Brot úr köfl­um bók­ar­inn­ar

Fréttablaðið - - HELGIN -

Brot úr kafl­an­um: Al­heimstán­ing­ur­inn Henny Her­manns­dótt­ir

Fyrsti áfanga­stað­ur var Kaup­manna­höfn þar sem Henny gisti eina nótt og svo var hald­ið til Pa­rís­ar. Þar áttu all­ar evr­ópsku stelp­urn­ar og stúlk­an frá Kongó að hitt­ast, áð­ur en hald­ið skyldi af stað í þessa æv­in­týra­legu lang­ferð. Henny lenti á Char­les de Gaulle-flug­vell­in­um ásamt danska kepp­and­an­um sem Henny hafði hitt í Kaup­manna­höfn. Það­an héldu þær á stórt hótel rétt við flug­völl­inn.

And­dyri hót­els­ins var troð­fullt af feg­urð­ar­drottn­ing­um. Svaka­lega flott­um skvís­um með „make-up box“á mörg­um hæð­um.

„Mér brá al­veg svaka­lega. Mér brá þeg­ar ég kom á Hótel Loft­leið­ir, en þetta! Þetta var skelfi­legt. Hvert var ég kom­in?

Til að bæta enn á skelf­ing­una mætti Ung­frú Frakk­land í síðri rúskinn­skápu með hatt í stíl.

„Það var reim í hatt­in­um og hann hékk um háls­inn á henni, þú veist svona kæru­leys­is­lega aft­ur á bak.“

Þetta fór al­veg með það! Henny laum­aði hekl­aða pott­lok­inu sínu of­an í tösku þar sem það fékk að dúsa það sem eft­ir lifði ferð­ar. Hvernig hafði henni dott­ið í hug að hún væri smart og flott? Hún hafði ekk­ert í þenn­an sam­an­burð.

Henny flaug af stað frá Frakklandi ásamt 22 öðr­um kepp­end­um. Fyrsti við­komu­stað­ur var London þar sem þær fóru í mynda­tök­ur Henny var strax um­hug­að um að segja mömmu sinni og pabba frá því sem fyr­ir bar og fyrsta bréf ferð­ar­inn­ar var skrif­að um leið og hún náði í bréfs­efni og penna. Hún vissi sem var að bresk­ir blaða­ljós­mynd­ar­ar höfðu mynd­að þær á flug­vell­in­um og það var ekki al­veg úti­lok­að að ein­hverj­ar mynd­ir hefðu borist til Ís­lands.

„Já, vel á minnst, get­ið þið ekki kíkt í ensk blöð sem fást hjá Ey­munds­son og séð hvort það eru ekki mynd­ir? Það var tek­ið fullt af mynd­um af okk­ur. Ann­ars líð­ur mér vel. Verð að fara að sofa. Bú­in að vaka í tvo sól­ar­hringa.

Ykk­ar Henny.“

Eft­ir stutta dvöl í London var ferð­inni hald­ið áfram. Flog­ið var yf­ir norð­ur­pól­inn til Anchorage í Alaska og því næst var stefn­an tek­in á Jap­an.

Henny vissi lít­ið sem ekk­ert um Jap­an þeg­ar hún lenti loks í Tókýó. Hún þekkti heim­inn að mestu í gegn­um svart­hvítt sjón­varp og þó að hún væri bú­in að spáss­era um Ráð­hús­torg­ið í Kaup­manna­höfn og hefði kynnst mann­líf­inu á Picca­dilly í London, var þetta ekki vit­und líkt þeim út­lönd­um. Mót­töku­nefnd tók á móti stúlk­un­um þeg­ar þær lentu og því næst var ek­ið af stað í rútu.

Brot úr kafl­an­um: Allt stefn­ir í rétta átt

Kvöld eitt þeg­ar Henny var að kenna kall­aði mamma henn­ar í hana og bað hana að koma og hjálpa sér að­eins. Hún og Inga voru að ganga frá dans­föt­um og Unn­ur bað Henny að máta fyr­ir sig nýja bún­inga. Hún mætti til með að sjá hvernig þeir færu. Henny dreif sig í al­gjöru hugs­un­ar­leysi úr föt­un­um og þá komu þeir í ljós. Þeir leyndu sér ekki, mar­blett­irn­ir. Unn­ur og Inga fengu grun sinn stað­fest­an.

„Hún fór úr föt­un­um og því­lík skelf­ing. Hún var öll mar­in og blá með ljót­an skurð á ann­arri mjöðm­inni eft­ir nær­bux­ur sem hann hafði rif­ið ut­an af henni.“– Inga vin­kona.

Nú varð ekki þag­að leng­ur. Ein af mömm­un­um sem var að fylgja barn­inu sínu í dans­tíma varð vitni að þessu öllu sam­an og hringdi um­svifa­laust í bróð­ur sinn sem var lög­fræð­ing­ur. Hann sagði að Henny yrði að byrja á því að fá áverka­vott­orð, það væri fyrsta skref­ið. Inga tók mál­in í sín­ar hend­ur og fór með Henny á slysa­varð­stof­una. Þær gengu inn í fulla bið­stofu og að af­greiðslu­borð­inu. „Ég get ekki sagt nafn­ið mitt, “hvísl­aði Henny að Ingu, ég get ekki sagt nafn­ið mitt, því þá vita all­ir.“Kon­an í mót­tök­unni horfði á þær til skipt­is. „Nafn­ið mitt er Inga Magnús­dótt­ir og ég er hér vegna bar­smíða og heim­il­isof­beld­is,“sagði Inga og með það sett­ust þær. Það var svo ekki fyrr en inn var kom­ið að hún sagði hvor þeirra það væri sem þyrfti hjálp.

Frá keppni á Íslandi um full­trúa ungu kyn­slóð­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.