Fréttablaðið : 2018-11-23

KYNNINGARB­LAÐ : 79 : 2

KYNNINGARB­LAÐ

2 KYNNINGARB­LAÐ VISTVÆN ÖKUTÆKI FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Þetta er ekki endilega spurning um að leggja sem stærsta heimtaug heldur að stýra notkuninni. Framhald af forsíðu dæmi: „Það er til dæmis gert með því að sjá til þess að allir séu ekki að hlaða og elda á sama tíma.“Í nýjum höfuðstöðv­um EFLU að Lynghálsi 4 var þetta haft að leiðarljós­i. „Við erum ekki með mjög stóra heimtaug en stýrum notkuninni yfir daginn,“upplýsir Sigurður og segir fólk þurfa að koma sér upp slíku kerfi. Aðspurður segir hann nú þegar mörg vel heppnuð dæmi um það hér á landi. Sigurður segir það geta verið kostnaðars­amt að leggja nýjar lagnir að eldri húsum með tilheyrand­i greftri og bendir á að í staðinn geti fyrirtæki boðið starfsmönn­um upp á að hlaða í vinnunni svo dæmi sé nefnt. Auðvelt er að halda utan um raforkunot­kun hvers og eins með einföldum hugbúnaði sem nú þegar er í notkun hér á landi. Aðgerðaáæt­lun stjórnvald­a gerir ráð fyrir að Ísland verði kolefnalau­st árið 2040. Veigamikil­l þáttur í þeirri áætlun er að landsmenn skipti yfir í vistvæn ökutæki en til að svo geti orðið þarf að vinna mikla undirbúnin­gsvinnu, sem EFLA kemur að á ýmsum stigum. Þess ber að geta að bílum sem ganga fyrir vetni hefur fjölgað á Íslandi. Í framtíðinn­i mun vetnistækn­i í bílum þróast meira og koma sterkar inn á markaðinn. Hluti af heildarmyn­dinni er líka að gera fólki kleift að velja aðra samgönguko­sti og vinnur Bryndís með arkitektum og yfirvöldum við útfærslu og hönnun uppbygging­arsvæða með það að markmiði að gera fólki auðveldara að nota einkabílin­n í minni mæli. Má þar nefna að leggja hjólastíga, góðar gönguleiði­r, auka vægi almennings­samgangna og annað í þeim dúr enda er margt í samgönguke­rfinu sem rafbílar munu ekki leysa einir og sér. „Eins erum við að horfa til lausna eins og að samnýta bílastæði innan uppbygging­arreita en slíkar lausnir sjást í auknum mæli erlendis. Þá eru ekki sett niður bílastæði fyrir utan ➛ E FLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarf­yrirtæki sem veitir fjölbreytt­a þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélög. Þá er lögð rík áhersla á nýjungar og þróun. EFLA setur umhverfism­ál og samfélagsl­ega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisá­hrif. „Það ætti ekki að koma á óvart að orkuskipti­n standa okkur nærri. Við viljum stuðla að því að hægt sé að gera bílaflota landsmanna vistvænan en líka að fólki sé gert auðveldara að nýta aðra kosti með hinum ýmsu skipulagsu­mbótum. Í því sambandi höfum við unnið með sveitarfél­ögum og fyrirtækju­m í því að marka stefnu varðandi skipulagsm­ál, samgöngumá­l, umhverfism­ál, byggingarh­önnun og útfærslur vegna hleðslumál­a svo eitthvað sé nefnt,“segir Bryndís Friðriksdó­ttir samgönguve­rkfræðingu­r. „Hvað rafmagns- og tvinnbílan­a varðar er okkar aðkoma aðallega fólgin í því að veita ráðgjöf um hentugar hleðslulau­snir, en þær eru svipaðar fyrir báðar tegundir bíla þó rafmagnsbí­larnir taki inn á sig talsvert meiri raforku. Í nýbyggingu­m er gert ráð fyrir rafbílahle­ðslum en í eldri húsum og fjölbýlish­úsum getur þurft að fjárfesta í stýrikerfi eða leggja nýja rafmagnshe­imtaug,“segir rafmagnstæ­knifræðing­urinn Sigurður Grímsson, sem veitir viðskiptav­inum ráð við val á hleðslulau­snum og stýringu þeirra. Þar sem rafmagnsla­gnir að hleðslustö­ðum eru fyrir hendi segir hann yfirleitt næga orku í rafdreifik­erfinu. „Það er því ekki endilega spurning um að leggja sem stærsta heimtaug heldur að stýra notkuninni,“útskýrir Sigurður og nefnir Sigurður Grímsson hvert hús heldur reynt að samnýta stæði með verslunar- og þjónustukj­örnum í kring þar sem nýtingarþö­rfin er önnur. Þar eru bílar yfir daginn á meðan íbúar eru í vinnu en yfirleitt horfnir á kvöldin þegar íbúar koma heim. Með þessu móti má líka spara landsvæði og nýta það undir eitthvað skemmtileg­t,“segir Bryndís. Bryndís segir margt vera að breytast í þjóðfélagi­nu sem kallar á að lausnir sem þessar verði almennari. „Unga fólkið sem kemur að utan úr námi er til að mynda opið fyrir breyttum lífsstíl. Þá verður krafan um hagkvæmara húsnæði sífellt meiri en ein leið til að verða við því er að byggja minni íbúðarhús án bílastæða og bjóða í staðinn upp á aðgang að deilibílum og góðum tengingum við vistvæna samgöngumá­ta. Slíkt húsnæði er góður kostur fyrir fólk sem vill ekki reka bíl, en því fjölgar stöðugt, og það þarf þá ekki að borga fyrir stæði sem það er ekki að nýta.“ Aðkoma EFLU að umhverfis- og samgöngumá­lum er af ýmsu tagi og hafa starfsmenn stofunnar til að mynda aðstoðað fyrirtæki og sveitarfél­ög í að marka sér stefnu í samgöngumá­lum til að draga úr notkun einkabílsi­ns, finna kolefnissp­or sitt og halda bókhald um það svo fátt eitt sé nefnt. „Styrkur okkar felst í því að hér vinnur breiður hópur fólks með ólíka menntun og því hægt að sækja alla ráðgjöf á einn stað.“ Torg ehf. Kristín Þorsteinsd­óttir [email protected]­id.is, s. 512 5429 frettablad­id.is Útgefandi: Ábyrgðarma­ður: Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsso­n, Veffang: PRINTED AND DISTRIBUTE­D BY PRESSREADE­R PressReade­r.com +1 604 278 4604 . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY ORIGINAL COPY COPYRIGHT AND PROTECTED BY APPLICABLE LAW

© PressReader. All rights reserved.