Frammi­stöðu...?

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Þór­ar­ins Þór­ar­ins­son­ar

Fyr­ir 69 ár­um sá Geor­ge Orwell fyr­ir þann dap­ur­lega og merk­ing­ar­lausa heim sem við byggj­um í dag og kynnti hug­tak­ið „new­speak“til sög­unn­ar í bók­inni Nítj­án hundr­uð átta­tíu og fjög­ur.

Með því að brengla og rugla merk­ingu orða og hug­taka, fletja út merk­ingu tungu­máls­ins, tókst al­ræð­is­vald­inu að lama sjálf­stæða og gagn­rýna hugs­un í dystópískri fram­tíð árs­ins 1984. Skáld­saga Orwells hef­ur sjálfsagt aldrei átt bet­ur við en núna og gæti hæg­lega bor­ið titil­inn Tvö þús­und og átján.

Dauð­hreins­un tungu­máls­ins geng­ur svo hrylli­lega vel að öf­ug­snú­inn rétt­trún­að­ur­inn er að út­rýma allri tví­ræðni og fjöri úr tungu­mál­inu. Örugg­ara að hafa þetta steindautt og leið­in­legt þannig að eng­inn þurfi nú að móðg­ast.

Þess­ar öfg­ar ganga svo langt að ekki má leng­ur segja fólki upp störf­um á manna­máli. Orð­skríp­ið „frammi­stöðu­vandi“dúkk­aði upp í um­ræð­unni í vik­unni. Eðli­lega virð­ist eng­inn þekkja merk­ingu þess enda ólík­legt að nokk­ur hugs­andi mann­eskja hafi heyrt það áð­ur, hvað þá lagt sér í munn, fyrr en seint í nóv­em­ber 2018.

Ég reyndi ár­ang­urs­laust að fletta „frammi­stöðu­vanda“upp í orða­bók­um. Rakst á frammi­við, frammí og alls kon­ar ann­að en eng­an frammi­stöðu­vanda.

Út frá sam­heng­inu datt mér helst í hug að fletta upp orð­inu „van­hæf­ur“. Og sam­kvæmt orða­bók­um merk­ir það að vera „ekki hæf­ur, ómögu­leg­ur, óhæf­ur“.

Veit ekk­ert hvort þess­ar orða­bók­ar­skil­grein­ing­ar ná ut­an um merk­ing­ar­leysi „frammi­stöðu­vanda“en eig­um við í al­vöru tal­að ekki bara að reyna að standa vörð um lág­marks heil­brigða hugs­un og reyna frek­ar að halda áfram að tala raun­veru­legt, kjarnyrt manna (kvenna og karla) mál?

BAKÞANKAR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.