Skipa­sali dró sér afla­hlut­deild í eigu fyrr­ver­andi tengda­föð­ur

Fréttablaðið - - News - – jóe

Lög­gilt­ur skipa­sali á fimm­tugs­aldri var í Hér­aðs­dómi Reykja­ness fyr­ir tæpri viku dæmd­ur í átján mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir fjár­drátt. Refs­ing­in er bund­in skil­orði sök­um þess hve lang­an tíma sak­sókn þess tók.

Fjár­drátt­ur­inn fór fram með þeim hætti að mað­ur­inn dró sér í fjór­um til­vik­um króka­afla­hlut­deild í þorski sem var í eigu út­gerð­ar sem fyrr­ver­andi tengdafað­ir hans átti. Ákærði hafði um­sýslu með kvót­an­um. Afla­mark­ið seldi hann án heim­ild­ar fyr­ir rúm­lega 28 millj­ón­ir króna. Stærst­ur hluti ávinn­ings­ins rann inn á reikn­ing fyr­ir­tæk­is manns­ins en hluti á per­sónu­leg­an banka­reikn­ing hans og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans. Þá var hann einnig ákærð­ur fyr­ir að hafa í þrígang leigt króka­afla­mark, fyr­ir rúm­lega millj­ón krón­ur, án heim­ild­ar og að hafa nýtt ávinn­ing­inn í eig­in þágu. Brot­in áttu sér stað ár­in 2013 og 2014.

Mað­ur­inn neit­aði sök og sagði að hann hefði unn­ið inn­an þeirra heim­ilda sem hann hafði. Það stang­að­ist á við vitn­is­burð fyrr­ver­andi tengda­föð­ur hans.

Aðal­með­ferð máls­ins fór fram í mars síð­ast­liðn­um en ekki var kveð­inn upp dóm­ur áð­ur en sum­ar­leyfi dóm­ara hófst. Var mál­ið end­ur­flutt í októ­ber.

Í nið­ur­stöðu dóms­ins seg­ir að ásetn­ing­ur skipa­sal­ans hafi ver­ið ein­beitt­ur og brot hans stór­felld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rann­sókn í nóv­em­ber. Ákæra var hins veg­ar ekki gef­in út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refs­ing­in bund­in skil­orði. Mað­ur­inn var dæmd­ur til að greiða all­an sak­ar­kostn­að, rúm­lega 3,5 millj­ón­ir.

FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Í dómi seg­ir að ásetn­ing­ur skipa­sal­ans hafi ver­ið ein­beitt­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.