Jón­as Frey­dal í þrot með ís­hella­fyr­ir­tæki

Við­skipta­vin­um sem áttu bók­að­ar ferð­ir með ís­hella­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Goecco hef­ur ver­ið til­kynnt að fyr­ir­tæk­ið sé kom­ið í þrot. Dýr­ar ferð­ir sem virð­ist ganga illa að fá end­ur­greidd­ar. Eig­andi Goecco hef­ur ekki svar­að skila­boð­um.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ - [email protected]­did.is

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Ís­lensk­ir ís­hella­leið­sögu­menn sem selt hef­ur sér­hæfð­ar ís­hella­skoð­un­ar­ferð­ir und­ir nafn­inu Goecco hef­ur lagt upp laup­ana og virð­ist sem við­skipta­vin­ir muni sitja eft­ir með sárt enn­ið. Sama gild­ir um þá sem starf­að hafa fyr­ir Goecco.

Fólki, sem ætl­aði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síð­ustu helgi, barst dag­inn áð­ur til­kynn­ing frá fyr­ir­tæk­inu um að ekk­ert yrði af ferð­inni. Slík ferð kost­ar um 1.900 Banda­ríkja­dali fyr­ir tvo, eða um 235 þús­und krón­ur. Mið­að við færsl­ur á TripAd­visor frá við­skipta­vin­um úr þess­um hópi fá þeir eng­in svör frá fyr­ir­tæk­inu. Goecco er rek­ið af Ís­lensk­um ís­hella­leið­sögu­mönn­um.

For­svars­mað­ur Goecco og Ís­lenskra ís­hella­leið­sögu­manna er Jón­as Frey­dal. Hann hef­ur ekki svar­að sím­töl­um og skila­boð­um Frétta­blaðs­ins. Starf­sem­in er skráð til húsa í Banka­stræti 10. Þar er kom­ið að læst­um dyr­um.

Í færslu á TripAd­visor fyr­ir sex dög­um seg­ir einn við­skipta­vin­ur frá því að hann hafi í ág­úst keypt ferð með Goecco yf­ir jól­in. „En svo fékk ég tölvu­póst frá þeim í síð­ustu viku þar sem mér var sagt að fyr­ir­tæk­ið væri gjald­þrota,“skrif­ar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá end­ur­greitt frá PayPal eða í gegn um greiðslu­korta­fyr­ir­tæki.

„Vef­síð­an ligg­ur niðri. Eng­inn svar­ar tölvu­póst­um. Ég reyndi að hafa sam­band en það eru alls eng­in svör,“seg­ir við­skipta­vin­ur­inn og bæt­ir við að von­andi fái hann að fullu end­ur­greitt því um nokk­uð mikla pen­inga sé að ræða.

Þessi við­skipta­vin­ur var­ar síð­an

Ég reyndi að hafa sam­band en það eru alls eng­in svör.

Ferða­lang­ur á TripAd­visor

við því að vef­síða sem gef­in sé upp á PayPal-reikn­ingn­um vegna Goecco, iceca­vegui­des.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferð­ir. „En gæt­ið ykk­ar. Bók­ið eng­ar ferð­ir á þess­ari vef­síðu,“skrif­ar hann.

Ann­ar við­skipta­vin­ur Goecco kveðst í um­sögn á TripAd­visor hafa greitt sína ferð með næst­um árs fyr­ir­vara. Þrem­ur vik­um áð­ur en frí­ið eigi að hefjast hafi þau fregn­að að fyr­ir­tæk­ið sé far­ið á haus­inn. „Vegna þess að við bók­uð­um snemma vill PayPal ekki hjálpa með end­ur­greiðslu og bank­inn ekki held­ur,“skrif­ar þessi við­skipta­vin­ur og spyr hvort ein­hver viti um ráð til að fá end­ur­greitt.

Í svari til Frétta­blaðs­ins í gær seg­ist síð­ast­nefndi við­skipta­vin­ur­inn enn eng­in við­brögð hafa feng­ið frá Goecco. „Það eina sem okk­ur hef­ur ver­ið sagt er að þeir væru að lýsa yf­ir gjald­þroti og að þeir væru ekki með nein­ar ferð­ir því hjarð­hegð­un­in á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvu­pósti,“út­skýr­ir hann.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Goecco er til húsa í Banka­stræti 10. Þar eru dyr læst­ar.

Jón­as Frey­dal, for­svars­mað­ur Goecco.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.