LÍFIÐ Sjón­varps­kon­an Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir op­in­ber­aði dönskukunn­áttu sína á sunnu­dag. Þá tal­aði hún við Ullu Schjørr­ing sem á 10 börn.

Sjón­varps­kon­an Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir op­in­ber­aði dönskukunn­áttu sína á sunnu­dag. Þá tal­aði hún við Ullu Schjørr­ing sem á 10 börn með eig­in­manni sín­um, Helga Þór Stein­gríms­syni.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

PLÚS 2 SÉRBLÖÐ FÓLK JÓLABLAÐ *Sam­kvæmt prent­miðla­könn­un Gallup apríl-júní 2015

Þriðji þátt­ur af Margra barna mæð­ur á Stöð 2 var sýnd­ur á sunnu­dag. Þar var Ulla Schjørr­ing til um­fjöll­un­ar en hún á 10 börn með eig­in­manni sín­um, Helga Þór Stein­gríms­syni. Börn­in eru á aldr­in­um 5-24 ára í dag og hafa hjón­in bú­ið lengst af í Danmörku. Það var því ekk­ert ann­að í stöð­unni en að rifja upp dönsk­una þó við­tal­ið við Ullu færi fram á ís­lensku. „Þetta á sér allt skýr­ing­ar. Ég bjó í Danmörku frá því að ég var eins árs og þar til ég varð sjö. Í raun er skandall að dansk­an sé ekki betri en þetta. Ég bjó í Óð­insvé­um og svo í smá­bæ á Lálandi sem heit­ir Mari­bo, en er því mið­ur ekki heima­bær Hari­bo nammis­ins – þá hefði ég aldrei flutt heim,“seg­ir Sigrún.

Hún flutti svo aft­ur til Dan­merk­ur þeg­ar hún ætl­aði að nema talmeinafræði í há­skóla. „Þang­að fór ég nú aldrei. Löng saga, en ég endaði á að fara að vinna í leik­skóla. Bjó í Danmörku í hálft ár og endaði á að fara að gera eitt­hvað allt ann­að en að fara í talmeinafræði en náði a l l ave g a að dusta ryk­ið af dönsk­unni.“

Þ e tt a er önn­ur þáttar­öð en eins og nafn­ið gef­ur til kynna hitt­ir Sigrún fjöl­skyld­ur sem eru stærri en al­mennt geng­ur og ger­ist. Ulla er með flest börn­in „Þetta var þriðji þátt­ur sem var sýnd­ur á sunnu­dag. Fyrsti var um frek­ar unga mömmu sem á sex, svo var ein sem fékk óvænt þríbura og svo Ulla með 10 sem komu á 19 ár­um. Í dag finn­ur mað­ur alls kon­ar stærð­ir af sam­sett­um fjöl­skyld­um en að eiga 10 börn einn og sjálf­ur er nán­ast eins­dæmi hjá fólki af þess­ari kyn­slóð. Enda sagði hún að þeg­ar eru bara fimm í mat finn­ist henni varla taka því að elda. Ef ég fæ fimm börn í mat þá þarf ég nán­ast að herða mig upp í þrjá daga. Leggja mig svo þeg­ar all­ir eru farn­ir,“seg­ir Sigrún.

BJÓ Í DANMÖRKU Í HÁLFT ÁR OG ENDAÐI Á AÐ FARA AÐ GERA EITT­HVAÐ ALLT ANN­AÐ EN AÐ FARA Í TALMEINAFRÆÐI EN NÁÐI ALLAVEGA AÐ DUSTA RYK­IÐ AF DÖNSK­UNNI.

Sigrún Ósk við end­ann á borð­inu þar sem hin stóra fjöl­skylda Ullu Schjørr­ing og Helga Þórs Stein­gríms­son­ar borð­aði.

Sigrún Ósk fékk að kíkja inn í þvotta­hús­ið hjá Ullu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.