Dæt­urn­ar mið­punkt­ur jóla­halds­ins

Ester Berg­mann Hall­dórs­dótt­ir set­ur jóla­skraut­ið upp snemma en er jafn fljót að taka það nið­ur aft­ur. Hún er ekki með mjög fast­mót­að­ar jóla­hefð­ir og spil­ar jóla­hald­ið í takt við þarf­ir ungra dætra.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Vera Einarsdóttir [email protected]­bla­did.is

Mér finnst mjög gam­an að skreyta fyr­ir jól­in og reyni að gera það til­tölu­lega snemma til að njóta þess leng­ur. Fljót­lega eft­ir jól tek ég skraut­ið hins veg­ar aft­ur nið­ur og er yf­ir­leitt bú­in að því fyr­ir ára­mót. Eins gam­an og það er að setja skraut­ið upp þá finnst mér alltaf gott að taka það nið­ur aft­ur,“seg­ir Ester Berg­mann sem þó skreyt­ir ekki mjög mik­ið. Hún vel­ur af­mörk­uð svæði und­ir skraut og læt­ur það kall­ast á með því að nota svip­að­an efni­við. „Ég reyni líka að nota tæki­fær­ið og hvíla þetta hvers­dags­lega,“seg­ir Ester sem skipt­ir jóla­skraut­inu út fyr­ir ann­að í stað þess að bæta því of­an á það sem fyr­ir er á heim­il­inu. Ester er með mjög stíl­hrein­an smekk og hef­ur næmt auga, en hún held­ur úti Insta­gram­síðu þar sem hún deil­ir fal­leg­um mynd­um af heim­ili sínu und­ir heit­inu ester­berg­mann88. „Hing­að til hef ég ein­göngu ver­ið með hvítt skraut á trénu en bætti við svört­um flau­els­kúl­um í ár sem mér finnst koma mjög vel út. Að öðru leyti er ég að­al­lega með hekl­að skraut eft­ir ömmu mína sem mér þyk­ir af­ar vænt um.“

Kr­ans­ana í glugg­un­um bjó Ester til sjálf. „Ég sá sams kon­ar kransa á Pin­t­erest fyr­ir jól­in í fyrra og lang­aði svo að prófa að búa þá til. Við fjöl­skyld­an ákváð­um hins veg­ar að eyða jól­un­um á Flórída, sem var frá­bær til­breyt­ing, svo ég sleppti því að sinni. Ég ákvað að taka upp þráð­inn í ár og keypti raf­magns­rör sem ég festi sam­an og spreyj­aði svört. Ég vafði svo ut­an um þau gervi­grein­um úr IKEA ásamt ljósaseríu og er mjög ánægð með út­kom­una.“Ester valdi batte­rís­knún­ar serí­ur sem hún seg­ir mjög þægi­leg­ar enda fylg­ir þeim ekk­ert snúru­vesen. „Batte­rí­ið end­ist þó skem­ur en ég átti von á og því þarf að skipta reglu­lega um.“

Ester not­aði sömu grein­ar og hún var með í kröns­un­um í að­ventukr­ans­inn og barr­grein­ar í stíl við jóla­tréð á skraut­borð í stof­unni. Þar er hún líka með svarta stjörnu sem pabbi henn­ar smíð­aði fyr­ir hana um ár­ið. Að­spurð seg­ir hún fjöl­skyld­una nokk­uð hand­lagna. „Pabbi er líka mjög bón­góð­ur við okk­ur mömmu og syst­ur mín­ar og fljót­ur að fram­kvæma ýms­ar hug­mynd­ir sem við fá­um.“

Ester og eig­in­mað­ur henn­ar, Al­ex­and­er Hjálm­ars­son, eiga þrjár dæt­ur, all­ar fædd­ar á þrem­ur og hálfu ári. Sú elsta er átta ára, mið­dótt­ir­in sex og sú yngsta fjög­urra ára. „Jól­in 2016 var sú elsta veik og þá vor­um við bara öll á nátt­föt­un­um á að­fanga­dag sem okk­ur þótti æð­is­legt. Við reyn­um líka að spila jóla­hald­ið eft­ir þeirra þörf­um og borð­um til að mynda klukk­an fimm í stað­inn fyr­ir sex svo stelp­urn­ar njóti mat­ar­ins og pakk­anna bet­ur og geti jafn­vel leik­ið sér að­eins með gjaf­irn­ar áð­ur en þær fara að sofa.“

Dæt­ur Ester­ar þær Ísa­bella, Al­ex­andra og Emil­ía Al­ex­and­ers­dæt­ur.

MYND­IR/ERNIR

Syst­urn­ar hjálpa til við að skreyta.

Ester ger­ir alltaf pip­ar­köku­hús með dætr­um sín­um. Að þessu sinni límdi hún þau sam­an með lím­byssu. „Þetta er nú yf­ir­leitt að­eins til skrauts hvort eð er og sam­setn­ing­in gekk mun bet­ur.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.