Auð­velt að spegla sig í Jesúbarn­inu

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Þórdís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is MYND/STEFÁN

Fyr­ir Hjalta Jón Sverris­son, ný­vígð­an prest við Laug­ar­nes­kirkju, snú­ast jól­in um frið, von, sam­veru og kær­leika, en líka súkkulaðimús­ina henn­ar mömmu og NBA-körfu­bolta á jóla­dag.

Ég held að jól­in séu okk­ur kær vegna þess að á jól­un­um mæt­um við því hver við er­um og því sem skipt­ir okk­ur máli. Við mæt­um því hvar við stönd­um í tengsl­um við fólk­ið okk­ar og sam­fé­lag­ið, gagn­vart trúnni okk­ar og lífs­skoð­un­um. Við mæt­um líka tákn­heimi jól­anna, eins og ljós­inu sem skín í myrkr­inu og því undri og leynd­ar­dómi sem til­vera okk­ar er. Því þótt við skilj­um margt í til­ver­unni er svo margt sem við skilj­um ekki. Til­ver­an er kannski fyrst og fremst upp­lif­un og á jól­um er upp­lif­un okk­ar mik­il og marg­vís­leg,“seg­ir Hjalti Jón Sverris­son, ný­vígð­ur prest­ur við Laug­ar­nes­kirkju.

Hann seg­ir jóla­guð­spjall­ið segja mik­ið um það hvernig lífið er.

„Þar voru Ma­ría og Jós­ef í að­stæð­um sem þau völdu sér ekki en fundu samt sína leið og sú leið var fólg­in í því að vernda lífið. Að vernda ný­fætt Jesúbarn­ið og gera það óhult svo það mætti vaxa fram og dafna. Um það snú­ast jól­in; að vernda lífið,“seg­ir séra Hjalti.

Jól­in snú­ist líka um sam­fylgd. „Í jóla­guð­spjall­inu birt­ist Guð okk­ur í því allra brot­hætt­asta og lífið er við­kvæmt og dýr­mætt. Öll lend­um við í að­stæð­um sem við kus­um ekki yf­ir okk­ur og Guð birt­ist okk­ur líka í því þeg­ar engl­ar Guðs sp­urðu hvorki um stétt né stöðu þeg­ar þeir mættu fjár­hirð­un­um sem sann­ar­lega voru ekki mik­ils met­in stétt. Þess vegna eru jól­in mik­il­væg, merki­leg og dýr­mæt áminn­ing um að Guð mæt­ir okk­ur í öll­um að­stæð­um, óháð því hver við er­um og hvað­an við kom­um, á auð­veld­um tím­um jafnt sem erf­ið­um.“

Sem börn í Guðs ríki

Séra Hjalti Jón er fædd­ur og upp­al­inn í Fella­bæ á Hér­aði. Hann er næ­stelst­ur í systkinaröð­inni og á fjór­ar syst­ur.

„Ég hef átt öll mín jól í Fella­bæ en nú verða jól­in mín svo­lít­ið öðru­vísi því ég mun þjóna með Evu Björk Valdi­mars­dótt­ur, starf­andi sókn­ar­presti Laug­ar­nes­kirkju, í aft­an­söng á að­fanga­dags­kvöld. Ég hlakka mik­ið til og upp­lifi mig af­ar heiðr­að­an á svo há­tíð­leg­um tíma­mót­um. Það hef­ur djúpa merk­ingu fyr­ir mig að vera treyst fyr­ir því að taka á móti jól­un­um með kirkj­unn­ar þjón­um og söfn­uð­in­um,“seg­ir Hjalti sem er ein­hleyp­ur og fer í jóla­mat til sinna bestu vina eft­ir aft­an­söng­inn.

„Eft­ir að þjóna við jóla­messu á jóla­dag fer ég aust­ur í faðm for­eldra, ömmu og afa, systra minna og syst­ur­sona en við verð­um öll sam­an um ára­mót­in. Fjöl­skyld­an á sér ýms­ar jóla­hefð­ir, eins og jóla­göngu­túr á að­fanga­dag sem við systkin­in grín­umst með að þola ekki en vilj­um held­ur alls ekki missa af. Þá er pabbi bú­inn að tína til vel hallæris­leg­ar jóla­húf­ur sem hann skell­ir á haus­inn á okk­ur og mað­ur hef­ur lært að mót­mæla ekki en brosa og hafa gam­an af. Við syst­ur mín­ar spil­um líka mik­ið yf­ir há­tíð­arn­ar og í því felst dýr­mæt sam­vera,“seg­ir jóla­barn­ið Hjalti Jón, full­ur til­hlökk­un­ar.

„Fyr­ir mér snú­ast jól um frið og sam­veru. Ekki bara gleði, hopp og hí held­ur eru þau marg­þætt tímamót og fyr­ir syrgj­end­ur og þá sem hafa misst eru jól­in marg­slung­inn tími. Á mestu há­tíð kær­leik­ans mæt­um við sorg­um okk­ar, því sorg er ekki til án kær­leik­ans og í kær­leik­an­um á von­in um áfram­hald­ið rót sína. Sú von birt­ist í mesta myrkr­inu, þeg­ar ljós­ið byrj­ar að skína eins og við sjá­um svo tákn­rænt í ís­lenska skamm­deg­inu,“

seg­ir séra Hjalti og bæt­ir við:

„Við sjá­um líka ljós Guðs í ný­fæddu Jesúbarn­inu, ung­barni sem þarf á hjálp að halda og stuðn­ingi, styrk og kær­leika til að vaxa. Það gef­ur okk­ur leyfi til að vera eins og við er­um, sterk en oft svo veik­burða, van­mátt­ug og hjálp­ar­þurfi, og við meg­um öll þarfn­ast hjálp­ar og gang­ast við því að við þurf­um á þess­ari von að halda. Bet­lehem­stjarn­an er líka merki­legt von­ar­tákn. Það virð­ist kannski ekki vit­urt að vitr­ing­arn­ir hafi elt stjörnu í von og trú í jóla­guð­spjall­inu, en öll er­um við í lífi okk­ar stund­um stödd á stað þar sem auð­veld­ast væri að hætta að vona, en samt leggj­um við af stað og fylgj­um lít­illi von­ar­stjörnu; Bet­lehem­stjörn­unni, og treyst­um því að finna okk­ar leið. Allt er þetta jól­in fyr­ir mér; von, hvíld og kær­leik­ur.“

Hjalti seg­ir auð­velt fyr­ir mann­kyn­ið að spegla sig í Jesúbarn­inu; í þörf fyr­ir kær­leika og von.

„Oft heyr­ir mað­ur for­eldra segja að þeir hafi eign­ast jól­in upp á nýtt þeg­ar þau eign­uð­ust börn. Það er merki­legt því Jesús sagði sjálf­ur sem full­orð­inn mað­ur að til að taka á móti Guðs ríki þyrfti mað­ur að taka á móti því eins og barn. Til þess fá­um við tæki­færi í gegn­um börn­in og þeg­ar við setj­um upp jóla­skraut og bök­um smá­kök­ur upp­lif­um við jólagleð­ina í gegn­um þau,“seg­ir séra Hjalti sem á sjálf­ur fjóra syst­ur­syni.

„Ég finn þetta svo skýrt í sam­ver­unni með þeim og það er mjög heil­agt í mínu lífi. Ég elska þá svo mik­ið og elska að verja tíma með þeim. Ég elska líka að borða kynstr­in öll af súkkulaðimús­inni henn­ar mömmu og horfa á NBAkörfu­bolt­ann á jóla­dag; það er eig­in­lega ekk­ert jafn gott í líf­inu og það,“seg­ir Hjalti og bros­ir.

Tengdi ung­ur við Guð

Séra Hjalti Jón er mörg­um kunn­ur sem tón­list­ar­mað­ur. Hann er í hljóm­sveit­un­um Miri og Kriki og hef­ur spil­að á bassa og gít­ar með Benna Hemm Hemm, Krónu og fleir­um. Hug­ur hans stefndi lengi vel á tón­smíð­anám en á mennta­skóla­ár­un­um fór að koma upp sú hug­mynd hjá Hjalta að læra guð­fræði ein­hvern dag­inn.

„Í mér hef­ur alltaf ver­ið sterk­ur trú­ar­þráð­ur. Sem barn tengdi ég trú­ar­leg­ar til­finn­ing­ar jafnt við Turt­les, nátt­úr­una og sög­ur af Jesú frá Nasa­ret. Ég á minn­ing­ar um mig átta ára hjólandi heim eft­ir fót­bolta og talandi við Guð um hvaða stelpu ég var skot­inn í, hvað ein­hver var pirr­andi í bolt­an­um eða hvað mig lang­aði að verða best­ur. Hefð­bundn­ar bæn­ir þóttu mér fal­leg­ar en þetta var per­sónu­legt og ein­lægt sam­band við Guð eins og Guð birt­ist mér. Þetta hef­ur að gera með tengsl­in og það sem ger­ist í bæn­inni. Það náði inn í minn innsta kjarna þeg­ar ég treysti Guði fyr­ir mér og sagði hon­um frá þörf­um mín­um og löng­un­um. Við vor­um að tengja.“

Í æsku­lýðs­starfi kirkj­unn­ar seg­ist Hjalti oft verða þess áskynja að börn og ung­ling­ar eigi í fal­legu og traustu sam­bandi við sína trú.

„Fyr­ir síð­ustu jól var ég til dæm­is með bæna­stund­ir og þá kom sami strák­ur­inn viku eft­ir viku og þakk­aði Guði fyr­ir raf­magn­ið. Mér fannst það svo fal­legt, líka vegna þess hvað manni þyk­ir raf­magn­ið ósköp hvers­dags­legt. Þetta voru hans ein­lægu tengsl; Guð, takk fyr­ir raf­magn­ið. Sem kveik­ir jóla­ljós­in, á leikja­tölv­unni og ís­skápn­um, eða hverju sem er.“

Hjalti er fyrsti prest­ur­inn í sinni fjöl­skyldu. Fað­ir hans, Sverr­ir Gests­son, var skóla­stjóri í Fella­skóla í Fella­bæ í þrjá­tíu ár og móð­ir hans, Ásta Ma­ría Hjalta­dótt­ir, er sér­kenn­ari.

„Það eru marg­ir kenn­ar­ar í minni fjöl­skyldu en mín upp­lif­un er sú að þeim þyki bara skemmti­legt að fá prest í fjöl­skyld­una. Þau hafa fund­ið hvað þetta skipti mig miklu máli og mun meira máli en ég hef kunn­að að koma í orð. Ég hef fund­ið of­boðs­lega ást frá þeim í þessu ferli og hvað þau halda

með mér, styðja mig og styrkja í öllu sem ég tekst á við. Ég reyni að mæta þeim með því sama,“seg­ir séra Hjalti þakk­lát­ur.

Samdi jóla­sálm á jólanótt

Þeg­ar Hjalti Jón hugði á tón­smíð­anám spurði Hilm­ar Örn Hilm­ars­son, alls­herj­argoði Ása­trú­ar­manna, Hjalta hvort hann hefði íhug­að að fara frek­ar í guð­fræði. Seinna, þeg­ar Hjalti ætl­aði að sækja um nám í rit­list og var bú­inn að ýta á enter-takk­ann til að senda um­sókn­ina fann hann sterkt fyr­ir köll­un til þess að fara frek­ar í guð­fræði.

„Ég tengi djúpt við prests­starf­ið og hef í mínu lífi upp­lif­að sterkt að Guð starfar í gegn­um fólk, að Guð mæti okk­ur í veru­leika okk­ar í gegn­um tengsl. Þetta er auð­vit­að að­eins mín upp­lif­un og túlk­un. Tök­um sem dæmi vík­ingaklapp­ið á EM í fót­bolta 2016. Hvað var að ger­ast þar? Það voru svo sterk tengsl og upp­lif­un sem bygg­ir á sam­líð­an, og þeg­ar ég upp­lifi í hjarta mínu lif­andi trú þá birt­ist hún ein­mitt sterkt í því að ég upp­lifi mig sem hluta af stærra sam­hengi. Ég verð þess áskynja að ég er hluti af ein­hverju miklu stærra og meira en ég er sjálf­ur, en finn á sama tíma mjög sterkt fyr­ir ein­stak­lingn­um Hjalta. Þetta er sam­mann­leg upp­lif­un sem ger­ist sam­tím­is, rétt eins og hjá sálma­skáld­inu sem orti átt­unda Davíðs­sálm fyr­ir meira en 2000 ár­um og fjall­ar um mann sem upp­lif­ir sig sam­tím­is svo agn­arsmá­an og svo mik­inn.“

Frá því á unglings­ár­un­um hef­ur séra Hjalti sótt mið­næt­ur­helg­i­stund á að­fanga­dags­kvöld í kirkj­unni heima í Fella­bæ.

„Það er mín per­sónu­lega jóla­hefð og þar mæti ég jól­un­um,“seg­ir Hjalti og rifjar upp hjart­fólgna minn­ingu frá jól­um for­tíð­ar.

„Mér er minn­is­stæð ein jólanótt þeg­ar ég kom heim úr mið­næt­ur­messu. Yf­ir og allt um kring ríkti frið­ur og um nótt­ina gerði ég til skipt­is að semja jóla­sálm á gít­ar­inn og lesa í bók sem mér hafði ver­ið gef­in. Ég man líka þá merki­legu til­finn­ingu að vaka einn á með­an fólk­ið mitt svaf þessa helgu nótt. Í loft­inu var frið­ur og ég upp­lifði svo sterkt að ég væri ekki einn; það var í því svo mik­il hlýja að vita af fólk­inu mínu ör­uggu, sof­andi vært og rótt, í þeirri hlýju mætti ég ein­hverju heil­ögu.“

ÉG Á MINN­ING­AR UM MIG ÁTTA ÁRA HJÓLANDI HEIM EFT­IR FÓT­BOLTA OG TALANDI VIÐ GUÐ. ÞETTA VAR PER­SÓNU­LEGT OG EIN­LÆGT SAM­BAND. VIÐ GUÐ VOR­UM AÐ TENGJA.

Fell­bæ­ing­ur­inn Hjalti Jón Sverris­son tók vígslu sem prest­ur í Laug­ar­nes­kirkju þann 14. októ­ber í haust.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.