All­ir hefðbundnir í jóla­tónlist „Ann­ars eru spil­un­arlist­arn­ir

Matth­ías Már Magnús­son hef­ur val­ið jóla­lög­in á spil­un­arlista Rás­ar 2 und­an­far­in ár. Hann seg­ir að Ís­lend­ing­ar vilji heyra ís­lenska jóla­tónlist en það þurfi að spila lög­in á rétt­um tíma og í réttu magni.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Oddur Freyr Þorsteinsson odd­ur­[email protected]­bla­did.is

Út­varps­mað­ur­inn Matth­ías Már Magnús­son hjá Rás 2 hef­ur sinnt því hlut­verki að velja tónlist á spil­un­arlista rás­ar­inn­ar yf­ir jól­in ár­um sam­an. Hann seg­ir að flest­ir séu frek­ar hefðbundnir þeg­ar kem­ur að jóla­tónlist og Ís­lend­ing­ar vilji heyra jóla­tónlist á sínu tungu­máli, en það skipti máli að spila rétt lög á rétt­um tíma.

Matth­ías, eða Matti, seg­ist ekki hafa mik­ið velt fyr­ir sér ábyrgð­inni sem fylg­ir því að velja jóla­tónlist fyr­ir lands­menn, þó að fólk hafi vissu­lega sterk­ar skoð­an­ir á jóla­tón­list­inni sinni. „Ég hef bara aldrei pælt í því þannig,“seg­ir hann. „Mað­ur reyn­ir bara ein­hvern veg­inn að gera sitt besta og hafa blöndu af þess­um klass­ísku ís­lensku og er­lendu lög­um sem mað­ur veit að flest­ir hafa gam­an af í bland við eitt­hvað skrítn­ara og skemmti­legra.“

Erfitt að meta hæfi­legt magn

„Það er kúnst að vita hvað er hæfi­legt magn hverju sinni, því skoð­an­ir fólks á því hvað er nóg af jóla­tónlist eru svo skipt­ar,“seg­ir Matti. „Taut­ið sem ég fæ á hverju ári er „þið spil­ið alltof lít­ið af jóla­tónlist“eða „þið spil­ið alltof mik­ið af jóla­tónlist“. Þannig að mað­ur reyn­ir að feta með­al­veg­inn. Ég get ekki svar­að því enn þá hvað er hæfi­legt magn af jóla­tónlist, ég hef ekki hug­mynd og ég held að það viti það eng­inn.“

Gam­an að heyra nýju lög­in

„Það skemmti­leg­asta við að velja jóla­tón­list­ina er að heyra nýju lög­in á hverju ári. Það gleð­ur mig ótrú­lega mik­ið þeg­ar það kem­ur nýtt gott ís­lenskt jóla­lag og mað­ur hugs­ar „þetta er klass­ík, þetta verð­ur spil­að alltaf núna“,“seg­ir Matti. „Með fullri virð­ingu fyr­ir Jóla­hjóli, þá þarf ég ekk­ert að hlusta á það aft­ur sko. Það er æð­is­legt lag, en það er mjög gam­an að fá eitt­hvað nýtt.

Við er­um með jóla­laga­keppni á Rás 2 sem hef­ur ver­ið hefð núna í 15-20 ár,“seg­ir Matti. „Það koma 80-150 ný ís­lensk jóla­lög á ári í þessa keppni, svo velj­um við úr þau bestu og þjóð­in kýs sitt upp­á­halds­lag.

Rás 2 væri í raun­inni ekki að sinna hlut­verki sínu ef hún spil­aði bara þekkt­ustu og vin­sæl­ustu jóla­lög­in. Það eru heilu út­varps­stöðv­arn­ar sem sjá um það og gera það bara vel,“seg­ir Matti. „Okk­ar hlut­verk er að finna það nýja, skrítna og öðru­vísi í jóla­mús­ík og kynna það í bland við þetta hefð­bundna. Það er ein­mitt hug­mynd­in með jóla­laga­keppn­inni, að hvetja til sköp­un­ar á nýrri jóla­tónlist.“

Spila rétt lög á rétt­um tíma

nokk­urn veg­inn eins milli ára og ís­lensk jóla­tónlist er vin­sælli en er­lend. Ís­lend­ing­ar vilja sína jóla­tónlist á sínu tungu­máli. Eft­ir því sem nær dreg­ur jól­um verð­ur fólk svo íhalds­sam­ara og ró­legra. Þú ert ekki til í Hauk Mort­hens

1. des­em­ber, en þú ert al­veg til í hann 22. des­em­ber,“seg­ir Matti. „Þetta skipt­ist svo­lít­ið í að­ventu­lög og jóla­lög. Öll lög­in sem fjalla um að­vent­una ganga ekki upp eft­ir 24. des­em­ber. Þú spil­ar ekki „Ég hlakka svo til“með Svölu eft­ir

24. des­em­ber, al­veg eins og þú spil­ar ekki sól­ar­sam­ba í janú­ar.

En þessi klass­ísku ís­lensku jóla­lög virka alltaf og þurfa að heyr­ast. Það eru ekki jól nema mað­ur heyri Helgu Möller syngja,“seg­ir Matti. „Það er svo hefð að Heims um ból og þessi allra heil­ög­ustu lög heyr­ist ekki fyrr en á að­fanga­dag.“

All­ir frek­ar hefðbundnir

Matti á ekki í vand­ræð­um með að nefna sína eig­in upp­á­hald­sjó­la­tónlist. „Per­sónu­lega finnst mér plat­an hans Sig­urð­ar Guð­munds­son­ar, „Nú stend­ur mik­ið til“, æð­is­leg. Það er til­tölu­lega ný plata sem er gam­an að eiga og geta hlustað á,“seg­ir hann. „Svo finnst mér plat­an Svöl jól eft­ir Jóla­ketti geggj­uð, hún er al­gjör perla. Þetta er plata frá 10. ára­tugn­um sem Móa og Páll Ósk­ar syngja á og Karl Ol­geirs­son gerði. Ég hef hlustað mik­ið á hana á jól­un­um og mæli með henni fyr­ir alla. Hún er á Spotify.

Svo kann ég að meta plöt­urn­ar hans Hauks Mort­hens og De­ans Mart­in og Franks Sinat­ra og alla þessa „crooner-a“jóla­tónlist,“seg­ir Matti. „Þetta er mjög hefð­bund­ið, það eru all­ir frek­ar hefðbundnir í jóla­tónlist.“

Sjálf­ur kann Matth­ías vel að meta jóla­plötu Sig­urð­ar Guð­munds­son­ar, plöt­una Svöl jól eft­ir Jóla­ketti og klass­íska söngv­ara eins og Hauk Mort­hens, De­an Mart­in og Frank Sinat­ra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.