SKOЭUN Jón Stein­dór Valdi­mars­son skrif­ar um ein­angr­un­ar­hyggju og po­púl­isma.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­mað­ur Við­reisn­ar

Upp­gang­ur þröng­sýni, sér­hags­muna, vernd­ar- og ein­angr­un­ar­hyggju og po­púl­isma læt­ur Ís­land og ís­lenska póli­tík og þjóð­má­laum­ræðu ekki ósnortna. Sömu lög­mál eiga við hér á landi sem ann­ars stað­ar. Bú­ið er til ímynd­að vanda­mál, það gert að brýnu úr­lausn­ar­efni, óvin­ur fund­inn og síð­an bent á ein­fald­ar lausn­ir sem fel­ast í því að skilja okk­ur frá þeim, hinum illu öfl­um sem sækja að frelsi, full­veldi og til­veru okk­ar. Til­gang­ur­inn er að ná völd­um, til­gang­ur­inn er að klekkja á póli­tísk­um and­stæð­ing­um, til­gang­ur­inn er að koma hinum rétt­sýna flokki með sterka leið­tog­ann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til full­veld­is og sjálf­stæð­is og verj­ast þannig ágeng­um ríkj­um, þjóð­um og fyr­ir­tækj­um sem ræna fjör­eggi okk­ar og brjóta.

Bret­ar og Brex­it

Stjórn­mála­ástand­ið í Bretlandi og Brex­it-mál­ið eru nær­tæk og skýr dæmi um hvernig get­ur far­ið þeg­ar po­púl­ist­ar gera sig gild­andi og ekki er tek­ið á mál­um með skyn­semi og yf­ir­veg­un. Sag­an geym­ir allt of mörg dæmi um að frjáls­lynd öfl hafi sof­ið á verð­in­um og hörf­að und­an ágangi po­púl­ist­anna og oft­ar en ekki með hörmu­leg­um af­leið­ing­um.

Breski Íhalds­flokk­ur­inn, sem er syst­ur­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hrakt­ist und­an po­púl­ist­um í breska sjálf­stæð­is­flokkn­um UKIP og skoð­ana­systkin­um þeirra inn­an eig­in raða Íhalds­flokks­ins. Gamal­kunn­um brögð­um var beitt – óvin­ur­inn var fund­inn í Evr­ópu­sam­band­inu og und­an því oki yrði Bret­land að brjót­ast hvað sem taut­aði og raul­aði. Ca­meron, formað­ur Íhalds­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, brá á það ráð að boða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um úr­sögn Breta til þess að freista þess að slá vopn­in úr hönd­um po­púl­ist­anna, ekki síst í eig­in flokki. Þar mis­reikn­aði hann sig illi­lega. Þeim tókst með af­ar ósvífn­um hætti, inn­an­tóm­um full­yrð­ing­um og falsi, að knýja fram naum­an sig­ur í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og þar með að draga bresku þjóð­ina úr Evr­ópu­sam­band­inu. Brex­it-ævin­týr­ið er allt með hinum mestu ólík­ind­um og virð­ist eng­inn hvata­mað­ur Brex­it hafa hugs­að það til enda.

Út­verð­ir full­veld­is­ins

Po­púl­ist­ar eru að sækja mjög í sig veðr­ið í ís­lenskri þjóð­mála- og stjórn­má­laum­ræðu. Löng­um hef­ur ver­ið vin­sælt að út­mála Evr­ópu­sam­band­ið sem helsta óvin ís­lenskra hags­muna og þess vegna komi ekki til greina að Ís­land verði þar að­ili. Nú hafa po­púl­ist­arn­ir fund­ið sér nýtt skot­mark. Það er EES-samn- ing­ur­inn, stærsti og mik­il­væg­asti al­þjóða­samn­ing­ur sem Ís­land hef­ur nokkru sinni gert. Nú þarf Ís­land að losna und­an oki hans og áhrif­um hins illa Evr­ópu­sam­bands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakk­an­um og inn­flutn­ingi á fersku kjöti. Öll­um ráð­um er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsann­leika. Und­ir­tónn­inn er þó krist­al­tær, óvin­ur­inn sæk­ir að og við verð­um að verj­ast ágangi hans. Það gera bara sjálf­skip­að­ir út­verð­ir og varn­ar­menn full­veld­is og sjálf­stæð­is, öðr­um er ekki treyst­andi.

Feigðarós­inn

Bresk­ir ráða­menn og al­menn­ing­ur féllu í þá gryfju að hörfa und­an po­púl­ist­un­um og reyna að verj­ast þeim með því að ljá máls á rök­um þeirra og koma til móts við skoð­an­ir þeirra. Það voru hrap­al­leg mis­tök. Það hef­ur leitt Breta í mikl­ar ógöng­ur sem ekki sér fyr­ir end­ann á en flest­ir virð­ast vera að átta sig á að bet­ur hefði ver­ið heima set­ið en af stað far­ið í þessa Bjarma­lands­för. Þeg­ar upp er stað­ið hef­ur hún frá upp­hafi leg­ið að feigðarósi.

Af þessu ætt­um við Ís­lend­ing­ar að læra. Við skul­um ekki láta teyma okk­ur af stað í leið­ang­ur sem end­ar með því að við hrökkl­umst út úr EES-sam­starf­inu okk­ur til tjóns. Við skul­um læra af þeim sem hafa þeg­ar reynt þessa leið með af­leið­ing­um sem eng­inn sótt­ist eft­ir. Sér­stak­lega ættu rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sof­andi að sama feigðarósi og Bret­ar.

Sag­an geym­ir allt of mörg dæmi um að frjáls­lynd öfl hafi sof­ið á verð­in­um og hörf­að und­an ágangi po­púl­ist­anna og oft­ar en ekki með hörmu­leg­um af­leið­ing­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.