Inni­hald­ið það sem skipt­ir máli

Þórdís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi er mik­il veiði­kona og finnst mik­il­vægt að nýta sem mest sem af skepn­unni kem­ur. Þá finnst henni einnig gam­an að gefa vin­um og vanda­mönn­um af­urð­irn­ar á jóla­föstu og í jóla­gjöf.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir bryn­hild­[email protected]­bla­did.is

Ég hef ver­ið í skot­veiði síð­an um tví­tugt og þá var ver­ið að veiða gæs, rjúp­ur og hrein­dýr,“seg­ir Þórdís Lóa og bæt­ir við: „Und­an­far­in ár hef ég ekki haft tíma til að fara á rjúpu svo þetta hafa ver­ið hrein­dýr og gæs sem ég hef ver­ið að veiða.“Hún seg­ist hafa það fyr­ir sið að nýta bráð­ina til hins ýtr­asta, og það hef­ur þýtt ýmsa til­rauna­elda­mennsku gegn­um tíð­ina. „Við er­um sam­an í þessu, hjón­in, og við er­um átta sem veið­um sam­an og vinn­um mat­inn allt til enda og við köll­um okk­ur Bráð­ar­vakt­ina. Bráð­ar, með erri.“Hún seg­ir við­fangs­efni Bráðarvaktarinnar breyti­leg milli ára. „Sum ár veið­um við mik­ið og önn­ur minna. En við ger­um þó alltaf hreindýralifrarmús sem við höf­um ver­ið að þróa um ára­bil út frá upp­skrift frá hon­um Úlfari Finn­björns­syni og verð­ur betri með hverju ár­inu.“Hún nefn­ir einnig heitreykt­ar gæsa­bring­ur. „Og til að nýta alla gæs­ina ger­um við kon­fit úr lær­un­um líka sem við hæg­eld­um í andafitu fyrst og setj­um í bei­kon og gráð­ost. Þetta er allt sam­an æð­is­lega gott!“Hjón­in heitreykja ým­is­legt fleira enda eiga þau for­láta ofn sem stend­ur úti í garði í þeim til­gangi. „Við heitreykj­um til dæm­is lax og aðra fugla en gæs þeg­ar við veið­um þá. Í ofn­inn not­um við ákveðna teg­und af sagi sem ilm­ar af­skap­lega vel svo þeg­ar við setj­um ofn­inn í gang þá ang­ar allt hverf­ið. Þetta kjöt nota ég gjarna með gráð­osti og fleiru í villi­bráð­ar­sal­at.“Hún hef­ur líka graf­ið lax og hrein­dýra­kjöt. „En ég verð að við­ur­kenna að ég hef ver­ið dá­lít­ið nísk á hrein­dýra­kjöt­ið sjálft, við höf­um bara vilj­að borða það eins og það er þó stund­um freist­umst við til að gera hakk og úr því boll­ur og borg­ara.“Hrein­dýralifr­ar­mús­in er mik­ið snædd í des­em­ber. „All­an des­em­ber og fram í janú­ar er­um við japlandi á henni með snittu­brauði og blá­berja­sultu. En á jól­un­um sjálf­um borð­um við alltaf hrein­dýra­steik með eplasal­ati og timj­ankart­öfl­um, smá brokkólí og svo er mað­ur­inn minn al­gjör snill­ing­ur í að gera sós­ur.“

Þórdís Lóa not­ar hrein­dýramús­ina mik­ið til gjafa. „Því hún er svo jóla­leg á bragð­ið,“seg­ir hún og hlær. „Ég gef þetta yf­ir­leitt í litl­um og fal­leg­um krukk­um því list­in við hrein­dýralifr­ar­mús­ina er að hafa krukk­urn­ar ekki of stór­ar. Ég er nú ekki föst í skreyt­ing­um og ein­hverju fín­eríi og þetta er allt sam­an frek­ar heim­il­is­legt og hrátt hjá mér enda er það inni­hald­ið sem skipt­ir máli og áhug­inn ligg­ur í matn­um og veið­inni. Ég tek krukku og krukku með mér til vina og vanda­manna á að­vent­unni og líka heitreyktu gæsa­bring­urn­ar,“seg­ir hún og bæt­ir við: „Það er lang­skemmti­leg­ast að gefa þeim sem eru „gour­met“fólk, sem hef­ur gam­an af þessu og finnst það gott því það finnst ekk­ert öll­um.“En gleð­in er þeim mun meiri hjá þeim sem kunna að meta þetta.

Þórdís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formað­ur borg­ar­ráðs, hef­ur mik­inn metn­að fyr­ir því að nýta sem mest af bráð sinni og ger­ir góm­sæt­ar gjaf­ir fyr­ir jól­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.