Grænu bíl­arn­ir eru hjá Heklu

Ríf­lega 64% allra nýrra bíla sem Hekla hef­ur selt til ein­stak­linga það sem af er ár­inu hafa ver­ið vist­væn­ir. Það sýn­ir gríð­ar­leg­an áhuga ís­lenskra neyt­enda á vist­væn­um mögu­leik­um.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - MYND/ERNIR

„Þeg­ar lit­ið er á sölu vist­vænna bíla frá upp­hafi árs til dags­ins í dag þá ber Hekla höf­uð og herð­ar yf­ir önn­ur um­boð,“seg­ir Jó­hann Ingi Magnús­son, vörumerkja­stjóri Volkswagen.

Hekla er leið­andi í sölu vist­vænna bíla hér á landi og býð­ur fyr­ir­tæk­ið ein­stak­lega breitt úr­val af græn­um far­kost­um seg­ir Jó­hann Ingi Magnús­son, vörumerkja­stjóri Volkswagen. „Þeg­ar lit­ið er á sölu vist­vænna bíla frá upp­hafi árs til dags­ins í dag þá ber Hekla höf­uð og herð­ar yf­ir önn­ur um­boð með rúm­lega 55% markaðs­hlut­deild með­an næsta um­boð er með tæp­lega 20%. Bíl­ar frá Heklu eru þeir mest seldu í flokki ten­gilt­vinn- og met­an­bíla en þeg­ar kem­ur að hrein­um raf­magns­bíl­um verm­ir Volkswagen ann­að sæt­ið með 25% nýrra raf­magns­bíla.“

For­skot á mark­aði

Sem dæmi nefn­ir hann að vörumerki Heklu standi á bak við 62% markaðs­hlut­deild af ný­skráð­um ten­gilt­vinn­bíl­um á ár­inu auk þess sem mest seldi ten­gilt­vinn­bíll­inn á Íslandi er Mitsu­bis­hi Outland­er PHEV en tæp 40% allra seldra bíla sem ganga fyr­ir bæði raf­magni og bens­íni eru af þeirri teg­und. „Volkswagen er einnig sterkt merki þeg­ar kem­ur að ten­gilt­vinn­bíl­um með um 17% markaðs­hlut­deild ef bíla­leigu­bíl­ar eru und­an­skild­ir. For­skot Heklu er þó mest áber­andi í flokki met­an­bíla en hver einn og ein­asti met­an­bíll sem flutt­ur hef­ur ver­ið til lands­ins það sem af er ári kem­ur frá vörumerkj­um Heklu sem þýð­ir fyr­ir vik­ið 100% markaðs­hlut­deild. Skoda er þar með 65% allra seldra met­an­bíla en Volkswagen og Audi fylgja á eft­ir.“

Mik­ið úr­val

úr­val raf­magns- og met­an­bíla sé stöð­ugt að aukast. „Ten­gilt­vinn­bíll­inn Mitsu­bis­hi Outland­er PHEV hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda frá kynn­ingu hans ár­ið 2013 og er í dag mest seldi bíll­inn á Íslandi. Nýr Outland­er PHEV var frum­sýnd­ur í sept­em­ber en hann stát­ar nú af enn meiri spar­neytni og bætt­um akst­ur­seig­in­leik­um, aukn­um af­köst­um, end­ur­bættu aldrifi og meiri þæg­ind­um á öll­um svið­um.

Volkswagen e-Golf hef­ur sleg­ið í gegn síð­ustu ár og mark­að­ur­inn hef­ur þró­ast í að drægi raf­magns­bíla er orð­ið nægt fyr­ir flest ís­lensk heim­ili. Val­ið stend­ur ekki ein­göngu um hvaða bíll er með stærstu raf­hlöð­una eins og áð­ur. Ten­gilt­vinn­bíl­arn­ir Golf GTE og Passat GTE eru líka sterk­ir hjá Volkswagen en eins og Outland­er PHEV ganga þeir fyr­ir bæði raf­magni og bens­íni. Audi býð­ur einnig tvo ten­gilt­vinn­bíla; Audi A3 e-tron og Q7 e-tron svo það er nóg úr­val.“

Allt önn­ur upp­lif­un

Jó­hann seg­ir að í um­ræð­unni um raf­magns­bíla sé gjarn­an ein­blínt ein­göngu á drægi í stað þess að skoða aðra akst­ur­seig­in­leika og gæði. „Það er bráð­skemmti­legt að keyra raf­magns­bíla og upp­lif­un­in allt önn­ur en með hefð­bundna bens­ín- eða dísil­bíla. Tengj­an­leiki nýrra bif­reiða í dag er orð­inn meiri en áð­ur og hef­ur Volkswagen til að mynda þró­að app­ið Car-Net fyr­ir raf­magns­bíl­ana sína en það­an má til að mynda skoða stöðu á hleðslu, finna bíl­inn á stór­um bíla­stæð­um og auð­vit­að hita bíl­inn á köld­um vetr­armorgn­um.“ Audi e-tron quattro í fram­leiðslu. Volkswagen ID.

Framúr­stefnu­leg hönn­un

Á döf­inni hjá Volkswagen er kynn­ing á nýrri ID línu en þeir munu fara í for­sölu snemma á næsta ári. Þetta er ný lína raf­magns­bíla sem er í öll­um stærð­ar­flokk­um frá Volkswagen en eiga það sam- eig­in­legt að vera framúr­stefnu­leg­ir í út­liti, hönn­un og drægi seg­ir Jó­hann Ingi. „Einnig sjá­um við skemmti­lega aukn­ingu í met­andrifn­um bíl­um á nýju ári sem við telj­um að eigi mik­ið inni á ís­lensk­um bíla­mark­aði. Met­an­stöðv­um hef­ur fjölg­að og von­andi verð­ur far­ið í frek­ari upp­bygg­ingu á næstu ár­um til að full­nýta þessa ís­lensku vist­vænu orku. Á næsta ári mun­um við bjóða upp á nýj­an Volkswagen Golf TGI og Skoda Octa­via G-Tec en ný Octa­via mun til að mynda bjóða upp á allt að 480 km drægi á hrein­um met­anakstri.“

Mik­il eft­ir­vænt­ing

Á þess­ari stundu er nýj­asta af­urð Audi á leið­inni til lands­ins en það er hinn nýi Audi e-tron quattro sem beð­ið hef­ur ver­ið eft­ir með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. Um er að ræða 100% raf­magns­drif­inn og fjór­hjóla­drif­inn sportjeppa sem end­ur­spegl­ar Audi á öld raf­bíls­ins, bæði að inn­an og ut­an, seg­ir Jó­hann Ingi. „For­sala hófst fyr­ir nokkr­um mán­uð­um á audi.is sem hef­ur far­ið fram úr vænt­ing­um okk­ar. Sýn­ing­arein­tak er á leið­inni til lands­ins og við mun­um frum­sýna Audi e-tron quattro í des­em­ber en við ger­um ráð fyr­ir að fyrstu bíl­arn­ir komi á göt­una á vor­mán­uð­um 2019. Það eru æsispenn­andi tím­ar fram und­an og mik­ið af nýj­ung­um sem líta dags­ins ljós á næstu mán­uð­um. Það er nokk­uð ljóst að fram­leið­end­ur okk­ar eiga mik­ið inni sem mun tryggja áfram­hald­andi for­skot okk­ar sem vist­vænt bílaum­boð,“seg­ir Jó­hann Ingi að lok­um.

Það er bráð­skemmti­legt að keyra raf­magns­bíla og upp­lif­un­in allt önn­ur en með hefð­bundna bens­ín­eða dísil­bíla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.