SPORT Ánægja með að árs­þing KSÍ fái að­komu að starfi yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála.

Ánægja er á með­al for­ráða­manna ís­lenskra fót­bolta­fé­laga með að árs­þing KSÍ fái að­komu að því hvort starfi yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála verði kom­ið á kopp­inn og hvers eðl­is það verð­ur.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - hjor­[email protected]­bla­did.is

Með­al þess sem rætt var á fundi for­ráða­manna að­ild­ar­fé­laga KSÍ um helg­ina var staða yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála. Stað­an var aug­lýst laus til um­sókn­ar í októ­ber síð­ast­liðn­um, um­sókn­ar­frest­ur var til 15. nóv­em­ber og von­ir stóðu til að ráð­ið yrði í starf­ið fyr­ir lok þessa árs. Í kjöl­far fund­ar­ins til­kynnti Guðni Bergs­son, formað­ur KSÍ, hins veg­ar að ráðn­ing­unni yrði frest­að fram yf­ir árs­þing KSÍ í fe­brú­ar á næsta ári.

Guðni brást þannig við til­lögu sem fram kom á fund­in­um þess efn­is að heppi­legra sé að árs­þing­ið fái að koma að því að móta starf­ið og skuld­binda sam­band­ið til fram­tíð­ar.

Har­ald­ur Har­alds­son var mætt­ur á fyrr­greind­an fund sem fram­kvæmda­stjóri Vík­ings og þar að auki sem formað­ur Ís­lensks topp­fót­bolta (ÍTF) sem eru hags­muna­sam­tök fé­laga sem eiga lið í tveim­ur efstu deild­un­um hér á landi.

„Þetta var góð­ur fund­ur þar sem mál­in væru rædd á yf­ir­veg­að­an og mál­efna­leg­an hátt. Við feng­um þar ágæt­is svör við því hver áformin eru með stöðu yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála og stöðu mála hvað Laug­ar­dalsvöll varð­ar,“sagði Har­ald­ur í sam­tali við Fréttablaðið.

„Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að okk­ur sem störf­um í hreyf­ing­unni hef­ur fund­ist nokk­uð óljóst hvert hlut­verk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við feng­um fína kynn­ingu á því og það var svo nið­ur­stað­an eft­ir fund­inn að árs­þing­ið fengi að ráða fram­hald­inu hvað varð­ar ferl­ið við að koma þess­ari stöðu á kopp­inn sem er bara mjög já­kvætt,“seg­ir hann.

„Við hjá ÍTF er­um á þeirri skoð­un að pen­ing­un­um gæti mögu­lega ver­ið bet­ur var­ið í önn­ur verk­efni. Það er því eðli­legt að hlustað verði á vilja fé­lag­anna þeg­ar kem­ur að þessu máli. Það verð­ur svo bara spenn­andi að sjá hvað fé­lög­in vilja gera í þessu máli þeg­ar þar að kem­ur,“seg­ir Vík­ing­ur­inn.

„Þessa dag­ana er svo í gangi und­ir­bún­ing­ur hjá ÍTF fyr­ir árs­þing­ið þar sem við höf­um hug á að koma fram sams kon­ar eða svip­uð­um breyt­ing­um og á síð­asta þingi. Það eru laga­breyt­ing­ar sem snúa að því að ÍTF fái um­boð til að semja um mark­aðs­rétt­ind­in fyr­ir efstu deild­irn­ar, þær fái auk­ið at­kvæða­vægi á árs­þing­inu og fellt verði út ákvæði þess efn­is að að­il­ar geti ein­göngu set­ið í nefnd­um og stjórn­um á veg­um KSí í 12 ár,“seg­ir Har­ald­ur.

„Við er­um að freista þess að ná sam­komu­lagi við stjórn KSí um að þess­ar laga­breyt­ing­ar fái braut­ar­gengi á þing­inu. Að öðr­um kosti verð­ur far­in sama leið og síð­ast og til­lög­urn­ar lagð­ar fram í okk­ar nafni á þing­inu og kos­ið um þær.“

Okk­ur hef­ur fund­ist nokk­uð óljóst hvert hlut­verk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera.

Har­ald­ur Har­alds­son, formað­ur ÍTF

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Aðal­kosn­ingalof­orð Guðna Bergs­son­ar var að setja á lagg­irn­ar starf yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála hjá KSÍ. Það hef­ur ekki enn tek­ist.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.