Ekki sterk­ar hefð­ir yf­ir jól­in

Bak­grunn­ur for­eldra Elín­ar Kristjáns­dótt­ur hafði mik­il áhrif á jóla­hald æsku henn­ar. Móð­ir henn­ar er frá Taílandi og Elín var einka­barn pabba síns sem átti hana 45 ára gam­all. Und­an­far­in ár hef­ur Elín auk þess eytt jól­un­um á fjar­læg­um slóð­um víða um heim.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Starri Freyr Jónsson [email protected]­bla­did.is

Það er óhætt að segja að Elín Kristjáns­dótt­ir sé ekki dæmi­gert ís­lenskt jóla­barn en hún er fædd og upp­al­in á Íslandi af taí­lenskri móð­ur og ís­lensk­um föð­ur. Móð­urætt Elín­ar er búdda­trú­ar, og held­ur að öllu jöfnu ekki upp á jól­in, og því voru jól­in ein af þeim hefð­um sem móð­ir henn­ar og móð­ur­fjöl­skylda tóku upp þeg­ar þau flutt­ust til Ís­lands hvert af öðru. „Mér fannst erfitt að vera bland­að barn yf­ir jóla­há­tíð­ina í æsku minni, sér­stak­lega eft­ir sex ára ald­ur og sam­an­burð­ur við aðra fór að skipta máli. Pabbi var frek­ar hlé­dræg­ur mað­ur en hann átti mig þeg­ar hann var orð­inn 45 ára og ég var einka­barn­ið hans. Barnajól og jóla­hefð­ir í kring­um börn voru allt öðru­vísi þeg­ar ég var barn og þeg­ar pabbi var barn. Mamma var nátt­úru­lega al­gjör nýgræð­ing­ur og vissi ekk­ert um ís­lensk jól, ut­an þess að elda mat á að­fanga­dag og jóla­dag. Það hef­ur í raun aldrei ver­ið rosa­lega sterk hefð hjá okk­ur í kring­um jól­in, ann­að en að skreyta, vera með jóla­tré og mat á að­fanga­dag og jóla­dag. Í seinni tíð, sér­stak­lega eft­ir að pabbi dó ár­ið 2016, höf­um við sleppt jóla­trénu og mat á jóla­dag.“

Ólík öðr­um börn­um

Vegna óhefð­bund­ins bak­grunns for­eldra sinna fékk Elín því ekki í skó­inn eins og flest önn­ur börn, ekki var kveikt á að­ventukr­ansi og eng­ar smá­kök­ur voru bak­að­ar. „Mér fannst mjög erfitt í 1.-3. bekk þeg­ar krakk­arn­ir í skól­an­um voru að tala um hvað þau hefðu feng­ið í skó­inn. Þeg­ar röð­in kom að mér laug ég bara, og sagði eitt­hvað sem ein­hver ann­ar hafði sagt. Ég heimt­aði að föndra að­ventukr­ans­inn sjálf en það vant­aði þessa há­tíð­legu stund þeg­ar kert­in voru tendr­uð. Mamma skildi ekki til­gang­inn með krans­in­um og ég skil hana frek­ar vel í dag. Smá­köku­hefð­in var held­ur ekki til stað­ar en ég bak­aði stund­um sjálf en með mis­mun­andi ár­angri.“

Reyndu sitt besta

Jóla­mat­ur­inn var bæði hefð­bund­inn ís­lensk­ur mat­ur á borð við ham­borg­ar­hrygg og lamba­læri, en einnig var oft boð­ið upp á pek­in­gönd sem Elín seg­ir fá­rán­lega góða auk þess sem hún sé menn­ing­ar­lega blönd­uð mál­tíð. „Hvað varð­ar gjaf­ir þá held ég að ég hafi ekki upp­lif­að ein ein­ustu jól þar sem ég þurfti ekki að stjórna því með ein­hverju móti hvað mér yrði gef­ið í jóla­gjöf. Bæði mamma og pabbi voru með litla til­finn­ingu fyr­ir gjöf­um og hvað bæri að gefa. Það fór sjúk­lega fyr­ir brjóst­ið á mér þeg­ar ég var krakki og mér fannst þetta mjög neyð­ar­legt og ósann­gjarnt en með tím­an­um fyr­ir­gaf ég þeim. Þau voru bara að reyna sitt besta og ég er al­veg sátt í dag. Fjöl­skylda mín hef­ur lúmskt gam­an af happ­drætti og síð­ustu ár­in höf­um við keypt hell­ing af happa­þrenn­um, sett í pott og freist­að gæf­unn­ar ann­að­hvort á að­fanga­dag eða ára­mót­um.“

Aldrei logn­molla

Nokkr­ir með­lim­ir móð­ur­fjöl­skyldu Elín­ar frá Taílandi hafa flutt til Ís­lands á und­an­förn­um tveim­ur ára­tug­um og yf­ir­leitt hef­ur ver­ið fjöl­mennt á að­fanga­dags­kvöld hjá fjöl­skyld­unni. „Taí­lenska fjöl­skyld­an mín er mjög op­in og það er aldrei logn­molla í kring­um þetta fólk mitt. Þau sem búa á Íslandi eru mamma mín, bróð­ir, syst­ir, syst­ir mömmu, dótt­ir syst­ur mömmu og af­kom­end­ur. Það hef­ur ver­ið mis­mun­andi í gegn­um ár­in hversu marg­ir eru hjá okk­ur á jól­un­um, ætli við höf­um ekki oft­ast ver­ið milli 5 og 10 sam­an á jól­un­um.“

Hún seg­ir það hafa kom­ið sér mest á óvart við fólk­ið sitt og jól­in hversu mis­mun­andi skoð­un það hafði á ís­lenska lamba­kjöt­inu. „Mömmu minni, bróð­ur og syst­ur finnst það rosa­lega fínt, en svo vill syst­ir mömmu og dótt­ir henn­ar bara alls ekki sjá það. Þær segja að það sé vond lykt af því. Mér hef­ur hins veg­ar alltaf þótt ís­lensk­ur há­tíð­armat­ur góð­ur.“

Á fjar­læg­um slóð­um

Það er ekki nóg með að Elín lifi frek­ar óhefð­bundnu lífi kring­um jól­in hér á landi, held­ur hef­ur hún líka eytt nokkr­um jól­um er­lend­is og þá á fjar­læg­um slóð­um. Hún seg­ir það aldrei vera erfitt held­ur þvert á móti oft al­gjör­an létti. „Dæmi um slík jól voru síð­ustu jól en þá fór ég til Ind­lands í jóga­nám og hélt upp á að­fanga­dag og jóla­dag með sam­nem­end­um mín­um. Þetta voru önn­ur jól­in eft­ir að pabbi dó og ég var bú­in að eiga hrika­lega erfitt og stremb­ið sorg­ar­ár 2017 svo ég vildi ekki eyða jól­un­um á Íslandi. Ár­ið 2015 var ég stödd í strand­bæn­um Byron Bay í Ástr­al­íu með vini mín­um á jól­un­um. Við feng­um okk­ur nauta­steik og fór­um síð­an í partí en des­em­ber er heit­asti tím­inn í Ástr­al­íu. Einnig hef ég eytt jól­un­um hjá bróð­ur mín­um og fjöl­skyldu hans sem búa í Taílandi. Þá þef­aði ég uppi jóla­há­tíð á kirkju­lóð með­al krist­inna Taí­lend­inga og dró búd­dísku fjöl­skyld­una mína með. Þar var boð­ið upp á mat­ar­mark­að, happ­drætti og jóla­tré. Þetta var nokk­uð fjöl­menn sam­koma og mjög for­vitni­leg.“

MYND/ERNIR

„Mér fannst erfitt að vera bland­að barn yf­ir jóla­há­tíð­ina í æsku minni, sér­stak­lega eft­ir sex ára ald­ur og sam­an­burð­ur við aðra fór að skipta máli,“seg­ir Elín Kristjáns­dótt­ur sem ólst upp með ís­lensk­um föð­ur og taí­lenskri móð­ur. Elín ásamt móð­ur sinni jól­in 1995.

Með pabba og ömmu jól­in 1995. Elín er klædd í taí­lensk­an þjóð­bún­ing.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.