Nýtt frá Nóa Síríusi

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ / FÓLK -

Kon­fekt­ið frá Nóa er hluti af jóla­hald­inu og all­ir eiga sinn upp­á­halds­mola. Silja Mist Sig­ur­karls­dótt­ir mark­aðs­stjóri seg­ir að í ár bjóði Nói Síríus upp á spenn­andi nýj­ung­ar sem ættu að gleðja alla sæl­kera.

Nóa kon­fekt er fyr­ir löngu orð­ið fast­ur lið­ur í jóla­haldi lands­manna. Mol­arn­ir eru hver öðr­um betri en all­ir eiga þó sinn upp­á­halds­mola. „Marsíp­an­mol­arn­ir og núggat­mol­arn­ir sem all­ir þekkja úr hinum hefð­bundnu kon­fekt­köss­um fást í sér­stök­um Gull­kassa núna fyr­ir jól­in. Marg­ir hafa beð­ið eft­ir því að fá þessa kon­fekt­mola í sér­öskju og í ár var ákveð­ið að verða við þeim ósk­um. Einnig er­um við með nýja út­gáfu af kon­fekt­vín­flösk­un­um. Nýju flösk­urn­ar eru úr rjómasúkkulaði með irish cream fyll­ingu og smakk­ast ein­stak­lega vel. Þess­ar nýj­ung­ar hafa feng­ið ótrú­lega góð­ar við­tök­ur og bók­staf­lega sleg­ið í gegn,“seg­ir Silja Mist Sig­ur­karls­dótt­ir, mark­aðs­stjóri Nóa Síríus.

Líkt og áð­ur fást fyllt­ir pralín­mol­ar frá Nóa í sér­stök­um gjafa­öskj­um, sem hafa ver­ið mjög vin­sæl­ar til gjafa. „Nóa kon­fekt er fullkomin jóla­gjöf sem gleð­ur alla. Það er t.d. frá­bær tvenna að gefa góða bók og kon­fekt í jóla­gjöf. Við leggj­um áherslu á að Nóa kon­fekt sé per­sónu­leg gjöf til að gefa þeim sem eru manni kær­ir. Í versl­un­um fylgja sér­stök kort með kon­fekt­kass­an­um sem á stend­ur: Þú ert mér svo kær. Þannig verð­ur jóla­gjöf­in enn per­sónu­legri,“seg­ir Silja Mist.

Jóla­nýj­ung­ar

Síð­ast­lið­in ár hef­ur Nói Síríus kom­ið með nýj­ung­ar tengd­ar jól­un­um sem hafa sleg­ið í gegn, þar má nefna pip­ar­kökusúkkulað­ið sí­vin­sæla og 56% Pralín súkkulaði með pip­ar­myntu­fyll­ingu. „Við höf­um aldrei boð­ið upp á jafn­marg­ar jóla­nýj­ung­ar og í ár. Þar á með­al eru kara­mell­urús­ín­urn­ar sem hafa feng­ið gríð­ar- lega góð­ar við­tök­ur, enda eru þær svaka­lega góð­ar. Við átt­um von á að þær yrðu vin­sæl­ar en þær hafa sleg­ið öll met. Rjómasúkkulaði með Bis­mark kurli hef­ur einnig kom­ið á óvart en það er ótrú­lega gott til að gæða sér á og í bakst­ur­inn. Svo vor­um við að koma aft­ur með pip­ar­myntu Nóa Kropp en það kem­ur í tak­mörk­uðu magni, bara fyr­ir jól­in,“seg­ir Silja Mist.

Sæl­ker­alína fyr­ir jóla­bakst­ur­inn

Súkkulað­ið og sæl­gæt­ið frá Nóa Síríusi er í sér­flokki þeg­ar kem­ur að jóla­bakstr­in­um. „Við er­um með heild­stæða sæl­ker­alínu fyr­ir bakst­ur­inn. Hún sam­an­stend­ur af góð­gæti á borð við lakk­rísk­url, pip­arlakk­rísk­url, rjómasúkkulað­i­dropa og kara­mellutögg­ur. Hægt er að leika sér með þetta hrá­efni í bakstr­in­um og út­kom­an er alltaf góð. Suð­usúkkulað­ið frá Nóa Síríusi er vin­sælt allt ár­ið um kring, enda hent­ar það ein­stak­lega vel í all­an bakst­ur og einnig heita súkkulað­i­drykki, upp­lýs­ir Silja Mist. Spurð hvenær fyr­ir­tæk­ið byrji að und­ir­búa jóla­tíð­ina seg­ir Silja Mist að í raun sé það í janú­ar á hverju ári. „Við er­um ár að und­ir­búa hver jól fyr­ir sig. Ég er því bú­in að vera í jóla­skapi frá því í janú­ar,“seg­ir hún bros­andi og gef­ur hér nokkr­ar ómót­stæði­leg­ar upp­skrift­ir úr köku­bæk­lingi Nóa Síríus­ar sem all­ir verða að prófa.

MYND/EYÞÓR

Silja Mist Sig­ur­karls­dótt­ir, mark­aðs­stjóri Nóa Síríus­ar, byrj­ar að und­ir­búa jól­in í janú­ar.

Kara­mell­urús­ín­urn­ar ljúf­fengu hafa sleg­ið í gegn. Vín­flösk­urn­ar koma í rjómasúkkulaði með irish cream fyll­ingu.

Nú fæst ljúf­fengt 56% Pralín súkkulaði með pip­armintu­fyll­ingu.

Marsíp­an og núggat­mol­arn­ir fást núna í sér­stakri Gullöskju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.