Fag­urrautt og rússneskt á jóla­borð­ið Nat­hal­ía seg­ist byrja frem­ur

Nat­hal­ía Druz­in Hall­dórs­dótt­ir söng­kona á ræt­ur að rekja til Rúss­lands. Hún út­býr með­læt­ið með hangi­kjöt­inu á jóla­dag eft­ir þar­lendri upp­skrift.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Sigríður Inga Sigurðardóttir sigridur­[email protected]­bla­did.is MYND/ERNIR

Ég bý gjarn­an til rússneskt rauð­róf­u­sal­at, sem er gott með­læti með ís­lenska hangi­kjöt­inu. Það er ekki bara bragð­gott held­ur fag­urrautt og fal­legt á jóla­borð­ið. Mamma er frá Rússlandi og hef­ur bú­ið á Íslandi síð­an 1973. Hún hef­ur alltaf ver­ið dug­leg við að út­búa með­læti að rúss­nesk­um sið og einnig alls kon­ar rúss­nesk­an mat og ég hef reynt að læra af henni,“seg­ir Nat­hal­ía, söng­kona og mark­aðs- og kynn­ing­ar­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar.

Kjöt, fisk­ur og græn­meti, ekki síst rót­argræn­meti, er ein­kenn­andi fyr­ir rúss­neska mat­ar­gerð. „Dæmi­gerð­ur rúss­nesk­ur mat­ur er frem­ur ein­fald­ur og bragð­góð­ur. Þeg­ar mamma flutti hing­að til lands kom henni helst á óvart hversu lít­ið úr­val var af græn­meti og ávöxt­um. Hún not­aði hvít­lauk óspart í mat­ar­gerð en hann var ófá­an­leg­ur og því voru vin­ir sem komu að ut­an beðn­ir um að koma með hvít­lauk með sér,“rifjar Nat­hal­ía glað­lega upp.

Eng­in jól í 70 ár

Nat­hal­ía seg­ir að jólasið­irn­ir séu ann­ars að mestu ís­lensk­ir, enda er hún fædd hér á landi og upp­al­in. „Þeg­ar mamma fædd­ist í Leníngrad var Rúss­land hluti af Sov­ét­ríkj­un­um. Á Sov­ét­tíma, eða í um sjö­tíu ár, voru jól­in ekki hald­in há­tíð­leg op­in­ber­lega held­ur voru mik­il há­tíða­höld tengd nýju ári. Þá birt­ust æv­in­týra­per­són­urn­ar Ded Moros, eða Frosti afi, og Sneg­úrot­sja, eða Snjóstúlk­an, sem eru eig­in­lega rúss­neski jóla­sveinn­inn og barna­barn hans. Þau eru blá­klædd og tákna vet­ur­inn og koma til að skemmta og gleðja börn­in. Eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna var byrj­að að halda jól á ný en jóla­dag­ur rúss­nesku rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar er tveim­ur vik­um seinna en í hinum vest­ræna heimi eða 6. og 7. janú­ar. Við fjöl­skyld­an héld­um rúss­nesk jól með því að borða góð­an mat og jóla­tréð fékk ávallt að standa fram yf­ir þann tíma,“grein­ir Nat­hal­ía frá.

Ar­mensk­ar smá­kök­ur og ensk jólakaka

Nat­hal­ía seg­ist ekki baka mik­ið fyr­ir jól­in en jóla­bakst­ur­inn á æsku­heim­il­inu var með al­þjóð­leg­um blæ. „Mamma var með öðru­vísi jóla­bakk­elsi en all­ir aðr­ir. Hún bak­aði m.a. alltaf ar­mensk­ar smá­kök­ur, enska jóla­köku og þýskt Stol­len, sem var lát­ið taka sig í kaldri geymslu fram að jól­um. Eitt af því fáa sem ég baka sjálf eru litl­ir mar­en­stopp­ar, eða bizet, sem voru alltaf á jól­un­um heima. Þeir eru skjanna­hvít­ir og fal­leg­ir og born­ir fram í krist­al­skál. Topp­arn­ir minna á snjó­korn og eru mjög jóla­leg­ir,“seg­ir Nat­hal­ía og bæt­ir við að börn­um henn­ar og eig­in­manns­ins, Inga Rafns Ólafs­son­ar, finn­ist mik­il jóla­stemn­ing í því að baka smá­kök­ur fyr­ir jól­in en stund­um sé deig­ið þó keypt úti í búð.

Gef­ur gjaf­ir sem eyð­ast

seint að und­ir­búa jól­in og jóla­tréð er aldrei sett upp fyrr en á Þor­láks­messu. „Innst inni er ég dá­lít­ill spennufík­ill og finnst bara skemmti­legra að hespa hlut­um af, ekki síst þeg­ar kem­ur að því að kaupa jóla­gjaf­ir. Ég vil helst gefa gjaf­ir sem eyð­ast, svo sem gjafa­bréf í nudd eða snyrt­ingu og miða í leik­hús eða á tón­leika. Svo gef ég líka alltaf bæk­ur og tónlist. Síð­ustu gjaf­irn­ar kaupi ég gjarn­an kort­er í lok­un á Þor­láks­messu,“seg­ir hún með bros á vör.

Um ára­bil hef­ur Nat­hal­ía far­ið í messu klukk­an sex á að­fanga­dag og finnst það órjúf­an­leg­ur hluti jól­anna. „Síð­ustu ár­in hef ég sung­ið ein­söng við aft­an­söng og einnig á jóla­dag í hinum ýmsu kirkj­um. Mér finnst það mjög há­tíð­legt. Í ár ætla ég að syngja á jóla­tón­leik­um í Frí­kirkj­unni, ásamt Val­gerði Guðna­dótt­ur, kvennakórn­um Concordia og strengja­sveit und­ir stjórn Lilju Eg­gerts­dótt­ur. Tón­leik­arn­ir verða í há­deg­inu þann 6. des­em­ber og all­ur ágóði renn­ur til Kvenna­deild­ar Land­spít­al­ans,“seg­ir Nat­hal­ía sem ver að­fanga­dags­kvöldi með stór­fjöl­skyld­unni.

„Við er­um ekki með sama jóla­mat­inn ár eft­ir ár og höf­um haft ýmsa góða rétti á boð­stól­um. Mað­ur­inn minn ólst upp við mikl­ar hefð­ir í jóla­matseld og var van­ur að fá aspassúpu í for­rétt, ham­borg­ar­hrygg í að­al­rétt og an­an­as­frómas í eft­ir­rétt. Mér finnst eitt­hvað fal­legt við að hafa alltaf það sama í mat­inn en það hent­ar mér líka vel að breyta til,“seg­ir hún að lok­um. Sjóð­ið rauð­róf­urn­ar sér þar til þær eru orðn­ar mjúk­ar. Sjóð­ið kart­öfl­ur og gul­ræt­ur sam­an þar til kart­öfl­urn­ar eru soðn­ar í gegn. Sker­ið rót­argræn­met­ið í fal­lega litla ten­inga, bland­ið sam­an og lát­ið kólna. Bæt­ið sölt­uðu gúrk­un­um og súr­kál­inu sam­an við auk lauks­ins og baun­anna og bland­ið var­lega sam­an. Setj­ið saf­ann af súr­kál­inu sam­an við ol­í­una og dreyp­ið yf­ir og bland­ið. Salt­ið og pipr­ið eft­ir smekk. Lát­ið standa í lok­uðu íláti í ís­skap og lát­ið taka sig. Ber­ið fram með sax­aðri stein­selju.

Á SOVÉTTTÍMA, EÐA Í UM SJÖ­TÍU ÁR, VORU JÓL­IN EKKI HALD­IN HÁ­TÍЭLEG OP­IN­BER­LEGA HELD­UR VORU MIK­IL HÁ­TÍÐA­HÖLD TENGD NÝJU ÁRI. ÞÁ BIRT­UST ÆV­IN­TÝRA­PER­SÓN­URN­AR DED MOROS, EÐA FROSTI AFI, OG SNEG­ÚROT­SJA, EÐA SNJÓSTÚLK­AN.

Vinaigrette-sal­at­ið er fag­urrautt og fal­legt á jóla­borð­ið.

Um ára­bil hef­ur Nat­hal­ía far­ið í messu klukk­an sex á að­fanga­dag og finnst það órjúf­an­leg­ur hluti jól­anna. „Síð­ustu ár­in hef ég sung­ið ein­söng við aft­an­söng og einnig á jóla­dag í hinum ýmsu kirkj­um.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.