Há­tíð fyr­ir nautnasegginn

Þrá­inn Freyr Vig­fús­son mat­reiðslu­mað­ur á marg­ar góð­ar jóla­m­inn­ing­ar sem tengj­ast mat. Hann er vanafast­ur þeg­ar kem­ur að jóla­matn­um en leyf­ir sér nýj­ung­ar fyrr um dag­inn. Hér gef­ur hann les­end­um þrjár upp­skrift­ir að veg­an jóla­með­læti ásamt sós­um.

Fréttablaðið - - JÓL 2018 - Starri Freyr Jónsson [email protected]­bla­did.is

Þrá­inn Freyr Vig­fús­son, mat­reiðslu­mað­ur á Sumac, er frek­ar vanafast­ur þeg­ar kem­ur að elda­mennsku um jól­in. Á að­fanga­dag, milli kl. 13 og 17, býð­ur hann upp á létt „gour­met“hlað­borð, opn­ar góða hvít­vín og horf­ir á eitt­hvað skemmti­legt fyr­ir kvöld­ið góða. „Þar leyfi ég mér helst ein­hverj­ar nýj­ung­ar. Um jól­in finnst mér al­gjör­lega ómiss­andi að borða hangi­kjöt, kart­öflumús, bauna­sal­at og heima­steikta laufa­brauð­ið. Ég á marg­ar góð­ar jóla­m­inn­ing­ar sem tengj­ast mat, t.d. af ham­borg­ar­hryggn­um og waldorfsal­at­inu henn­ar mömmu. Jól­in eru sann­ar­lega há­tíð fyr­ir nautnasegginn í mér þar sem ég leyfi mér allt í mat og drykk.“

Hér gef­ur Þrá­inn les­end­um Frétta­blaðs­ins upp­skrift­ir að veg­an jóla­með­læti ásamt sós­um.

All­ar upp­skrift­ir eru fyr­ir fjóra sem með­læti en tvo sem að­al­rétt­ur.

BAK­AÐ RAUЭKÁL MEÐ VEG­AN CUM­IN- OG KRYD­D­JURTASÓSU

1 rauð­káls­haus 1,5 lítr­ar vatn 75 g rauð­vín­se­dik 100 g hrá­syk­ur 20 g salt

Sjóð­ið upp á vatni, sykri, salti og ed­iki. Rauð­kál­ið er soð­ið ró­lega í blönd­unni í 40 mín. Tak­ið það næst úr pott­in­um og bak­ið í ofni á smjörpapp­ír á 150°C í 30-45 mín. eða þar til eld­að. Gott er að stinga í miðju þess til að finna hvort það sé eld­að. Topp­ur­inn skor­inn af rauð­kál­inu og sós­an sett þar yf­ir. Granatepli og hesli­hnet­um dreift yf­ir kál­ið ásamt sós­unni.

Veg­an cum­in­og kryd­d­jurtasósa

50 ml safi af kjúk­linga­baun­um í dós

200 ml ol­ía

30 g fersk­ar kryd­d­jurtir (dill, stein­selja eða kórí­and­er)

10 g cum­in

Salt

Epla­e­dik

Syk­ur Setj­ið kjúk­linga­bauna­saf­ann og cum­in í bland­ara og bæt­ið ol­í­unni ró­lega út í þang­að til sós­an er þykk og fín. Krydd­að til með salti, epla­e­diki og sykri.

BAK­AÐ SPERGILKÁL MEÐ LAUKSÓSU

2 haus­ar spergilkál Salt

Ed­ik

Ol­ía Kryd­d­jurtir Rist­að­ar möndl­ur Krydd­ið spergilkál­ið til með olíu, salti og ed­iki. Setj­ið í eld­fast mót og bak­ið í 20-30 mín. á 160°C eða þar til fulleld­að. Dress­að með kryd­d­jurt­um og möndl­um.

Lauksósa

12 stk. lauk­ar 2 lítr­ar vatn Salt Epla­e­dik Hrá­syk­ur Skræl­ið lauk­ana og sker­ið til helm­inga. Bak­ið í sól­ar­hring í eld­föstu móti með loki eða vel þétt lok­uðu með álp­app­ír á 90°C. Mjög mik­il­vægt að halda öll­um raka inni í form­inu svo soð­ið gufi ekki upp. Setj­ið soð­ið og lauk­inn í pott og sjóð­ið ró­lega nið­ur þar til soð­ið er þykkt, sætt og bragð­gott. Krydd­ið til með salti, ed­iki og sykri. Einnig er hægt að krydda sós­una til með þurrkrydd­um.

BAK­AЭAR GUL­RÆT­UR MEÐ VEG­AN HVÍTLAUKSSINNEPSSÓSU

15 stk. litl­ar ís­lensk­ar gul­ræt­ur, skol­að­ar í köldu vatni

Ol­ía

Salt

Pip­ar

Ed­ik

Ferskt garða­blóð­berg Gul­ræt­ur eru krydd­að­ar í eld­föstu móti með smá olíu, hrá­sykri, salti, pip­ar, epla­e­diki og blóð­bergi. Setj­ið álp­app­ír yf­ir mót­ið og bak­ið við 160°C í 25 mín. Tak­ið álp­app­ír­inn af og bak­ið áfram í 15-20 mín. til við­bót­ar eða þar til fulleld­að­ar og létt brún­ar. Rist­uð­um ses­am­fræj­um stráð yf­ir þeg­ar til­bú­ið.

Veg­an hvít­laukss­inn­epssósa

50 ml safi af kjúk­linga­baun­um úr dós

300 ml ol­ía

10 g bak­að­ir hvít­lauks­geir­ar (bak­að­ir í ofni á 160°C í 15 mín.)

30 g gróft sinn­ep

Salt

Epla­e­dik

Hrá­syk­ur Kjúk­linga­bauna­saf­inn og hvít­lauk­ur­inn eru sett­ir í bland­ara. Olí­an er sett ró­lega út í þang­að til sós­an er þykk og fín. Krydd­að til með salti, epla­e­diki og sykri. Þurrk­að­ar döðlur skorn­ar í þunn­ar sneið­ar og dreift yf­ir.

Bak­að rauð­kál með veg­an cum­in- og kryd­d­jurtasósu er ótrú­lega lit­fag­ur og ljúf­feng­ur rétt­ur.

MYND­IR/SIGTRYGGUR ARI

Þrá­inn Freyr Vig­fús­son, mat­reiðslu­mað­ur á Sumac.

Þurrk­að­ar döðlur setja skemmti­leg­an svip á bök­uðu gul­ræt­urn­ar.

Bak­að spergilkál með rist­uð­um möndl­um og geggj­aðri lauksósu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.