Bragð­góð­ur þrí­leik­ur

Hanna Þóra Th. Guð­jóns­dótt­ir tók jóla­bakst­ur­inn snemma og gef­ur upp­skrift að þrem­ur góm­sæt­um en af­ar ólík­um smá­kök­um.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Sólveig Gísladóttir sol­[email protected]­bla­did.is

Hanna byrj­ar jó­laund­ir­bún­ing­inn snemma, kaup­ir jóla­gjaf­ir og byrj­ar á smá­köku­bakstri. „Ég held mik­ið upp á þenn­an tíma árs­ins. Ég er með frek­ar fast­ar hefð­ir í mat­ar­gerð­inni en finnst líka mjög skemmti­legt að prófa eitt­hvað nýtt,“seg­ir Hanna sem held­ur úti upp­skrift­a­síð­unni www.hanna.is þar sem er að finna ljúf­feng­ar upp­skrift­ir og fagr­ar ljósmyndir af fjöl­breytt­um rétt­um.

Hanna ákvað að gefa upp­skrift­ir að þrem­ur mjög ólík­um smá­kök­um. Kr­an­sa­köku­bit­um með núggati, osta­stöng­um og blá­berjasör­um. „Kr­an­sa­köku­bitarn­ir eru hluti af minni jóla­hefð. Það er ekki flók­ið að gera þess­ar kök­ur og upp­lagt að bjóða upp á þær í sauma­klúbbn­um eða í veisl­um.“

Ost­astang­irn­ar eru al­veg ósæt­ar og því ágætt mót­vægi við aðr­ar syk­ur­bomb­ur á að­vent­unni. „Þess­ar kök­ur bak­aði mamma mín um hver jól þeg­ar ég var lít­il. Ostastangir voru al­gjör­lega ómiss­andi og þær klár­uð­ust alltaf fyrst,“

seg­ir Hanna sem býr alltaf til þrjár teg­und­ir af sör­um fyr­ir jól­in, blá­berja, hind­berja og sítr­ónu. Hér gef­ur hún upp­skrift að blá­berjasör­um. „Þessa upp­skrift fann ég í sænsku blaði fyr­ir nokkr­um ár­um og hef þró­að þær að­eins. Sör­urn­ar eru í miklu upp­á­haldi og ég hef bak­að þær um hver jól und­an­far­in ár. Upp­lagt er að nota ís­lensk blá­ber ef þau leyn­ast í fryst­in­um.“

Fleiri upp­skrift­ir má finna á www.hanna.is.

DÁSAMLEGIR KRANSAKÖKUBITAR MEÐ NÚGGATI

60-90 köku­bit­ar 670 g möndl­u­massi

Ath.: Það er ekki sama hvaða marsip­an er not­að. Ég hef ver­ið með það sem fæst í Fjarð­ar­kaup­um og þeir pakka sjálf­ir. Hef líka not­að danska Od­en­se-marsipan­ið með 63% möndl­um.

250 g syk­ur

1 eggja­hvíta

15-17 g vatn 200-250 g núggat – ágætt að hafa það kælt

Möndlu­f­lög­ur – mylja þær að­eins í mortéli þannig að þær tolli bet­ur

U.þ.b. 70 g suð­usúkkulaði

Of­inn hit­að­ur í 175°C (yf­ir- og und­ir­hiti). Möndl­u­massi, syk­ur, eggja­hvíta og vatn hrært sam­an – ekki hræra lengi held­ur bara rétt þar til hrá­efn­in hafa bland­ast sam­an. Deig­inu skipt í 4 parta og hver part­ur rúll­að­ur í lengju sem er u.þ.b. 2-3 cm að þykkt. Skor­ið í miðj­una á lengj­unni þannig að góð rauf mynd­ist – ágætt að opna rauf­ina til að núggat­ið kom­ist vel fyr­ir. Núggat­ið er skor­ið í lengj­ur og sett í rauf­ina. Ágætt að klemma svo að­eins sam­an. Muld­um möndlu­f­lög­um dreift yf­ir. Skor­ið í u.þ.b. 3-4 cm langa bita. Gott að laga að­eins skurð­end­ana með fingr­un­um/ hnífi þannig að kak­an verði fal­legri. Rað­að á ofnskúffu/grind með smjörpapp­ír. Lát­ið bak­ast í 12-17 mín­út­ur. Mik­il­vægt að fylgj­ast vel með kök­un­um síð­ustu 5 mín­út­urn­ar – ofn­ar geta ver­ið mis­heit­ir. Kök­urn­ar látn­ar kólna á grind. Suð­usúkkulaði sett í skál, hit­að í ör­bylgju­ofni eða yf­ir heitu vatns­baði. Gaffall not­að­ur til að dýfa í bráð­ið súkkulað­ið og dreift yf­ir bit­ana – mjög frjáls­leg skreyt­ing. Því

sem eft­ir er af bráðna súkkulað­inu má hella á bök­un­ar­papp­ír – strá möndl­um og salti yf­ir. Láta harðna – brjóta í bita og gæða sér á. Einnig má nota af­gang­inn til að út­búa súkkulaði­kon­fekt með lakk­rí­skeim. Súkkulað­ið lát­ið harðna og köku­bitarn­ir sett­ir í box. Best að geyma þá í kæli – þar geym­ast þeir vel og lengi.

OSTASTANGIR – HREINASTA SÆL­GÆTI

um 100 stang­ir Hægt að er búa kök­urn­ar til í þrem­ur skref­um: Deig­ið hnoð­að sam­an – þarf að standa í kæli yf­ir nótt.

Kök­urn­ar flatt­ar út, skorn­ar og sett­ar á bök­un­ar­papp­ír. Stafl­að sam­an í ofnskúffu og geymt í kæli. Kök­urn­ar bak­að­ar.

Deig

375 g hveiti

225 g smjör

300 g ost­ur – rif­inn fínt (Ís­búi eða ann­ar 26% ost­ur)

3 dl rjóma­bland – ½ rjómi og ½ mjólk

1½ tsk. salt

1 krydd­mál hjart­ar­salt

Of­an á

150-250 g rif­inn ost­ur (háð magni sem er sett á) 1-2 egg til pensl­un­ar Allt hrá­efni hnoð­að sam­an og lát­ið standa í kæli yf­ir nótt. Ágætt að búa til eina stóra bollu, setja hana á disk og plast­filmu yf­ir. Deig­inu skipt nið­ur í 6-8 hluta – gott að hafa deig­ið, sem ekki er ver­ið að vinna með, sem mest í kæli. Deig­ið flatt út – gott að strá hveiti yf­ir með sigti. Einnig er gott að nota bök­un­ar­papp­ír til að fletja út á – hafa hann bæði of­an á og und­ir. Ekki nauð­syn­legt að hafa hann alltaf of­an á – snúa við og losa bök­un­ar­papp­ír­inn frá sem var und­ir. Þetta er gert þar til deig­ið er orð­ið mjög þunnt – kök­urn­ar eru betri ef þær eru þunn­ar. Út­flatta deig­ið skor­ið nið­ur í langa strimla u.þ.b. 1-1½ cm á breidd og síð­an í 8-12 cm lang­ar ræm­ur. Gott að nota kleinu­járn. Ekk­ert á að þurfa að fara til spill­is – all­ur af­skurð­ur er tek­inn og hnoð­að­ur sam­an og sett­ur inn í kæli – til að kólna. Gam­an að búa til nokkra hringi. Hægt að nota tvö mis­mun­andi stór glös til að móta hring­ina. Það punt­ar að bera fram stang­irn­ar inn­an í hringn­um. Striml­arn­ir sett­ir á bök­un­ar­papp­ír – best að ljúka við að skera út all­ar kök­urn­ar áð­ur en byrj­að er að baka. Gott að raða kök­un­um þétt sam­an svo að sem minnst af rifna ost­in­um, sem stráð er yf­ir kök­urn­ar, fari til spill­is. Kök­urn­ar stækka ekki í ofn­in­um. Ofn­inn hit­að­ur í 180-200°C. Hver ræma pensl­uð með hrærðu eggi og osti stráð yf­ir. Bak­að í 5-10 mín­út­ur (háð þykkt). Geym­ist vel í lok­uðu boxi á þurr­um stað.

BLÁBERJASÖRUR

45-75 kök­ur Mér finnst gott að skipta bakst­urs­ferl­inu í þrennt og taka klukku­tíma í hvert skipti. Baka botn­ana – þeir þola vel að geym­ast í nokkra daga. Út­búa smjörkrem­ið og setja á kök­urn­ar. Hjúpa krem­ið með súkkulað­inu.

Botn­ar

400 g kran­sa­kökumassi – rif­inn gróft

Það er ekki sama hvaða marsip­an er not­að (sjá upp­skrift­ina að kran­sa­köku­bit­un­um) 2 eggja­hvít­ur

Tæp­lega 2½ dl syk­ur

Blá­berja­smjörkrem

200 g ósalt­að smjör – við stofu­hita

1½ dl flór­syk­ur

3 tsk. vanillu­syk­ur

3 eggj­ar­auð­ur

2 dl fros­in blá­ber (láta þau þiðna yf­ir nótt) – mik­il­vægt að þau séu við stofu­hita

Hjúp­ur

U.þ.b. 350 g dökkt suð­usúkkulaði

Ofn­inn hit­að­ur í 180°C (blást­urs­still­ing). Eggja­hvít­ur og syk­ur þeytt létt sam­an. Kr­an­sa­kökumassa hrært sam­an við – ekki of lengi. Bland­an sett í kæli í rúm­lega 20

mín­út­ur. Kúl­ur mót­að­ar með skeið og sett­ar á ofn­plötu með smjörpapp­ír (ágætt að strjúka smjörpapp­ír­inn með ís­köldu smjöri úr ís­skápn­um). Einnig má nota sprautu til að út­búa kök­urn­ar. Stærð hverr­ar köku er smekks­at­riði. Gott að þrýsta að­eins með skeið (sem hef­ur ver­ið dýft í kalt vatn) á kök­urn­ar þannig að þær fletj­ist svo­lít­ið út – þá eru þær stöð­ugri þeg­ar þær eru hjúp­að­ar. Bak­að í u.þ.b. 8-11 mín­út­ur. Mik­il­vægt að fylgj­ast með kök­un­um – ofn­ar geta ver­ið mis­heit­ir. Kök­urn­ar látn­ar kólna – það má al­veg geyma þær í nokkra daga.

Blá­berja­smjörkrem

Þeg­ar smjörkrem­ið er lag­að er mjög mik­il­vægt að öll hrá­efn­in séu við stofu­hita. Það sama á við um blá­ber­in. Ef hita­stig­ið er mis­mun­andi er hætta á að smjörkrem­ið ysti. Það get­ur ver­ið ágætt að sprengja ber­in – hræra að­eins í þeim svo að hit­inn sé sem jafn­ast­ur.

Smjör og flór­syk­ur þeytt vel sam­an. Eggj­ar­auð­um bætt við – einni í einu – þeytt á milli. Vanillu­syk­ur þeytt­ur sam­an við. Blá­ber­in eru sett í síð­ast – best að setja lít­ið í einu og hræra sam­an með sleikju á milli. Ef illa geng­ur að blanda öllu sam­an (eins og það ysti) er hægt að setja krem­ið í 2-4 sek. í ör­bylgju­ofn og þeyta aft­ur. Smjörkrem­ið sett á aðra hlið botn­anna (sléttu hlið­ina). Ágætt að móta lít­inn blá­berja­smjörtopp – magn krems­ins er smekks­at­riði. Sett í kæli.

Hjúp­ur

Helm­ing­ur af suð­usúkkulað­inu lát­inn bráðna yf­ir vatns­baði á lág­um hita. Skál­in tek­in af hit­an­um og af­gangi af súkkulað­inu bætt við (í bit­um) – bland­að sam­an þar til súkkulað­ið er bráðn­að. Kök­urn­ar tekn­ar úr kæli – hald­ið með fingr­un­um um kök­una og henni dýpt of­an í súkkulað­ið. Kak­an lögð á ofnskúffu (súkkulað­i­hlið­in snýr upp) með bök­un­ar­papp­ír og súkkulað­ið lát­ið harðna. Sett í box og inn í kæli.

MYND/ERNIR

Hanna held­ur í hefð­ir en finnst líka gam­an að prófa nýja hluti.

Hanna held­ur úti síð­unni hanna.is þar sem finna má girni­leg­ar upp­skrift­ir.

MYND/ERNIR

Kr­an­sa­köku­bitarn­ir eru hluti af jóla­hefð Hönnu en hún seg­ir ekki flók­ið að búa þá til.

MYND/ERNIR

Blá­berjasör­urn­ar eru til vinstri en upp­skrift að sítr­ónus­ör­um má finna á hanna.is.

Ost­astang­irn­ar eru alltaf vin­sæl­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.