Ólga eft­ir árás á Asovs­hafi

Úkraínska þing­ið sam­þykkti í gær til­skip­un for­seta lands­ins um setn­ingu herlaga eft­ir að Rúss­ar skutu á og her­tóku þrjú úkraínsk her­skip. Átök land­anna tveggja eru ekki ný af nál­inni en fara nú harðn­andi.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ - [email protected]­bla­did.is

Tog­streit­an á milli Úkraínu og Rúss­lands er mik­il eft­ir að Rúss­ar skutu á og her­tóku þrjú úkraínsk her­skip sem þeir sögðu að hefðu siglt inn í rúss­neska land­helgi í Asovs­hafi nærri Krímskaga á sunnu­dag. Í kjöl­far­ið lok­aði rúss­neski her­inn Kerchsundi, sund­inu sem að­skil­ur Asovs­haf frá Svarta­hafi, um stund áð­ur en það var opn­að fyr­ir al­menn­um sigl­ing­um á ný í gær.

Ást­and­ið er svo sann­ar­lega eld­fimt. Petro Porosj­en­ko, for­seti Úkraínu, lýsti yf­ir setn­ingu herlaga til sex­tíu daga í gær vegna máls­ins en stytti svo í þrjá­tíu eft­ir áskor­an­ir þing­manna. Þetta þýð­ir, ef gild­is­tím­inn er ekki fram­lengd­ur, að lög­in munu ekki hafa áhrif á kom­andi for­seta­kosn­ing­ar. Þing­ið sam­þykkti yf­ir­lýs­ing­una og því ljóst að her­lög verða í gildi þar til í lok des­em­ber.

Að­gerð­in var ekki án fyr­ir­boða. Rúss­ar og Úkraínu­menn hafa átt í af­ar storma­sömu sam­bandi frá Euromai­dan-fjölda­mót­mæl­un­um í kring­um ára­mót­in 2013-2014 sem sner­ust um að rík­is­stjórn Vikt­ors Janú­kovíjts Úkraínu­for­seta neit­aði að skrifa und­ir sátt­mála við Evr­ópu­sam­band­ið og valdi í stað­inn nán­ari tengsl við Rússa. Þetta storma­sama sam­band versn­aði svo hratt eft­ir að Janú­kovíjts var kom­ið frá sumar­ið 2014.

Síð­an þá hafa úkraínsk­ir Rúss­ar og meint­ir óein­kennisklædd­ir rúss­nesk­ir her­menn, með stuðn­ingi rúss­neska hers­ins, tek­ið yf­ir stór svæði í Do­netsk og Lúhansk í aust­ur­hluta Úkraínu, lýst yf­ir stofn­un lýð­velda og Rúss­ar hafa sömu­leið­is inn­lim­að Krímskaga. Al­þjóða­sam­fé­lag­ið hef­ur for­dæmt að­gerð­ir Rússa, beitt þving­un­um gegn þeim og ekki við­ur­kennt Krímskaga sem hluta Rúss­lands.

Þá hafa Rúss­ar að und­an­förnu kraf­ist þess að fá að skoða öll skip sem sigla um Asovs­haf frá úkraínsk­um höfn­um. Þessi lína var lögð eft­ir að Úkraínu­menn kyrr­settu veiði­skip frá Krímskaga í mars, að því er kom fram hjá BBC.

Ser­gej Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, sagði á blaða­manna­fundi í gær að Úkraínu­menn hefðu ögr­að Rúss­um með sigl­ing­um sín­um á Asovs­hafi. Þá sagði hann að setn­ing herlaga í Úkraínu væri til­raun til að dreifa at­hygli Úkraínu­manna frá kom­andi for­seta­kosn­ing­um og að þær heim­il­uðu „öfga­mönn­um“að

kynda und­ir frek­ari átök­um í aust­ur­hluta rík­is­ins.

Íg­or Voronsj­en­ko, yf­ir­mað­ur úkraínska sjó­hers­ins, sagði í gær að það væri af og frá að Úkraínu­menn hafi stork­að nokkr­um.

Hann sagði her­skip­in hafa ver­ið í úkraínskri land­helgi. Úkraínu­menn hafi held­ur ekki skot­ið til baka að því er kom fram hjá Kyiv Post. Úkraínski her­inn sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem fram kom að hann væri í við­bragðs­stöðu.

Porosj­en­ko birti herlaga­til­skip­un­ina á vef­síðu sinni í gær. Til­skip­un­in var í tólf lið­um en sá tólfti var strik­að­ur út á grund­velli þess að um rík­is­leynd­ar­mál væri að ræða. Í hinum grein­un­um sagði til að mynda að Úkraína áliti að­gerð­ir Rússa brot á sam­þykkt­um alls­herj­ar­þings SÞ og að setja þyrfti her­lög til að vernda sjálf­stæði rík­is­ins.

Að auki sagði í yf­ir­lýs­ing­unni að ut­an­rík­is- og upp­lýs­inga­mála­ráðu­neyti skyldu und­ir­búa upp­lýs­inga­her­ferð gegn Rúss­um og gjörð­um þeirra, að her­inn og varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið skyldu end­ur­skoða áætlan­ir sín­ar komi til stríðs, að skipu­leggja þyrfti loft­varn­ir og varn­ir gegn sta­f­ræn­um árás­um.

Með setn­ingu herlaga fær rík­is­stjórn­in völd til að setja mót­mæl­end­um og fjöl­miðl­um skorð­ur, fresta kosn­ing­um og skylda borg­ara til þess að ganga í störf sem tal­in eru sam­fé­lags­lega mik­il­væg, að því er BBC hafði eft­ir úkraínsk­um miðl­um.

NORDICPHOTOS/AFP

Petro Porosj­en­ko fylg­ist með heræf­ingu við strönd Asovs­hafs í októ­ber og bend­ir á eitt­hvað sem hon­um þótti vænt­an­lega áhuga­vert.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.