Fær­ir sól­ina og yl­inn inn í ís­lenskt haust­veð­ur

Fréttablaðið - - MENNING - [email protected]­bla­did.is

Mynd­list­ar­kon­an Ma­ría Dal­berg er með einka­sýn­ingu í sal á efri hæð Lista­safns Reykja­vík­ur í Hafn­ar­húsi. Sýn­ing­in ber heit­ið Suð og er þriggja rása víd­eóinn­setn­ing, ásamt prósa sem Ma­ría skrif­aði eft­ir ferð sína til Galapagos­eyja og las inn á víd­eó­verk­ið.

„Þetta var í fe­brú­ar og það var brjál­æð­is­lega mik­ill snjór dag­inn sem ég kom heim, eitt­hvert mesta fann­fergi sem hér hef­ur sést í mörg ár. Snjór­inn náði upp í mitti. Og ég sem hafði ver­ið að ganga eft­ir gyllt­um strönd­um tveim­ur dög­um áð­ur. Svo í lista­verk­inu fór ég að reyna að end­ur­skapa til­finn­ing­una fyr­ir hit­an­um, sól­inni og birt­unni,“seg­ir Ma­ría og bæt­ir við: „Þess vegna kann fólk svo vel að meta verk­ið. Ég færi sól­ina og yl­inn inn í ís­lenskt haust­veð­ur!“

Ma­ría lauk meist­ara­námi við Lista­há­skól­ann 2016 og var tek­in inn á Moskvut­víær­ing­inn mán­uði eft­ir út­skrift. Í fram­haldi af því seg­ir hún Lista­safn Reykja­vík­ur hafa boð­ið henni að sýna en þess ber að geta að sýn­ing­ar­tím­inn er brátt á enda.

Sýn­ing­in bygg­ist á víd­eó­mynd­um og lesn­um prósa­texta.

Ma­ría Dal­berg reyn­ir að end­ur­skapa gulln­ar strend­ur Galapagos­eyja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.