Halda áfram lim­gerv­ingu

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - NORDICPHOTOS/AFP

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frétta­flutn­ing­ur af Don­ald Trump og getn­að­ar­lim­um fer sam­an. Í kapp­ræð­um í for­kosn­ing­um Re­públi­kana ábyrgð­ist hann, eft­ir að mót­fram­bjóð­andi hafði gef­ið í skyn að hann væri með smá­vax­inn lim, að það væru eng­in vanda­mál í þeirri deild.

Þá vakti einnig tölu­verða at­hygli í sept­em­ber að klám­mynda­leik­kon­an Stor­my Daniels, sem seg­ist hafa átt kyn­lífs­sam­band við Trump, fjall­aði um lim for­set­ans í bók sinni Full Disc­losure. Daniels dró upp mynd af óör­ugg­um manni í lýs­ing­um sín­um á Trump. Það gerði hún til að mynda með háðsk­um lýs­ing­um á karl­mennsku for­set­ans þeg­ar hún sagði stærð­ina á getn­að­ar­lim hans und­ir með­al­lagi en hann væri þó ekki „fá­rán­lega lít­ill“.

Daniels bætti því svo við að Trump væri með „óvenju­legt typpi“sem minnti á svepp og sagði að það hefði far­ið í taug­arn­ar á sér að hann væri með „typpi eins og sveppa­per­sóna úr Mario Kart“.

Að­ferð­ir typpa­myndaprakk­ar­anna verða sí­fellt fág­aðri. Hrekk­ur­inn er greini­lega þaul­skipu­lagð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.