Sætt serví­ettu­tré

Fal­lega brot­in serví­etta get­ur lyft veislu­borð­inu í nýj­ar hæð­ir. Nem­end­ur Hús­stjórn­ar­skóla Reykja­vík­ur kenna okk­ur ein­falt og jóla­legt serví­ettu­brot sem gam­an er að skreyta jóla­borð­ið með.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Sólveig Gísladóttir sol­[email protected]­bla­did.is

Áfimmtu­dög­um er alltaf sparimat­ur hjá okk­ur og þá brjóta nem­end­ur serví­ett­ur til að skreyta borð­ið með,“seg­ir Mar­grét Sig­fús­dótt­ir, skóla­stjóri Hús­stjórn­ar­skóla Reykja­vík­ur. Dreg­in er fram þykk bók með mis­flókn­um brot­um sem nem­end­ur hafa gam­an af að glíma við. Því var ekki kom­ið að tóm­um kof­an­um þeg­ar Fréttablaðið bað um fal­legt og ein­falt serví­ettu­brot á jóla­borð­ið.

„Þetta er mjög ein­falt brot sem all­ir ættu að geta gert. Best er að nota stór­ar mat­ar­serví­ett­ur en hægt er að hafa þær í ýms­um lit­um,“lýs­ir Mar­grét og seg­ir af­ar gam­an að setj­ast við borð sem nostr­að hef­ur ver­ið við. „Síð­an á að taka serví­ett­urn­ar í sund­ur, þó sum­ir tími því varla, og leggja í kjölt­una. Þeg­ar bú­ið er að borða á að leggja þær til hlið­ar við disk­inn en ekki of­an á hann.“

12. Topp­inn má skreyta, til dæm­is með pakkaslaufu.

10. Horn­in á serví­ett­unni eru brot­in upp og stung­ið und­ir vas­ana fyr­ir of­an.

3. Serví­ett­an er brot­in í fernt.

11. Hald­ið er áfram að brjóta horn­in.

6. Öll horn­in hafa ver­ið brot­in nið­ur.

7. Serví­ett­unni er snú­ið á hvolf og svo er önn­ur hlið­in brot­in inn að miðju.

5. Hald­ið er áfram með að brjóta horn­in nið­ur.

9. Serví­ett­unni snú­ið við.

4. Eitt horn­ið er brot­ið nið­ur þannig að einn til tveir cm standi útaf.

1. Best er að nota stóra mat­ar­serví­ettu og leggja slétta á borð.

8. Hin hlið­in brot­in inn að miðju.

2. Serví­ett­an er brot­in í tvennt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.