Fleiri jarð­ir í sigt­inu

Fréttablaðið - - +PLÚS -

Vopna­fjarð­ar­hrepp­ur er eig­andi að einni jörð sem ligg­ur að Hofsá og á veiði­hlunn­indi að ánni. Sú jörð heit­ir Þor­brands­stað­ir og komst í eigu sveit­ar­fé­lags­ins fyr­ir nokkr­um ár­um. Sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur haft vitn­eskju um að Ja­mes Ratclif­fe og/eða Jó­hann­es Krist­ins­son séu til­bún­ir til að kaupa jörð­ina á dá­góð­an skild­ing. Þarna hafa íbú­ar einnig séð að hægt væri að nýta ágóða af sölu jarð­ar­inn­ar til þess að byggja téða sund­laug í pláss­inu.

Þeir íbú­ar sem Fréttablað­ið tal­aði við í gær segja að gömlu Vopn­firð­ing­arn­ir yrðu vafa­lít­ið af­ar ósátt­ir við að jörð­in yrði seld þar sem hrepp­ur­inn hafi feng­ið jörð­ina gegn því lof­orði að hún yrði ekki seld úr sveit­ar­fé­lag­inu.

Komi til­boð í jörð­ina er tal­ið lík­legt að íbú­ar fái að koma að mál­inu í beinni kosn­ingu um hvort jörð­in skuli seld eða ekki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.