(85)

Fréttablaðið - - MENNING -

grein bjark­ar í sting­andi stillu

Í bók­inni er ort til og um konu sem fall­ið hef­ur fyr­ir eig­in hendi eft­ir kyn­ferð­isof­beldi í æsku og and­leg veik­indi. Til­efni ljóð­anna eru raun­veru­leg­ir at­burð­ir sem Gerð­ur Krist­ný fjall­aði sjálf um í tíma­ritsvið­tali sem hún skrif­aði fyr­ir all­nokkr­um ár­um og ollu mála­ferl­um gegn henni. Hún á þess vegna ým­is­legt ósagt og bók­in ber þess merki. Í ný­legu kynn­ing­ar­við­tali seg­ir Gerð­ur Krist­ný frá þess­um að­drag­anda og kynn­um sín­um af kon­unni sem ort er um. Þær upp­lýs­ing­ar opna sýn á efni ljóð­anna sem satt að segja væru sum hver býsna tor­skil­in ann­ars.

Gerð­ur Krist­ný (f. 1970) á að baki fjölda út­gef­inna rit­verka sem hafa afl­að henni við­ur­kenn­ing­ar og verð­launa á ýms­um vett­vangi. Ljóð henn­ar eru hár­beitt og mynd­ræn, af­ar hnit­mið­uð og skörp í fram­setn­ingu og hugs­un. Hún hef­ur ein­stakt vald á ljóð­máli og það bregst ekki held­ur í þess­ari bók. Grýlu­kerti uxu fyr­ir glugga

Þú horfð­ir út um víg­tennt­an skolt vetr­ar­ins … (15)

Eins og oft áð­ur leit­ar höf­und­ur í smiðju forn­sagna og goða­heims til þess að skapa hug­blæ og hug­renn­inga­tengsl. Við­fang ljóð­anna – kon­an sem sung­ið er yf­ir – ligg­ur utangarðs í orðs­ins fyllstu merk­ingu. Það er mynd­gert með dys­inni þang­að sem ljóð­mæl­and­inn hef­ur vitj­að henn­ar. Þar hvíl­ir hin látna um­lukin þögn­inni sem sveip­að hef­ur líf henn­ar og þján­ingu, því að:

Þau þyrl­uðu þögn yf­ir orð þín örfínu lagi af lyg­um svo eng­inn þyrði að hafa þau eft­ir (50)

Þessi þrúg­andi þögn sem sveip­að hef­ur við­fang ljóð­anna þrá­ir þó að verða rof­in og er við að bresta:

Þungt dyn­ur þögn­in í mold­inni (31)

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.