Og einn sá besti frá upp­hafi

World of Warcraft birt­ist heim­in­um á þess­um degi ár­ið 2004. Leik­ur­inn er spuna­leik­ur og er hluti af Warcraftse­rí­unni sem kem­ur frá tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu Blizz­ard.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

Leik­ur­inn World of Warcraft er einn vin­sæl­asti tölvu­leik­ur sem gerð­ur hef­ur ver­ið. Sam­kvæmt gamedesign­ing.com er hann í þriðja sæti yf­ir sölu­hæstu tölvu­leiki allra tíma. Að­eins Coun­terStrike og Minecraft eru vin­sælli. Þá er hann yf­ir­leitt á topp­list­um yf­ir best gerðu tölvu­leiki allra tíma. Hann er heims­met­hafi yf­ir vin­sæl­ustu svo­kall­aða MMORPG leiki og nafn­ið World of Warcraft þekkja nán­ast all­ir.

Eins og í öðr­um spuna­leikj­um búa leik­menn sér til sögu­per­sónu og taka þátt í sögu­þræð­in­um með öðr­um not­end­um. Hægt er að velja um tvö lið sem eiga í stríði og kall­ast Banda­lag­ið eða Hjörð­in. Spil­un leiks­ins fel­ur í sér að taka að sér ým­is verk­efni sem ým­ist einn eða hóp­ur­inn leys­ir.

L e i ku r i n n kom ekki til Evr­ópu fyrr en í fe­brú­ar ár­ið 2005 og hlaut gríð­ar­góð­ar við­tök­ur hér á landi sem ann­ars stað­ar. Fjöl­marg­ir aukapakk­ar og upp­færsl­ur hafa rúll­að af færi­bandi Blizz­ard síð­an leik­ur­inn kom út og mið­að við við­tal við Pat­rick Daw­son, einn af að­al­mönn­un­um á bak við WOW-leik­inn, frá því í ág­úst er ekk­ert að fara að hægj­ast um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.