Biðja um að Hu­awei verði snið­geng­ið

Bandaríkin biðja banda­menn um að versla ekki við kín­verska tækn­iris­ann. Eru viss um að Hu­awei stundi njósn­ir fyr­ir kín­verska rík­ið og ótt­ast árás­ir á tölvu­kerfi hins op­in­bera í ríkj­um sem nota net­bún­að Hu­awei.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR TÆKNI - NORDICPHOTOS/GETTY [email protected]­bla­did.is

Rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna reyn­ir um þess­ar mund­ir að telja banda­menn sína á að hætta notk­un net­bún­að­ar frá kín­verska tæknifyr­ir­tæk­inu Hu­awei. Wall Street Journal greindi frá mál­inu í gær en heim­ild­ar­menn mið­ils­ins stað­festu að banda­rísk­ir er­ind­rek­ar hefðu átt fundi með Þjóð­verj­um, Japön­um og Kín­verj­um um mál­ið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða banda­mönn­um fjár­hags­lega að­stoð í skipt­um fyr­ir að snið­ganga kín­verska fyr­ir­tæk­ið.

Tæknifyr­ir­tæk­ið hef­ur orð­ið fyr­ir ýms­um þving­un­um í Banda­ríkj­un­um. Op­in­ber­ar stofn­an­ir mega ekki nota net­bún­að frá fyr­ir­tæk­inu og versl­an­ir mega ekki selja snjallsíma þess.

Hu­awei er að nafn­inu til í eigu starfs­manna en ítök kín­versku rík­is­stjórn­ar­inn­ar inn­an fyr­ir­tæk­is­ins eru mik­il. Því er ótt­ast að vör­ur Hu­awei séu not­að­ar til þess að njósna um eig­end­ur. Stjórn­end­ur Hu­awei hafa alla tíð neit­að þess­um ásök­un­um en yf­ir­menn FBI, CIA og annarra banda­rískra ör­ygg­is­stofn­ana eru langt frá því að vera sann­færð­ir.

Banda­ríkja­menn hafa áhyggj­ur af því að bún­að­ur­inn sé not­að­ur í ríkj­um þar sem Banda­ríkja­her er með her­stöðv­ar. Yf­ir­völd í Kína gætu, að því er Banda­ríkja­stjórn trú­ir, ráð­ist á tölvu­kerfi rík­is­stjórna banda­lags- Frá kynn­ingu á Hu­awei Ma­te 20 Pro. Þótt sím­inn sé glæsi­leg­ur fæst hann ekki í Banda­ríkj­un­um.

ríkja og stol­ið upp­lýs­ing­um. Hér á landi má til að mynda kaupa vör­ur Hu­awei í El­ko, hjá Nova og Sím­an­um.

Tals­mað­ur Hu­awei sagði í svari

við fyr­ir­spurn Wall Street Journal að fyr­ir­tæk­ið væri undr­andi á hegð­un banda­rísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Hu­awei trú­ir því að við­skipta­vin­ir okk­ar

taki rétta ákvörð­un og byggi hana á eig­in dómgreind og reynsl­unni af sam­starf­inu við Hu­awei.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.