Sigla blind­andi í ólgu­sjó heims­far­ald­urs

Mikl­ar áskor­an­ir fylgja hnatt­ræn­um far­aldri syk­ur­sýki 2. Vís­inda­menn telja að syk­ur­sjúk­um muni fjölga um 100 millj­ón­ir fyr­ir ár­ið 2030. Yfir­lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir ekki hægt að búa til áætl­un fyr­ir syk­ur­sýki á Íslandi enda vanti upp­lýs­ing­ar um um­fang v

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - kjart­[email protected]­bla­did.is

Hnatt­ræn eft­ir­spurn eft­ir insúlíni til með­höndl­un­ar við syk­ur­sýki 2 mun aukast um 20 pró­sent á næstu 12 ár­um. Verði ekki grip­ið til að­gerða til að mæta þess­ari eft­ir­spurn er lík­legt að um 80 millj­ón­ir manna – að­al­lega í lönd­um Afríku, As­íu og á Kyrra­hafs­eyj­um – muni ekki hafa stöð­ugt að­gengi að insúlíni und­ir loks næsta ára­tug­ar.

Þetta kem­ur fram í nið­ur­stöð­um nýrr­ar rann­sókn­ar á veg­um vís­inda­manna við St­an­ford-há­skóla og Gen­far­há­skóla. Nið­ur­stöð­urn­ar voru birt­ar í lækna­rit­inu Lancet í vik­unni. Vís­inda­menn­irn­ir fram­reikn­uðu hnatt­rænt ný­gengi syk­ur­sýki 2 til árs­ins 2030 með því að rýna í gögn Al­þjóða­sam­taka syk­ur­sjúkra og rann­sókn­ar­gögn úr 14 hóp­rann­sókn­um, sem sam­an­lagt taka til 60 pró­senta þeirra sem glíma við sjúk­dóm­inn í heim­in­um í dag.

Nið­ur­stöð­urn­ar gefa til kynna að full­orðn­um ein­stak­ling­um sem glíma við syk­ur­sýki 2 muni fjölga um fimmt­ung á næstu 12 ár­um, úr 406 millj­ón­um manna í ár í 511 millj­ón­ir ár­ið 2030. Af þeim mun rúm­lega helm­ing­ur búa í þrem­ur lönd­um; Kína, Indlandi og Banda­ríkj­un­um.

Syk­ur­sýki er lang­vinn­ur og ólækn­andi efna­skipta­sjúk­dóm­ur sem ein­kenn­ist af blóð­syk­ur­hækk­un vegna rösk­un­ar á insúlí­n­virkni, ónógri fram­leiðslu insúlí­ns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 pró­sent allra til­fella syk­ur­sýki eru af teg­und 2. Offita er sterk­asti breyt­an­legi áhættu­þátt­ur syk­ur­sýki.

Sam­hliða auknu ný­gengi mun eft­ir­spurn eft­ir insúlíni – sem nauð­syn­legt er fyr­ir þá sem glíma við syk­ur­sýki 1 og 2 ef forð­ast á fylgi­kvilla á borð við blindu, nýrna­bil­un, slag og aflimun – aukast gríð­ar­lega, eða úr 526 millj­ón­um skammta ár­ið 2016 í 634 millj­ón­ir ár­ið 2030.

„Vegna hækk­andi ald­urs, þétt­býl­is­mynd­un­ar og breyta sem tengj­ast mataræði og hreyf­ingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við syk­ur­sýki 2,“sagði Sanjay Ba­su, að­al­höf­und­ur og pró­fess­or við St­an­ford-há­skóla. „Víða um heim er insúlín af skorn­um skammti, þrátt fyr­ir markmið Sa­mein­uðu þjóð­anna um að berj­ast gegn lang­vinn­um ekki-smit­andi sjúk­dóm­um sem hægt er að koma í veg fyr­ir.“

Nið­ur­stöð­urn­ar eru birt­ar með nokkr­um fyr­ir­vör­um, t.d. er varða breyt­ing­ar á mataræði og hreyf­ingu fólks. Lífs­stíls­breyt­ing­ar gætu haft já­kvæð eða nei­kvæð áhrif á ný­gengi.

Í ít­ar­efni rann­sókn­ar­inn­ar kem­ur fram að áætl­að­ur fjöldi þeirra sem glíma við syk­ur­sýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúm­lega þrjú

þús­und manns og í 20.689 (14.31626.110) á næstu 12 ár­um.

Þrátt fyr­ir að skýr­ar vís­bend­ing­ar séu um að ný­gengi syk­ur­sýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða ann­ars stað­ar í heim­in­um, er í raun minna vit­að um far­alds­fræði sjúk­dóms­ins hér á landi en mögu­legt væri.

„Vanda­mál­ið okk­ar er að við höf­um ekki að­gengi­leg áreið­an­leg gögn. Okk­ur sár­vant­ar ný gögn til að geta gert áætlan­ir um heil­brigð­is­þjón­ust­una,“seg­ir Rafn Bene­dikts­son, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands og yfir­lækn­ir innkirtla­deild­ar Land­spít­ala.

Rafn var formað­ur starfs­hóps sem skil­aði í apríl síð­ast­liðn­um skýrslu um við­brögð við vax­andi ný­gengi syk­ur­sýki á Íslandi. Í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar er mik­il­vægi mið­lægr­ar skrár um syk­ur­sýki ít­rek­að: „Án gagna­grunns eru ein­fald­lega eng­ar und­ir­stöð­ur.“

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur fjall­að um til­lög­ur starfs­hóps­ins. Embætti land­lækn­is hef­ur ver­ið fal­ið að meta kostn­að við að koma syk­ur­sýk­is­skrá á fót.

Ör­vandi lyf eru kostn­að­ar­sam­asti lyfja­flokk­ur­inn hjá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands og var ár­ið 2016 799 millj­ón­ir króna. Þar á eft­ir koma lyf við syk­ur­sýki þar sem kostn­að­ur var 615 millj­ón­ir króna.

„Lyf við syk­ur­sýki eru næst­dýr­asti lyfja­flokk­ur­inn hér á Íslandi. Það er lít­ið tal­að um það, og fólk ger­ir sér lík­lega al­mennt ekki grein fyr­ir um­fangi vand­ans og því síð­ur hvert þetta stefn­ir.“

Rafn tel­ur gæta sinnu- og stefnu­leys­is af hálfu stjórn­valda í mála­flokkn­um. „Ég hef tal­að um þetta við ýmsa að­ila inn­an kerf­is­ins síð­ustu 10 til 15 ár – en oft­ast mætt litl­um skiln­ingi“seg­ir Rafn.

„Það vant­ar al­gjör­lega um­gjörð, stefnu­mót­un, áætlana­gerð og fjár­mögn­un á þessu sviði. Við eig­um reynd­ar fullt af gögn­um sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipu­lögð­um hætti og gera svo áætlan­ir sem verða að að­gerð­um.“

Ekki eru til nægi­lega traust­ar upp­lýs­ing­ar um far­alds­fræði syk­ur­sýki á Íslandi.

NORDICPHOTOS/GETTY

Notk­un insúlí­ns mun aukast veru­lega í heim­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.