Alltaf skemmti­leg­ur árs­tími

Jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn hófst snemma í des­em­ber á æsku­heim­ili Sig­ríð­ar Tryggvínu Ósk­ars­dótt­ur í Hrís­ey á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. Jóla­böll­in í eyj­unni standa upp úr en þang­að mættu flest­ir þorps­bú­ar. Hún man þó ekk­ert sér­stak­lega eft­ir jóla­svein­un­um.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Starri Freyr Jónsson [email protected]­bla­did.is

Bar­næska Sig­ríð­ar Tryggvínu Ósk­ars­dótt­ur í Hrís­ey var dá­sam­leg að henn­ar sögn og þar var gott að al­ast upp sem barn. Sigríður, eða Siggína eins og hún er yf­ir­leitt köll­uð, fædd­ist þar í apr­íl­mán­uði ár­ið 1942 og bjó í Hrís­ey þar til hún fermd­ist en þá flutti fjöl­skyld­an á Akra­nes. „Ég fædd­ist í hús­inu sem mamma mín og pabbi byggðu en það hét Fram­nes. Þetta voru ynd­is­leg ár í minn­ing­unni þar sem við lék­um okk­ur mest niðri í fjör­unni við alls kyns leiki. Ég var orku­mik­il og varð alltaf að hafa nóg fyr­ir stafni. Fimm ára göm­ul var ég far­in að vinna við að stokka upp línu en pabbi minn var með út­gerð á þess­um tíma og mér fannst spenn­andi að vinna eins og eldri syst­ur mín­ar.“

Fyrstu jól­in sem Siggína man eft­ir voru þeg­ar hún var smá­stelpa að hjálpa mömmu að skreyta jóla­tréð, lík­leg­ast 1946. „Tréð var gert úr spýt­um og var kreppapp­ír vaf­ið ut­an um spýt­urn­ar. Kúl­urn­ar föndr­uð­um við systkin­in sjálf og einnig hjarta­laga jóla­poka úr papp­ír. Of­an í þá sett­um við t.d. rús­ín­ur en það var ekki mik­ið um sæl­gæti á þess­um tíma. Á trénu

voru kerti sem voru fest með sér­út­bún­um klemm­um til að halda þeim föst­um.“

Kök­ur í ís­köldu búr­inu

Dæmi­gerð­ur jó­laund­ir­bún­ing­ur í barnæsku Siggínu hófst í des­em­ber en þá var hús­ið þrif­ið hátt og lágt. „Við syst­urn­ar tók­um mik­inn þátt í að hjálpa mömmu okk­ar auk þess sem bróð­ir minn tók að sér ýms­ar sendi­ferð­ir og hjálp­aði einnig til. Spýtu­fjal­irn­ar á gólf­inu voru skrúbb­að­ar með sandi og mamma mín saum­aði fal­lega flónels­nátt­kjóla á okk­ur syst­urn­ar og blárönd­ótt flónels­nátt­föt á bróð­ur minn.“

Í upp­hafi des­em­ber var byrj­að að baka og voru kök­urn­ar geymd­ar í ís­köldu búr­inu. „Um jól­in var boð­ið upp á lamba­kjöt, svið, hangi­kjöt og allt þetta hefð­bundna sem þekkt­ist á þess­um tíma. Með­al gjafa sem við feng­um á þess­um ár­um voru kerti og spil, prjón­að­ir sokk­ar og vett­ling­ar en Kaup­fé­lag­ið í Hrís­ey var með gjaf­ir til sölu á þess­um tíma.“

Sungu mik­ið sam­an

Þetta var alltaf skemmti­leg­ur árs­tími seg­ir Siggína og mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir gjöf­um og góð­um mat. „Við hlust­uð­um mik­ið á út­varp og sög­ur og mér þótti mjög gam­an að fara í heim­sókn­ir þar sem spil­að var á hljóð­færi. Við syst­urn­ar sung­um mik­ið sam­an og þá var það radd­að. Ég söng millirödd en elsta syst­ir mín var svo flink að hún gat jóðlað. Jóla­böll­in í Hrís­ey standa líka upp úr í minn­ing­unni en þau voru hald­in í fé­lags­heim­il­inu Sæ­borg. Flest­ir þorps­bú­ar mættu og var mik­il gleði. Það var dans­að í kring­um jóla­tréð, sung­ið og spil­að á harm­ón­íku. Ég man þó ekk­ert sér­stak­lega eft­ir jóla­svein­un­um.“

Um jól­in fóru Siggína og aðr­ir krakk­ar í Hrís­ey líka á skíði, sleða og skaut­að var á litlu vatni í eynni. „Skaut­arn­ir voru járn, spýta og ól sem fór yf­ir stíg­vél. Mik­ill snjór var í eyj­unni á þess­um árs­tíma og oft fór hús­ið okk­ar í kaf og snjógöng mátti sjá reglu­lega við nokk­ur hús. Á þess­um tíma árs lék­um við okk­ur mik­ið í snjón­um og byggð­um t.d. snjó­hús og snjókalla.“

MYND/RÞB

Vet­ur­inn er mjög snjó­þung­ur í Hrís­ey og man Siggína vel eft­ir mörg­um snjó­þung­um jól­um úr æsku sinni þeg­ar börn­in byggðu snjó­hús og snjókalla.

MYND/ERNIR

Sigríður Tryggvína Ósk­ars­dótt­ir fædd­ist í Hrís­ey ár­ið 1942.

Siggína (önn­ur frá vinstri í fremri röð) ásamt fjöl­skyld­unni í Hrís­ey.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.