Sá sem lá­rétt­ur ligg­ur á grúfu …

Sag­an um Skarp­héð­in Dungal – sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins – er bók í bundnu máli eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son, skemmtikra­ft og skáld. Hann seg­ir hana skrif­aða fyr­ir full­orðna og börn þeirra.

Fréttablaðið - - MENNING - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir [email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Hjör­leif­ur Hjart­ar­son ólst upp á menn­ing­ar­heim­il­inu Tjörn í Svarf­að­ar­dal og því er fyrsta spurn­ing til hans: Eru all­ir skáld sem koma frá Tjörn? „Neeei, þetta er meira spurn­ing um að það sé mögu­leiki að stunda ritstörf án þess að það sé eitt­hvað upp­haf­ið. Þeg­ar fólk í kring­um mann er að skrifa er hætta á að mað­ur fari að líta á það sem eðli­lega vinnu.“

Þar sem sögu­hetj­an í nýrri bók Hjör­leifs er fluga giska ég á að hann hafi ekki set­ið við skrif­borð þeg­ar hann var að yrkja um Skarp­héð­in Dungal. Hvernig varð sú bók til? Var hann bara úti í móa að skoða flug­urn­ar?

„Já, það má segja. Ég held að hug­mynd­in hafi kvikn­að í reið­túr. Þeg­ar hest­ur skít­ur þá líða ekki nema nokkr­ar sek­únd­ur áð­ur en orð­ið er til heilt vist­kerfi í hrossa­skítn­um. Dell­an verð­ur strax þak­in gul­um flug­um en það und­ar­lega er að mað­ur sér þess­ar gulu flug­ur hvergi á sveimi í grennd­inni. Það er eins og þær bara kvikni á staðn­um.

Þetta varð til þess að ég fór að velta fyr­ir mér þessu líf­ríki. Hvað Hjör­leif­ur seg­ir hug­mynd­ina að þul­unni um Skarp­héð­in Dungal hafa kvikn­að í reið­túr.

veit svona fluga um heim­inn? Skyldi hana gruna hvað­an haug­ur­inn er kom­inn? Og hvað vit­um við þá, svona agn­arsmá í al­heim­in­um? Vit­um við eitt­hvað meira en tað­flug­an um eðli al­heims­ins?

Í fyrra gaf Hjör­leif­ur út bók um

fugla him­ins­ins, sú var sam­bland fróð­leiks og skemmt­un­ar. Þessi er það líka. Þó ekki á sama hátt. Það er létt yf­ir henni en al­var­an kraum­ar und­ir. „Sag­an um Skarp­héð­in Dungal er ekki beint nátt­úru­fræði held­ur meiri heim­speki. Hún fjall­ar

með­al ann­ars um hvað við er­um öll agn­arsmá og höf­um tak­mark­aða mögu­leika á að gera okk­ur grein fyr­ir heild­ar­mynd­inni. Það þarf að minnsta kosti að hafa mik­ið fyr­ir því. Mað­ur verð­ur að fljúga. „Því sá sem lá­rétt­ur ligg­ur á grúfu sér ekki neitt nema næstu þúfu.“Það veit Skarp­héð­inn.“

Hjör­leif­ur seg­ir sög­una um Skarp­héð­in Dungal hafa ver­ið lengi í smíð­um. Mörg ár. „Ég hef ver­ið að hlaupa í þetta verk­efni til hlið­ar við ým­is­legt ann­að. Þetta er eins og kross­gáta sem mað­ur sökkv­ir sér í öðru hvoru þeg­ar stund­ir gef­ast. Ég klár­aði þul­una suð­ur í Marokkó þar sem við dvöld­um yf­ir jól og ára­mót í hitteð­fyrra. Ég hef lít­ið les­ið upp úr bók­inni nema bara fyr­ir kon­una mína. En þetta er eins og með fleira sem ég hef feng­ist við, ég held að ég sé að skrifa fyr­ir full­orðna en svo reyn­ist það vera barna­bók. Fugl­ar er þó fyr­ir all­an ald­ur og þessi er sams kon­ar. Hún er fyr­ir full­orðna og börn­in þeirra.“

Eins og í fugla­bók­inni er það Rán Flygenring sem á heið­ur­inn af myndskreyt­ing­um. „Ég var svo hepp­inn að kynn­ast henni Rán, hef átt með henni gott sam­starf og ekki síð­ur stelp­un­um í Ang­ú­stúru og þeim í Stúd­íó stúd­íó sem ann­ast bók­ar­hönn­un­ina. Þau eru öll frá­bær­lega flink eins og sést á bók­inni,“seg­ir Hjör­leif­ur sem er stadd­ur í Reykja­víkuraka­demí­unni við Þór­unn­ar­tún þeg­ar við­tal­ið fer fram, þó lög­heim­il­ið sé að Lauga­steini í Svarf­að­ar­dal þar sem hann gef­ur út hér­aðs­frétta­blað­ið Norð­ur­slóð. „Við hjón­in bú­um fyr­ir norð­an til jafns við Reykja­vík núna,“seg­ir Hjör­leif­ur „Við er­um far­fugl­ar.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.