Leik­ur að lífi

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

At­hygl­is­vert sam­tal fór fram í bresk­um spjall­þætti á dög­un­um. Þátta­stjórn­and­inn, Jeremy Vine – þekkt­ur fyr­ir að fara allra sinna ferða á reið­hjóli – ræddi hjól­reið­ar við vel valda gesti. Ein þeirra full­yrti að hjól­reiða­menn væru pláss­frek­ir á göt­un­um, og þyrftu að taka til­lit til þeirra sem nota aðra far­ar­skjóta. Eink­um bíl­stjóra.

Ann­ar sagði ótrú­legt að öku­menn kvört­uðu yf­ir hjól­reiða­fólki. Stað­reynd­in væri sú að í Bretlandi lét­ust þús­und­ir ár­lega í um­ferð­ar­slys­um, þar ríkti offitufar­ald­ur og sann­að væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bíl­um glímdu frek­ar við þung­lyndi en þeir sem nota aðra far­ar­skjóta. Nær væri að verð­launa hjól­reiða­menn en út­hrópa þá.

Þetta er lauk­rétt. Fyr­ir ligg­ur að einka­bíll­inn er senni­lega stærsta vanda­mál­ið í borg­ar­skipu­lagi nú­tím­ans. Stað­reynd er að einka­bíll­inn meng­ar ekki bara, held­ur ýt­ir und­ir lífs­stíl sem ein­kenn­ist af hreyf­ing­ar­leysi, ofáti og inni­veru. Bíll­inn er auð­vit­að góð­ur og þægi­leg­ur far­ar­skjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð sam­göngu­kerf­is í nú­tíma­borg er hann bein­lín­is skað­leg­ur.

Þetta ætti að blasa við öll­um sem kynna sér mál­ið. Það vill gleym­ast í um­ræðu um upp­bygg­ingu svo­kall­aðr­ar borg­ar­línu hvað það kost­ar að halda áfram að byggja upp sam­göngu­kerfi, sem ein­blín­ir á einka­bíl­inn. Hversu mik­ið af verð­mætu landi fer und­ir bíla­stæði til að mæta fólks­fjölg­un? Hvaða nauð­syn­legu vega­fram­kvæmd­ir og úr­bæt­ur þarf að ráð­ast í til að mæta stór­aukn­um bíla­fjölda?

Í Reykjavík virð­ast sum­ir hægri sinn­að­ir póli­tík­us­ar líta á það sem sér­stakt hlut­verk sitt að standa vörð um einka­bíl­inn og raun­ar flug­völl í miðju borg­ar­land­inu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hef­ur fund­ið það út að þetta sé sér­stök hægrieða frjáls­lynd­is­stefna.

Í er­lend­um stór­borg­um hafa tveir af hægri­sinn­uð­ustu meg­in­straums­stjórn­mála­mönn­um sam­tím­ans átt þátt í að byggja upp nýtt sam­göngu­kerfi. Michael Bloom­berg í New York hef­ur leitt stór­aukna áherslu á hjól­reið­ar. Og Bor­is John­son í London lagði „hrað­braut­ir“fyr­ir hjól­reiða­fólk. Hann gekk skref­inu lengra með því að hækka veru­lega vegatolla á öku­menn sem vill­ast inn í mið­borg­ina á einka­bíln­um.

Sum­ir hér­lend­ir hægri­menn virð­ast hafa gleymt því að kjarni hægri­stefn­unn­ar er að fólk á að hafa frelsi til at­hafna svo lengi sem það skað­ar ekki aðra. Einka­bíll­inn er þeirr­ar gerð­ar að hann skemm­ir út frá sér og hef­ur ým­is óæski­leg áhrif. Því er óskilj­an­legt að sum­ir stjórn­mála­menn telji það sér­staka köll­un sína að hygla einka­bíln­um um­fram aðra sam­göngu­máta sem ekki eru jafn skað­leg­ir.

Stjórn­mála­menn þurfa að hafa hug­rekki til að leggja fram hug­mynd­ir og fylgja þeim eft­ir, en stökkva ekki enda­laust eft­ir kredd­um í bakland­inu.

Einka­bíll­inn er ekki fram­tíð­ar­ferða­máti í nú­tíma­borg. Al­veg sama hversu oft frek­ir kall­ar af báð­um kynj­um tönnlast á því.

Ár­ið 2009 lést Harry nokk­ur Patch, pípu­lagn­inga­mað­ur frá Somer­set á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venju­leg­ur mað­ur. Hann vann við iðn sína uns hann sett­ist í helg­an stein 65 ára, hann kvænt­ist og eign­að­ist tvo syni. Það var ekki fyrr en síð­ustu ævi­ár­in sem frægð­ar­stjarna hans fór að skína.

Harry hætti í skóla 15 ára og gerð­ist lær­ling­ur hjá pípu­lagn­inga­meist­ara. En inn­an við ári síð­ar hófst fyrri heims­styrj­öld­in. Harry var átján ára þeg­ar hann var kvadd­ur í her­inn. Það var á nítj­ánda af­mæl­is­dag­inn hans sem hann mætti í skot­graf­irn­ar í Belg­íu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þrem­ur mán­uð­um síð­ar særð­ist hann þeg­ar sprengi­kúla sprakk yf­ir hon­um og fé­lög­um hans. Þrír bestu vin­ir hans lét­ust.

Harry neit­aði alltaf að tjá sig um stríð­ið. Hann tal­aði ekki einu sinni um það við eig­in­konu sína og börn. En þeg­ar hann varð hundrað ára og rík­is­stjórn­ir þeirra landa sem mynd­uðu fylk­ingu Banda­manna í heims­styrj­öld­inni tóku að kepp­ast við að heiðra hann fyr­ir fram­lag sitt ákvað hann að leysa frá skjóð­unni.

Harry Patch tók við öll­um orð­un­um og heið­ur­s­nafn­bót­un­um sem á hann voru hengd­ar. En við­hafn­ar­ræð­ur hans voru langt frá því að vera það inn­an­tóma orða­gjálf­ur sem tíðk­að­ist um mik­il­vægi styrj­ald­ar­inn­ar og hetju­skap her­mann­anna. „Stjórn­mála­menn hefðu sjálf­ir átt að taka byss­ur sín­ar og út­kljá ágrein­ing sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipu­lagðra fjölda­morða,“sagði hann og út­húð­aði stétt þeirra sem hengdu á hann orð­urn­ar. „Stríð­ið var til­gangs­laust. Öll stríð eru til­gangs­laus. Hvers vegna ætti bresku rík­is­stjórn­inni að vera heim­ilt að hafa sam­band við mig og senda mig út á víg­völl­inn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem tal­ar tungu­mál sem ég kann ekki?“

Stjórn­mál og fót­bolti

Fyr­ir viku sat ég á veit­inga­húsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mik­ið skraf­að og skegg­rætt. En allt í einu and­varp­aði einn í hópn­um og spurði: „Við er­um kom­in alla leið­ina til London; hvernig stend­ur á að við höf­um ekki tal­að um ann­að en ís­lenska póli­tík í allt kvöld?“Ég hugs­aði mig um. Svo svar­aði ég: „Stjórn­mál eru okk­ar fót­bolti.“

Oft virð­ast stjórn­mál eins og leik­ur. Á yf­ir­borð­inu snú­ast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á and­stæð­ing­um.

Fyrr í mán­uð­in­um var þess minnst að hundrað ár eru lið­in frá lok­um fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Þeg­ar Harry Patch lést var hann síð­asti eft­ir­lif­andi breski her­mað­ur­inn sem bar­ist hafði í fyrri heims­styrj­öld­inni. Harry áfelld­ist stjórn­mála­menn fyr­ir að hafa hrund­ið henni af stað af víta­verðu gá­leysi. Það var ekki líf stjórn­mála­manna sem lá við á víg­vell­in­um. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á fé­laga sína sprengda í loft upp „svo ekk­ert var eft­ir af þeim“. Fyr­ir stjórn­mála­mönn­um voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyr­ir þeim var þetta leik­ur.

For, for og meiri for

Stjórn­mál eru ekki fót­bolti. Þau eru hins veg­ar leik­ur – leik­ur að lífi fólks.

Þeg­ar fram­lög sem ráð­gerð hafa ver­ið í fjár­laga­frum­varpi til ör­yrkja eru lækk­uð um millj­arð er ekki að­eins um tölur í Excel að ræða held­ur munu mann­eskj­ur af holdi og blóði líða fyr­ir. Þeg­ar ekki er fjár­fest í hjúkr­un­ar­rými þarf 92 ára al­var­lega slös­uð kona að liggja í rúmi inni á sal­erni Land­spít­al­ans með kúa­bjöllu við hönd. Þeg­ar af­slátt­ur af veiði­leyf­a­gjaldi, eðli­legri greiðslu fyr­ir nýt­ingu á sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna, er snar­auk­inn þurfa aðr­ir að stoppa í gat­ið úr eig­in pyngju.

Áð­ur en Harry Patch lést heim­sótti hann víg­völl­inn í Belg­íu þar sem hann særð­ist ára­tug­um fyrr. Þar sem hann sat í hjóla­stól og horfði yf­ir grasi­vaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekk­ert ann­að en for, for og meiri for – blönd­uð blóði.“

Þeg­ar horft er yf­ir póli­tískt lands­lag á Íslandi virð­ist það stund­um sama for­ar­svað og víg­völl­ur­inn forð­um – bland­að blóði þeirra sem stjórn­völd fórn­uðu í Exc­elskjali dags­ins eins og peði í tafli.

Sum­ir hér­lend­ir hægri­menn virð­ast hafa gleymt því að kjarni hægri­stefn­unn­ar er að fólk á að hafa frelsi til at­hafna svo lengi sem það skað­ar ekki aðra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.