TÖLUR VIKUNNAR 18.11.2018 TIL 24.11.2018

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

18% allra kvenna á Íslandi fengu ávís­að þung­lynd­is­lyfj­um í fyrra og rúm­lega 10 pró­sent karla. 63% þeirra starfa sem urðu til 2015-2017 sköp­uð­ust af bygg­ing­ar­geir­an­um og ferða­þjón­ust­unni. Nú hef­ur hægt um­tals­vert á þeim vexti. 40

millj­ón­um nema fyr­ir­hug­að­ar og álagð­ar stjórn­valds­sekt­ir vegna brota á skrán­ing­ar­skyldu gisti­staða. 80 pró­senta fjölg­un hef­ur orð­ið á skráð­um heimag­ist­ing­um það sem af er ári 2018. 120 millj­ón­ir króna hef­ur Spöl­ur end­ur­greitt við­skipta­vin­um sín­um sem þeir áttu á áskrift­ar­reikn­ing­um sín­um þeg­ar rík­ið tók við rekstri Hval­fjarð­ar­ganga í síð­asta mán­uði. 110 millj­ón­ir eru enn ósótt­ar. Hægt verð­ur að óska eft­ir end­ur­greiðslu til nóv­em­ber­loka. 27 þús­und ein­stak­ling­ar fengu ávís­að svefn­lyfj­um ár­ið 2003. Af þeim voru tæp­lega 11 þús­und enn að fá svefn­lyf ár­ið 2018. 30% fyrr­ver­andi starfs­manna Orku­veitu Reykja­vík­ur sem tóku þátt í könn­un Innri end­ur­skoð­un­ar Reykja­vík­ur­borg­ar upp­lifðu einelti á vinnu­stað með­an þeir störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.