Hvaða jóla­gjöf gladdi þig mest?

Fréttablaðið - - JÓL 2018 -

Ég fékk ein jól­in svo fal­lega dúkku sem var með höf­uð úr postu­líni en búk­ur­inn, fæt­ur og hend­ur voru úr efni. Ég skírði hana Koggal­íu en ég man ekki hvað­an ég fékk þetta nafn. Mamma saum­aði föt á hana og ég lék mér mik­ið með hana. Einnig fékk ég gít­ar þeg­ar ég var tólf ára sem þótti nokk­uð flott og veg­leg gjöf.

Hvaða jóla­mat hlakk­að­ir þú mest til að borða?

Það var hangi­kjöt­ið, hvíta sós­an og laufa­brauð­ið.

Hver var upp­á­halds­smákak­an eða sæt­met­ið fyr­ir jól­in?

Mér fannst bestu smá­kök­urn­ar vera mömm­u­kök­ur, vanillu­hring­ir og hálf­mán­ar.

Hvert var upp­á­hald­sjó­la­lag­ið á þess­um tíma?

Nú er Gunna í nýju skón­um, að mig minn­ir.

Hvaða jólaflík þótti þér vænst um?

Það var grænn prjóna­kjóll með rauðu blóma­munstri. Mamma mín og elsta syst­ir mín prjón­uðu hann sam­an handa mér.

Manstu eft­ir fyrsta epla­bit­an­um sem þú fékkst um jól­in?

Já, ég minn­ist þess og bragð­ið var æð­is­legt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.