­urn­ar eru áhuga­verð­ar, ástar­ævin­týri frétta­kon­unn­ar og ungu stúlk­unn­ar kannski að­eins of fjarri að­al­sög­unni en nógu áhuga­vert til að það skemm­ir ekki fyr­ir og þá er bíl­stjór­inn einnig at­hygl­is­verð per­sóna sem minn­ir á per­sónu líf- varð­ar­ins í sam­nefnd­um bresk­um sjón­varps­þátt­um um líf­vörð sem feng­inn er til að gæta kven­ráð­herra. Úrsúla sjálf er marg­brot­in og mann­leg, úr­vinnsla henn­ar úr því sem hún hef­ur orð­ið vitni að og lýs­ing­arn­ar á líf­inu í ebólufar­aldr­in­um og svo sprengjure­gn­inu í sam­an­burði við þann hvers­dags­leika sem hún tekst á við heima eru vel gerð­ar og raun­sæj­ar án þess þó að fara dýpra í hryll­ing­inn en hæf­ir í spennu­sögu.

Sjón­varps­þætt­ir um líf kvenna í stjórn­mál­um hafa not­ið vin­sælda, sem dæmi má nefna Bor­gen og The Bo­dygu­ard sem áð­ur var vís­að í. Það er ekki erfitt a að sjá fyr­ir sér sjón­varpsþ þáttar­öð sem bygg­ir á þess­ari bók enda flétt­an og per­sónu­sköp­un­in vel ti til þess fall­in að byggja á h henni slíkt efni. Síð­asta verk Lilju Sigu urð­ar­dótt­ur var þrí­leik­ur og það væri ánægju­legt ef Sv Svik væri bara fyrsta bók­in um þess­ar per­són­ur.

Vel skrif­uð spennu­saga sem held­ur les­and­an­um við efn­ið með vel upp­byggðri fléttu og áhuga­verð­um per­són­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.