Víða rán­dýr jóla­ljósa­dýr

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Reykja­vík­ur­borg frum­sýndi fjög­urra millj­óna króna jóla­kött­inn á Lækjar­torgi á laug­ar dag. Ís­lend­ing­ar eru ekki eina þjóð­in sem hend­ir millj­ón­um í jóla­ljós ut­an um skúlp­túr af dýri.

Fréttablað­ið skoð­aði borg­ir heims­ins og dýr­in sem lýsa upp torg þar á bæj­um.

Reykja­vík­ur­borg frum­sýndi fjög­urra millj­óna króna jóla­kött­inn á Lækjar­torgi á laug­ar­dag. Ís­lend­ing­ar eru ekki eina þjóð­in sem hend­ir millj­ón­um í jóla­ljós ut­an um skúlp­túr af dýri. Líf­ið skoð­aði borg­ir heims­ins og dýr­in sem lýsa upp torg þar í bæ.

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Jóla­kött­ur­inn er eng­in smá­smíði, um 5 metr­ar á hæð og6 metr­ar á lengd.

Í Stokk­hólmi má finna risa­hrein­dýr. Ákaf­lega töff og jóla­legt enda fátt betra en hrein­dýra­kjöt á að­fanga­dag.

Lund­ún­ir hafa löng­um tengt sig við ljón. Það kem­ur því lít­ið á óvart að þar sé að finna eitt vel skreytt.

Íbú­ar í Hong Kong fengu engil, hvorki meira né minna. Deila má um hvort en hann til­heyri dýra­rík­inu við lát­um þetta sleppa.

Í dýra­garð­in­um í London er að finna þessa dá­sam­legu gír­affa bað­aða í ljós­um og ljóma.

Það þarf ekki mik­ið að koma á óvart að Ástr­al­ar henda í ljós af keng­úr­um. Hér í Mosm­an-hverf­inu í Syd­ney.

New York-borg fór trú­lega bara út í Costco og fjár­festi í þessu hrein­dýri. Eng­ar millj­ón­ir hér enda allt ódýrt í Costco.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.