Vinn­ur bug á jóla­stressi og kvíða

Sigríður A. Pálma­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dá­leið­ari, hef­ur náð góð­um tök­um á jóla­kvíða með dá­leiðslu. Hún seg­ir marga glíma við jóla­kvíða vegna erfiðra minn­inga úr æsku.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Elín Albertsdóttir el­[email protected]­bla­did.is

Dá­leiðsla hef­ur gagn­ast vel þeim sem glíma við streitu eða kvíða. Sigríður A. Pálma­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dá­leið­ari, seg­ir að nú sé að ganga í garð dimm­asti og mesti streitu­tími árs­ins. Sigríður kenn­ir sjálfs­dá­leiðslu sem er ákveð­ið form með­ferð­ar sem hjálp­ar til við að ná breyt­ing­um á hegð­un og streit­u­stjórn­un. Hún er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og hafði starf­að við hjúkr­un í 40 ár en ár­ið 2015 ákvað hún að bæta við sig og læra dá­leiðslu.

„Það eru til nokkr­ar teg­und­ir af dá­leiðslu en ég hef lagt áherslu á að kenna sjálfs­dá­leiðslu. Ég fæ fólk til að hjálpa sér sjálft. Fólk vinn­ur oft vel und­ir álagi en ef það verð­ur of mik­ið get­ur það breyst í kvíða og streitu. Því mið­ur eru marg­ir haldn­ir jóla­kvíða. Það get­ur til dæm­is ver­ið vegna slæmra minn­inga úr for­tíð­inni. Sjálf er ég mik­ið jóla­barn og hlakka mik­ið til jól­anna svo þetta hef­ur kom­ið mér tals­vert á óvart,“seg­ir hún.

Sjálfs­dá­leiðsla get­ur ver­ið góð leið til hjálp­ar. „Við för­um í raun­inni í sjálfs­dá­leiðslu nokkr­um sinn­um á dag,“seg­ir Sigríður. „Það er þeg­ar við er­um að sofna og þeg­ar við er­um að vakna. Gott dæmi um sjálfs­dá­leiðslu er karl­mað­ur sem er límd­ur við sjón­varp­ið og eng­inn nær sam­bandi við. Einnig kann­ast marg­ir við þeg­ar þeir eru á leið á ákveð­inn stað en eru allt í einu komn­ir heim í stað­inn.“

Sigríður seg­ir að sjálfs­dá­leiðsla sé ekk­ert ólík hug­leiðslu. „Þetta er and­leg og lík­am­leg slök­un sem ger­ir mann sterk­ari og með betri ein­beit­ingu,“seg­ir hún.

„Við nálg­umst und­ir­með­vit­und­ina – marg­ir tala um sinn innri mann eða inn­sæi – og við get­um átt beint spjall við und­ir­með­vit­und­ina með vanda­mál okk­ar og ósk­að eft­ir leið­bein­ing­um eða hjálp. Öll vit­und er í höfð­inu á okk­ur, dag­vit­und=nú­vit­und er 20 pró­sent en und­ir­með­vit­und­in 80 pró­sent en hún stjórn­ar öll­um minn­ing­um og ósjálf­ráða tauga­kerf­inu og öllu því sem við þurf­um ekki að hugsa um eins og önd­un, hjart­slætti, melt­ingu, labbi eða að hjóla svo dæmi séu nefnd.

Við get­um stýrt und­ir­með­vit­und­inni með sjálfs­dá­leiðslu og fyllt okk­ur gleði og til­hlökk­un í stað­inn fyr­ir kvíða og streitu,“seg­ir Sigríður.

„Ég veit að ég get hjálp­að fólki sem vill breyt­ing­ar og að losna und­an jóla­kvíða með því að kenna því sjálfs­dá­leiðslu. Það hef­ur gef­ið góða raun. Fólk get­ur haft alls kyns kvíða, svefntrufl­an­ir eða önn­ur streitu­ein­kenni en átt­ar sig kannski ekki á ástæð­unni. Það leit­ar jafn­vel til lækn­is út af vöðva­bólgu, höf­uð­verk eða öðr­um lík­am­leg­um ein­kenn­um. Sum­ir eru með þyngsli fyr­ir brjósti og telja að þeir séu að fá hjarta­áfall eða maga­sár. Fólk er ótrú­lega dug­legt að tala sig nið­ur,“seg­ir Sigríður og bæt­ir við að það hafi kom­ið henni á óvart hversu al­gengt þetta er.

Sigríður ákvað að læra dá­leiðslu til að hjálpa fólki með alls kyns fælni, til dæm­is flug­hræðslu eða þeim sem vildu hætta að reykja. Hún átt­aði sig fljótt á að mesta þörf­in var hjá þeim sem glímdu við kvíða af ýmsu tagi.

„Mjög margt ungt fólk er hald­ið kvíða, fólk sem vill gera allt 120 pró­sent. Það þarf að læra að for­gangsr­aða í líf­inu. Ég hef not­að sjálfs­dá­leiðslu á sjálfa mig með mjög góð­um ár­angri. Ég hlakka til jól­anna en ég er langt í frá eins og amma mín sem skúr­aði allt og skrúbb­aði fyr­ir jól­in. Ég nýt þess frek­ar að borða góð­an mat og hitta fjöl­skyld­una yf­ir há­tíð­ina,“seg­ir Sigríður.

Hægt er að fræð­ast meira um starf henn­ar á Face­book und­ir Inn­ávið – ár­ang­urs­rík dá­leiðsla.

MYND/EYÞÓR

Sigríður hjálp­ar fólki að kom­ast yf­ir jóla­streitu með dá­leiðslu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.