Lim­ur í stað Trumps for­seta

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Wikipedia-síð­unni fyr­ir Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, var breytt í gær og að­al­mynd­inni af for­set­an­um skipt út fyr­ir mynd af getn­að­ar­lim. Breyt­ing­in var ekki lengi í loft­inu og síð­an færð fljót­lega aft­ur í upp­runa­legt horf. Þar sem getn­að­ar­lim­ur­inn var ein­ung­is stað­geng­ill for­seta í stutta stund urðu fæst­ir gest­ir síð­unn­ar var­ir við breyt­ing­una.

Eig­end­ur iPho­ne-síma tóku öllu bet­ur eft­ir breyt­ing­unni. The Ver­ge greindi frá því að vel eft­ir að skipt var aft­ur um mynd hefði téð­ur reð­ur birst þeg­ar sta­f­ræni að­stoð­ar­mað­ur­inn Siri var spurð­ur út í for­set­ann. Siri nýt­ir Wikipedia til að svara spurn­ing­um og því fylgdi mynd­in með.

Við­brögð bæði Apple og Wikipedia voru þó snögg, mynd­in var fjar­lægð og svör­um hins sta­f­ræna að­stoð­ar­manns breytt. Þá setti Wikipedia spell­virkj­ana í ævi­langt bann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.