Æð­is­leg jóla­terta með rjóma­ostakremi

Unn­ur Anna Árna­dótt­ir hef­ur mikla ástríðu fyr­ir bakstri og er dug­leg að prófa sig áfram með nýj­ung­ar. Hún út­bjó sér­staka jóla­tertu fyr­ir les­end­ur sem er bæði fal­leg og bragð­góð. Hægt er að skreyta tert­una að vild.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Elín Albertsdóttir el­[email protected]­bla­did.is

Unn­ur Anna seg­ir að henni finn­ist alltaf jafn­gam­an að baka. Hún hef­ur bak­að frá því hún var smá­stelpa. „Mér finnst sér­stak­lega skemmti­legt að skreyta kök­ur. Ég skoða gjarn­an Pin­t­erest til að sjá hvað aðr­ir eru að gera og fæ hug­mynd­ir að skreyt­ing­um sem ég síð­an út­færi eft­ir eig­in stíl,“seg­ir hún. „Þeg­ar ég er bú­in að ákveða út­lit­ið finn ég réttu upp­skrift­ina. Ég er alltaf að prófa mig áfram með alls kyns upp­skrift­ir. Í þessa köku nota ég hins veg­ar rjóma­ostakrem sem ég hef gert frá því ég var lít­il og er alltaf í miklu upp­á­haldi. Þeg­ar ég bauð upp á þessa tertu um dag­inn vakti hún því­líka lukku,“seg­ir Unn­ur sem bak­ar eitt­hvað gott í hverri viku.

Unn­ur Anna starfar hjá Leik­fé­lagi Akur­eyr­ar og tek­ur um þess­ar mund­ir þátt í sýn­ing­unni Ka­ba­rett þar sem hún dans­ar. Sýn­ing­in hef­ur feng­ið mjög góða dóma en Unn­ur gleð­ur stund­um sam­starfs­fólk sitt með góðri köku. „Það er bú­ið að vera mjög mik­ið að gera í leik­hús­inu svo ég hef ekki haft tíma til að skreyta fyr­ir jól­in en von­andi verð­ur það fljót­lega. Ég er mik­ið jóla­barn og byrja alltaf snemma að skreyta,“seg­ir hún en Unn­ur Anna á eina dótt­ur, Ag­nesi sem er rúm­lega árs­göm­ul.

Unn­ur bjó í Atlanta í Banda­ríkj­un­um þar sem hún kynnt­ist manni sín­um, Char­les Gu­anci. Hún bíð­ur þess núna að fá græna kort­ið til að flytja út aft­ur. „Þetta er flók­ið kerfi og það get­ur tek­ið lang­an tíma að fá græna kort­ið. Mað­ur­inn minn elsk­ar Ís­land og hann hlakk­ar til að eyða jól­un­um hér á landi. Fjöl­skylda mín legg­ur mik­ið upp úr jóla­hefð­um og sam­veru­stund­um. Við bök­um mik­ið og höld­um í hefð­irn­ar í mat­ar­gerð. Við borð­um alltaf léttreykt­an lambahrygg á að­fanga­dag en á und­an er­um við með tvo for­rétti. Fyrst er jóla­graut­ur sem kem­ur frá ömmu minni og síð­an er ómiss­andi svepp­asúpa sem mamma ger­ir. Hún er ein­stak­lega góð og besta súpa sem ég fæ. Síð­an er­um við með ís í eft­ir­rétt sem kem­ur frá lang­ömmu minni en hann er bara gerð­ur á jól­un­um. Síð­an er auð­vit­að hangi­kjöt á jóla­dag. Ég á stóra fjöl­skyldu sem hitt­ist alltaf á jól­um,“seg­ir hún.

Unn­ur seg­ist ekki vera jafn­hrif­in af mat­ar­gerð og bakstri. „Mig hef­ur aldrei lang­að til að vera kokk­ur en það blund­ar alltaf í mér að vera köku­skreyt­inga­meist­ari. Ég væri mjög til í að reka lít­ið og krútt­legt bakarí,“seg­ir hún og hér kem­ur jóla­tert­an henn­ar Unn­ar.

JÓLAKAKA MEÐ RJÓMA­OSTAKREMI

„Ég bland­aði tveim­ur upp­skrift­um sam­an og þetta kom svaka vel út.“

1½ bolli sjóð­andi vatn 1 msk. mat­ar­sódi 1 bolli púð­ur­syk­ur 250 g smjör

3¾ boll­ar hveiti

1 msk. lyfti­duft

1 msk. engi­fer­duft 3 tsk. kanill

1 tsk. neg­ull

1 tsk. múskat

½ tsk. kar­dimomm­ur ½ tsk. salt

1 bolli síróp

3 egg

1. Still­ið ofn­inn á 180 gráð­ur. 2. Mat­ar­sódi leyst­ur upp í sjóð­andi vatn­inu.

3. Smjör og syk­ur þeytt sam­an í

hræri­vél þar til bland­an er ljós og létt.

4. Hveiti, lyfti­duft, engi­fer­duft, kanill, neg­ull, múskat og kar­dimommu bland­að sam­an í aðra skál.

5. Mat­ar­sóda­blönd­unni, þurrefna­blönd­unni og síróp­inu bætt út í smjör­ið og syk­ur­inn og bland­að vel sam­an.

6. Að lok­um er einu eggi bætt út í í einu, hrært að­eins á milli.

7. Skipt­ið jafnt í þrjú 20 cm hring­laga form og bak­ið hvert í um 25 mín­út­ur.

8. Leyf­ið kök­un­um að kólna.

RJÓMAOSTASMJÖRKREM

400 g rjóma­ost­ur

100 g smjör

500 g flór­syk­ur (þarf stund­um að­eins meira)

2 tsk. vanillu­syk­ur

1. Öllu bland­að sam­an í hræri­vél eða með hand­þeyt­ara þar til verð­ur ljóst og létt.

2. Setj­ið það mik­inn flór­syk­ur að krem­ið leki ekki út um allt þeg­ar það er sett á kök­una.

3. Fyrsta lag­ið af köku er svo sett á disk og krem sett of­an á. Næsta lag kem­ur svo og síð­an krem­ið og svo þriðja kak­an og krem of­an á það. Pínu krem er sett á hlið­arn­ar.

4. Best er að kæla svo kök­una með krem­inu í um klukku­stund og skreyta hana svo að vild.

MYND/AGNES SKÚLADÓTTIR

Kak­an er ekki bara fal­lega skreytt held­ur er hún líka af­ar bragð­góð.

MYND/ AGNES SKÚLADÓTTIR

Unn­ur Anna læt­ur sig dreyma um að eign­ast lít­ið og krútt­legt bakarí með fal­leg­um kök­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.