Lú­ið jóla­skraut fær nýtt líf

Ísa­bella Leifs­dótt­ir, óperu­söngv­ari og mynd­list­ar­kona, leit­ast við að veita lúnu jóla­skrauti nýtt líf og vill þannig vekja fólk til um­hugs­un­ar um að draga úr neyslu og upp­vinna í stað þess að kaupa nýtt.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir bryn­hild­[email protected]­bla­did.is

Ég er að reyna að sam­eina áhuga minn á um­hverf­is­mál­um og glimmeri á einn stað,“seg­ir Ísa­bella sem hef­ur end­urunn­ið jóla­skraut frá barns­aldri. „Ég var ekki nema tólf ára þeg­ar ég fór fyrst á hand­verks­mark­að og hef alltaf haft rosa­lega gam­an af því að búa til nýja hluti úr göml­um. Ég elska jóla­skraut og jól­in og hef svona fókuser­að á það.“

Ísa­bella er mjög með­vit­uð um um­hverf­is­mál en er líka upp­tek­in af því að hafa fal­legt í kring­um sig. „Mark­mið­ið er að hafa huggu­legt í kring­um sig án þess að kaupa alltaf nýja hluti,“seg­ir hún. „Mig lang­ar að minnka fram­leiðslu á hlut­um en hef líka mik­inn áhuga á því að skreyta heim­ili mitt og annarra. Svo mig lang­ar mest að búa til nýja hluti fyr­ir heim­inn úr göml­um efn­um til að skaða ekki um­hverf­ið.“Hún er líka gjörn á að bjarga hlut­um sem eru á leið í rusl­ið. „Ég tek til dæm­is gaml­ar jóla­skreyt­ing­ar þar sem eitt­hvað er brot­ið og tek þær í sund­ur og bý til nýj­ar, ég tek leik­föng sem eitt­hvað vant­ar í og virka ekki leng­ur og bý til skraut úr þeim og svo geri ég mynd­verk úr hlut­um sem eru á leið í end­ur­vinnslu.“

Hún seg­ir mun­inn á upp­vinnslu og end­ur­vinnslu vera tölu­verð­an. „Þeg­ar þú upp­vinn­ur ertu að nýta efni sem er til og halda áfram að nota það. Þeg­ar þú end­ur­vinn­ur eitt­hvað ertu að brjóta nið­ur efni til að búa til nýtt efni. Upp­vinnsla tek­ur litla orku, end­ur­vinnsla mikla og það er mjög margt sem er ekki hægt að end­ur­vinna að fullu, það verð­ur alltaf eitt­hvert rusl eft­ir. Upp­vinnsl­an er mér mjög mik­ið hjart­ans mál og svo hef ég þessa sköp­un­ar­þörf og sam­eina þetta í jóla­skraut­inu.“

Ísa­bella þræð­ir nytja­mark­aði í fjár­sjóðs­leit. „Ég kaupi hluti sem eru í raun og veru ekki nýti­leg­ir og vinn þá upp. Ýms­ir góð­gerð­ar­mark­að­ir halda til haga fyr­ir mig gömlu jóla­skrauti sem er brot­ið og selst ekki og stund­um er ég líka að bjarga hlut­um sem mér finnst fal­leg­ir og setja í nýtt sam­hengi. Styttu sem hef­ur ver­ið úti í horni á nytja­mark­að­in­um er hægt að mála í öðr­um lit og setja við hlið­ina á fal­leg­um kerta­stjaka,“seg­ir hún og bæt­ir við: „Oft er nóg að þrífa hlut­ina eða pússa þá upp og svo er það líka stund­um bara sam­heng­ið sem skipt­ir máli, þeg­ar bú­ið er að þrífa hluti og setja þá með öðr­um fal­leg­um hlut­um á bakka þá sjást þeir bet­ur og verða fal­legri.“

Hún seg­ir að upp­vinnsl­an sé bæði gef­andi fyr­ir ein­stak­ling­inn og um­hverf­ið. „Mig lang­ar að sýna fram á að það þarf ekki endi­lega alltaf að kaupa eitt­hvað nýtt, fólk get­ur gert eitt­hvað sjálft og á skemmti­leg­an hátt, með börn­un­um sín­um og fjöl­skyld­unni. Að búa til hluti sam­an, föndra og gera heim­il­ið sitt fal­legt er svo miklu meira gef­andi en að fara sam­an í Kr­ingl­una, þú býrð til minn­ing­ar á með­an þú ert að búa hlut­ina til. Það þarf ekk­ert að kaupa, stund­um er nóg að fara nið­ur í geymslu og finna eitt­hvað sem hægt er að gera fal­legt.“

Ísa­bella held­ur úti heima­síðu um upp­vinnslu sem heit­ir pinkupcycl­ing.com þar sem má finna grein­ar um upp­vinnslu og hvernig fólk get­ur upp­unn­ið sjálft. Þar er hún líka með hluti sem hún hef­ur upp­unn­ið til sölu. „Það er svo gef­andi, bæði fyr­ir um­hverf­ið, heim­il­ið og sál­ina að búa til eitt­hvað ódýrt, fal­legt og nyt­sam­legt.“

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Ísa­bella Leifs­dótt­ir upp­vinn­ur gleymda hluti í jóla­skraut sem er bæði um­hverf­i­s­vænt og fal­legt.

Jóla­tré geta ver­ið ým­iss kon­ar og hér er eitt gull­fal­legt úr smíða­járni sem fannst á mark­aði hjá Hjálp­ræð­is­hern­um.

Þessa jóla­jötu fann Ísa­bella á nytja­mark­aði, tyrfði þak­ið upp á nýtt, bjó til steind­an glugga í fjár­hús­ið og end­ur­nýj­aði Jesúbarn­ið. Engl­arn­ir og kerta­stjak­inn eru góð dæmi um hluti sem öðl­ast fyrri feg­urð í nýju sam­hengi.

Göm­ul syk­ur- og rjóma­sett úr silf­urpletti fá al­veg nýtt líf þeg­ar bú­ið er að steypa rauð jóla­kerti í þau.

Þessi kátu jóla­svein­ar frá sjö­unda ára­tugn­um sóma sér vel hang­andi í silfr­uð­um kransi frá svip­uð­um tíma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.