Mílanó­sýn­ing Ís­lands­vin­ar

Um helg­ina hefst sýn­ing á verk­um Banksy í tísku­borg­inni Mílanó á Ítal­íu. Lista­mað­ur­inn hef­ur alltaf ver­ið nafn­laus þó marg­ir seg­ist hafa leyst gát­una um vin Jóns Gn­arr.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Bene­dikt­[email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORDICPHOTOS/GETTY

Sýn­ing­ar­gest­ir ræða sam­an fyr­ir fram­an einn hluta sýn­ing­ar­inn­ar en henni er skipt upp í fjóra hluta.

Breski lista­mað­ur­inn Banksy hef­ur ver­ið mik­ið í frétt­um hér á landi að und­an­förnu eft­ir að eitt af verk­um hans dúkk­aði upp sem póli­tískt bit­bein. Jón fékk verk­ið að gjöf sem borg­ar­stjóri en eina krafa lista­manns­ins hafði ver­ið að verk­ið héngi uppi á vegg á skrif­stofu hans í Ráð­hús­inu. Eft­ir mik­ið japl og jaml og fuð­ur ákvað Jón að farga verk­inu sem var að­eins eft­ir­prent­un.

Banksy er gjörn­ingalista­mað­ur og stund­ar veggjakrot sem er hægt að fá sem eft­ir­prent­an­ir. Upp­runa­leg­ar mynd­ir hans selj­ast þó á millj­ón­ir og jafn­vel hundr­uð millj­óna. Lista­mað­ur­inn hef­ur alltaf ver­ið nafn­laus þótt marg­ir hafi kom­ið fram með til­gátu um hver Banksy sé.

Þetta er í fyrsta sinn sem Banksy sýn­ir í sýn­ing­ar­sal en þó kem­ur fram í kynn­ingu að hann hafi ekki gef­ið form­legt leyfi fyr­ir sýn­ing­unni. MUDEC

– Mu­seo delle Cult­ure safn­ið í Mílanó verð­ur með sýn­ing­una opna til 14. apríl á næsta ári. Þarna verða um 70 verk til sýn­is, allt frá ör­litl­um mynd­um upp í risa­stóra skúlp­túra. Jón Gn­arr átti verk eft­ir Banksy en hann lét farga því. Sýn­ing­ar­gest­ur geng­ur fram hjá verk­inu Nap­alm. Ákaf­lega skemmtilegt verk.

Lista­mað­ur­inn hef­ur sjálf­ur gef­ið lít­ið fyr­ir upp­hafn­ing­una. „Ég trúi því varla að þið borg­ið há­ar upp­hæð­ir fyr­ir þetta rusl,“hef­ur Banksy skrif­að á heima­síðu sína. Í ein­um hlut­an­um er mynd­bands­verk Banksy sýnt en alls eru um 70 verk á sýn­ing­unni. Sýn­ing­ar­gest­ur skoð­ar verk­ið Mon­key Qu­een.

Sýn­ing­ar­gest­ur fyr­ir fram­an verk­ið Smiley Copp­er.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.