UPP­SKRIFT

Fréttablaðið - - JÓL 2018 -

LJÚFFENGIR JÓLAMOLAR

Hér er sára­ein­föld upp­skrift að ljúf­feng­um jóla­mol­um sem gott er að gæða sér á á að­vent­unni eða sjálf­um jól­un­um. 150 g möndl­ur

300 g hvítt súkkulaði eða 250 g dökkt súkkulaði Rús­ín­ur eða ann­að góð­gæti, að smekk

Hakk­ið möndl­urn­ar gróf­lega með beitt­um hníf. Það er líka fal­legt að skera þær eft­ir endi­löngu. Hit­ið ann­að­hvort ljósa eða dökka súkkulað­ið yf­ir vatns­baði við lág­an hita. Gæt­ið þess að ekk­ert vatn bland­ist sam­an við súkkulað­ið. Bland­ið möndl­un­um út í og hrær­ið var­lega sam­an. Lát­ið blönd­una kólna í 5-10 mín­út­ur. Breið­ið bök­un­ar­papp­ír á bretti eða bök­un­ar­plötu. Not­ið te­skeið­ar til að móta litla bita og lát­ið þá stífna. Ber­ið strax fram eða geym­ið í loft­tæmd­um boxum.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.