Lík­ami, efni og rými í Lista­safni Reykja­nes­bæj­ar

Fréttablaðið - - MENNING - – gun MYND/HILMAR

Þær Eygló Harð­ar­dótt­ir mynd­list­ar­mað­ur og Inga Þórey Jó­hanns­dótt­ir sýn­ing­ar­stjóri verða með leið­sögn um nýopn­aða sýn­ingu þriggja lista­manna í Lista­safni Reykja­nes­bæj­ar á morg­un, sunnu­dag­inn, 25. nóv­em­ber, klukk­an 15.

ÓKEYPIS AÐGANGUR ER Á LEIÐSÖGNINA Í DUUS SAFNAHÚSUM OG ALL­IR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR.

Auk Eygló­ar eiga þær Ólöf Helga Helga­dótt­ir og Sól­veig Aðal­steins­dótt­ir verk á sýn­ing­unni sem ber heit­ið Lík­ami, efni og rými. Það sem helst teng­ir þær þrjár sam­an er sterk til­finn­ing fyr­ir efnis­kennd og hvernig verk þeirra hverf­ast um lög­mál mynd­list­ar, forma, lita, rým­is og tíma. Papp­ír er ríkj­andi í verk­um þeirra allra, en nálg­un­in við efn­ið af­ar ólík, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Ókeypis aðgangur er á leiðsögnina í Duus safnahúsum og all­ir eru hjartanlega velkomnir. Sýn­ing­in stend­ur til 13. janú­ar 2019 og safn­ið er op­ið alla daga frá klukk­an 12 til 17.

Eygló Harð­ar­dótt­ir, Sól­veig Aðal­steins­dótt­ir, Ólöf Helga Helga­dótt­ir og Inga Þórey Jó­hanns­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.